Hvíti bíllinn hér á mynd fyrir ofan er með merkilegri bílum sem ratað hafa hingað.Þetta er Chrysler Imperial 1957 árg. með 354/392 Hemi.Þessi bíll var pantaður nýr af þáverandi forsætisráðherra,en þegar hann loksins kom hafði ríkisstjórnin fallið og var ekki leystur út.Bíllinn lá í tollinum í 1-2 ár,enda ekki margir hér á landi á þeim tíma sem ráð höfðu á slíkum auðvaldsvögnum.Svo kom að Tryggvi Ófeigsson stórútgerðarmaður(Júpiter,Mars,Venus og fleyri togarar)keypti bílinn og notaði fram undir 1980.Gaman er að segja frá því, að vinnuveitendur mínir á Réttingaþjónustunni í Kópavogi sáu um viðhald á boddýi á honum í allmörg ár.Um 1982-4 hafði Tryggvi hug á að gera bílinn upp en hann var þá farinn að láta allmikið á sjá enda þá staðið í enhvern tíma.Tókum við hann inná verkstæðið til okkar til skoðunar,en ekkert varð síðan úr þessu og seldi hann bílinn skömmu síðar.Það sem gerði þennan bíl sérstakan var,að þetta var evrópuútgáfa með kílómetra hraðamæli og annar tveggja sem komu til Norðurlandanna á þeim tíma,hinn bílinn fékk Finnlandsforseti.Þegar Tryggvi átti bílinn var hann svartur,en var málaður hvítur af síðari eiganda,og var loks seldur úr landi ef ég man rétt.