Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Trans am á leið í málun
Chevy_Rat:
Já :) rétt Brynjar bíllinn var í sama skúr og allt dótaríð,já og vélin frostprakk hjá eigandanum og ég get alveg trúað því að hann hafi verið falur fyrir rétt verð þegar þið sóttuð dótið í hinn bílinn aðalega að því að vélin fór svona hjá honum held ég?en verst að ykkur vantaði spotta :lol: ,en hann er búinn að losa sig við bílinn í dag og fluttist bíllinn bara inn á næsta bæ fyrir innann leingra fór hann ekki,og ég held að hann sé bara geimdur inni til betri tíma eða þangað til núverandi eigandi gefur sér tíma til þess að vinna eithvað í honum þ.a.s ef hann ætlar eithvað að gera,en svo gæti hann alveg eins verið til sölu en ég veit bara ekkert um það!!! ,og hef ekkert hitt núverandi eiganda í langann tíma.kv-TRW :wink:
Bannaður:
Ég held ég kannist smá við þann bláa handmálaða :smt017
Chevy_Rat:
Já :) Bannaður ef þú kannast við þennann bláa handmálaða Firebird komdu þá með smá lýsingu af honum??,og sjáum þá til hvort að um sama bílinn sé um að ræða,en strákurinn sem átti hann hér fyrir austan fyrir allmörgum árum síðan keipti bílinn vélarlausan og hann var svona blár en samt eins og hann hafi verið úðaður með vélalakki eða trukka-lakki,og hann keipti bílinn í Reykjavík af einhverjum þar þér kanski???.kv-TRW
Bannaður:
Kallinum honum föður mínum
Bannaður:
Kallinn verslaði bílinn þegar hann var búinn að standa lengi og búið var að stela T toppunum, milliheddi, blöndung og kveikju.
Í bílnum var 350 mótor sem var búið að hita ágætlega en því miður hafði brotnað ventill einhversstaðar við rpm limitið og afrekaði hann að stúta talsvert miklu. Í valnum lá þessi fíni kollhái stimpill og stöngin sem hélt í hann.
Brotnaði svo heddið undan öllum látunum þannig að kælivatnið streymdi inn í cylender og í næsta slagi þrýsti hann vatninu út um portið, upp í millihedd og inn í tvo cylendra hinu meginn í mótornum og þar lágu tvær stangir í valnum.
Í þessum bíl var mjög góð 350 skipting sem hafði fengið ýmislegt gott og notaði ég hana í rallycross bíl hjá mér.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version