ég er buinn að skoða nokkuð vel þessi tryggingamál,,
Eg á gamlan Audi quattro, bíll sem er verðlítill hér á Íslandi en eru orðnir mjög dýrir allstaðar annarsstaðar, ég hugsaði með mér ef einhver klessir á audi'innm inn og skemmir hann mikið, þá mun tryggingafélag hans örugglega heimta að kaupa hann af mér á 100þ kall eða ámóta bull, hvað get eg þá gert?
jú, það eru nefnilega lög sem er haldið frá okkur, eða i það minnsta er enginn að láta okkur vita af þeim.
Ef einhver skemmir bílinn þinn og það er tryggingatjón, og þú vilt láta gera við bílinn, (þ.e. ekki selja tryggingafélaginu hann) þá er tryggingafélaginu SKYLT að verða við því, einnig ef þú vilt fá peninginn fyrir viðgerðinni, þá er þeim einnig SKYLT skv. lögum að borga þér tjónið með peningum. þeim er óheimilt að skikka þig á eitthvað ákveðið verkstæði.
Tryggingafélögin segja að þau greiði aldrei meira fyrir tjón en verðmæti bilsins sé, (sem er í dómssal metið af 2 óháðum aðilum sem eru kallaðir til), þeir, þ.e. tryggingafélögin, segja að þetta sé í lögum, að þurfa ekki að greiða meira en fyrir verðmæti bílsins, þessi "lög" sem þeir vísa í hafa hvergi fundist þrátt fyrir mikla leit.
Ef ég myndi lenda i þessu, að fá ekki greitt fyrir það tjón sem t.d. Jón Jónsson veldur mér frá hans tryggingafélagi, þá myndi ég fara i einkamál við hann, það er jú mín krafa að fá það tjón sem hann olli mér að FULLU BÆTT... hvað hann svo gerir er hans mál, sjálfsagt þyrfti hann þá að fara i mál við sitt tryggingafélag.
Það er ekki óalgengt þegar bílasalar meta einstaka bíla, þ.e. bíla sem eru faséðir hér á landi þá hafa þeir enga hugmynd um verðmæti bílsins, einnig gefa umboðin oft upp mjög undarleg verð þegar maður hringir i þau, t.d. er Volkswagen dísel sem er keyrður 300þ km, 2001 módel metinn á 0,- kronur, og er það verð væntanlega notað þegar tryggingafélögin borga ut þessháttar bíl, en reyndu að finna svona bil á 0 kr á bilasölu..
þessi mál þurfa að fara að komast i einhvern farveg, það er skelfilegt að sjá hvað tryggingafélögin eru að greiða oft á tíðum lítið fyrir sjaldgæfa bila, ég hef séð bil seljast á tryggingauppboði á hærra verði haugtjónaður heldur en tryggingafélagið greiddi fyrir bílinn..