Kallinn verslaði bílinn þegar hann var búinn að standa lengi og búið var að stela T toppunum, milliheddi, blöndung og kveikju.
Í bílnum var 350 mótor sem var búið að hita ágætlega en því miður hafði brotnað ventill einhversstaðar við rpm limitið og afrekaði hann að stúta talsvert miklu. Í valnum lá þessi fíni kollhái stimpill og stöngin sem hélt í hann.
Brotnaði svo heddið undan öllum látunum þannig að kælivatnið streymdi inn í cylender og í næsta slagi þrýsti hann vatninu út um portið, upp í millihedd og inn í tvo cylendra hinu meginn í mótornum og þar lágu tvær stangir í valnum.
Í þessum bíl var mjög góð 350 skipting sem hafði fengið ýmislegt gott og notaði ég hana í rallycross bíl hjá mér.