Ef menn skoða þennan bíl vandlega þá má sjá að allar mjúku ávölu línurnar eru frá cudu, semsagt flott blanda af fallegustu Mopar Musclecar bílum fortíðar, 1970 Challenger og 70-71 Cudu fært til nútímans. Snilld, tær snilld.
Það eru mikil vonbrigði að það skuli ekki vera starfrækt Mopar-umboð hér heima, en með því að kaupa bílinn erlendis og flytja hann svo hingað heim er hann orðinn alltof dýr, fyrir utan það að verksmiðjuábyrgð fellur úr gildi.
Að lokum finnst mér að svona bíl hefði átt að vera hægt að fá með 525 hestafla 392/6.4L hemi, semsagt að taka skrefið alla leið. Þetta er jú 2ja dyra modern musclecar, útlitið stendur alveg undir því, en vantar aðeins í hesthúsið.