Kvartmílan > Alls konar röfl

smá spurning

<< < (3/5) > >>

Björgvin Ólafsson:

--- Quote from: "edsel" ---á ég þá að sækja um undanþágu eða? þarf sleðinn nokkuð að vera á skrá? er í toppstandi eftir viðgerðirnar sem voru gerðar eftir að ég fékk hann
--- End quote ---


Þú sækir um undanþágu til Bílaklúbbsins um leið og þú skráir þig í keppni - klúbburinn sér svo um að ganga frá leyfi sýslumanns.

kv
Björgvin

Björgvin Ólafsson:

--- Quote from: "Nonni_Bjarna" ---Ég vildi að það væri svona klausa fyrir okkur líka. Annars veit ég það fyrir víst að ef þetta sérsamband verði ekki stofnað fljótlega þá verði eitthvað lítið um keppnir hjá KK á næsta ári.
--- End quote ---


Við förum eftir sömu reglugerð er það ekki, þetta verður minnsta málið, bara vinna heimavinnuna í vetur en ekki daginn fyrir keppni!!

Baráttu kveðjur!
Björgvin

Björgvin Ólafsson:

--- Quote from: "maggifinn" ---Björgvin þakka þér fyrir spurningamerkið og asnaeyrun sem eru að vaxa á herðum mér, en frá hverjum er þessi reglugerð og undir hverra merkjum eru þið að keppa?  megum við vera með?
--- End quote ---


Sæll vertu, vona að þessi merki fari þér ekki ílla :lol:

Annars færð þú svipað svar og Nonni - það þarf að ganga frá þessu sem fyrst svo þessi spurningamerki verði ekki fyrir ykkur við keppnishaldið næsta sumar. Að sjálfsögðu megið þið vera með og það sem meira er þá krefst ég þess að þið smellið nú allavega 2 sandspyrnukeppnum inn á dagatalið og takið þá með í reikninginn að við búum á Íslandi og viljum keppa í góðu veðri :lol:  :lol:

kv
Björgvin

maggifinn:
Hefur þetta eitthvað með það að gera að Kvartmílubrautin er hluti af íslensku vegakerfi? Er lía þessvegna með puttana í því?
 
  Þarf stjórn KK ekki bara að fara að leggjast af fullum þunga á að fá brautina skilgreinda sem íþróttamannvirki?

Jón Þór Bjarnason:

--- Quote from: "maggifinn" ---Hefur þetta eitthvað með það að gera að Kvartmílubrautin er hluti af íslensku vegakerfi? Er lía þessvegna með puttana í því?
 
  Þarf stjórn KK ekki bara að fara að leggjast af fullum þunga á að fá brautina skilgreinda sem íþróttamannvirki?
--- End quote ---

Ekki vitlaust. Er einhver hér sem veit hvort að það hafi verið reynt og ef ekki við hvern talar maður.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version