Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevy 327, Olds 425 & Óvinurinn ...pg.6

<< < (4/10) > >>

Tóti:
Talandi um 307 Chevy... Hef keyrt einn bíl með svona vél, frekar stock, virkaði ágætlega upp í ca 3000sn, en svo bara búið.

En aftur á móti 307 Olds..... Átti Cutlass '87 með svoleiðis, verri og kraftminni V8 vél hef ég aldrei nokkurn tíman séð, gefin upp heil 140 hestöfl... sem er svipað hö/cid hlutfall og sláttuvél.

Og svo var hún bara svo fjandi stór, stærri en SBC og hérumbil jafn stór og BBC (mældi hana 12" milli hedda...)

Var ekki lengi að rjúka með hana á haugana eftir að ég tók hana úr og setti 350 SBC í staðinn (Hefði viljað nota betri Olds mótor, bara einfaldara og ódýrara að nota SBC frekar)

Og svo í bensínkreppu og mengunarlaga hugarfari kom 2.14:1 drif í 10 bolta minni hásingunni undir honum... (taldi 18 eða 19 tennur á pinjóninum þegar ég sauð drifið undir honum  8) ....svipað breiður pinjón og geisladiskur)

Seldi bílinn svo í parta þegar grindin brotnaði útaf ryði, djöfuls drasl.

Það fór allt til helvítis eftir 1974 ca hjá kananum..

motors:
Hver urðu afdrif þessarar Monzu?Á einhver myndir af þessum bíl?Takk Guðmundur fyrir fróðleg og góð skrif. 8)

cv 327:

--- Quote from: "johann sæmundsson" ---Ég keyrði aldrei Toronato enn aftur á móti Eldorado, þeir hafa örugglega
verið eins, Olds ruddi brautina fyrir Cadillac.

Eldoradoinn var mjög skemmtilegur í akstri, ók á einum í eitt ár bæði
snjó og hálku og hann klikkaði aldey. Auðvita bestur á malbiki, 472

kv jói
--- End quote ---

Hvernig kom 472 vélin út?. Var þetta framdrifsbíll?

Kaddin sem ég á var fjölskyldu-bíllinn okkar í heil 7 ár. Keypti hann af Ingimar Baldvins á Selfossi, þá með 403 vél. Fyrsta ferðin á honum var héðan frá Oldsvelli og í Garðinn. Ég fékk vægt sjokk þegar ég tók benín á bílinn í Garðinum, því eyðslan var 21 ltr/100 km.
Þegar heim var komið fór ég að hugsa hvern fjáran ég hefði verið að kaupa og að trúlega yrði ég að losa mig við hákinn, því ég fengi ekki bensínaura hjá frúnni fyrir svona eyðsluhák.

En jæja, það logagði alltaf check engine ljósið, svo ég lét lesa út úr tölvuni og það kom í ljós að eithvað var að prom-kubbnum. Fór og skoðaði í tölvuna og viti menn, það einfaldlega vantaði prom-kubbinn. (stórnar rafstýrðum blöndung) Hringdi í fyrri eiganda og hann tjáði mér að hann hefði sett nýja tölvu í bílinn rétt áður en hann seldi mér hann, og áttaði sig ekki á því að það þyrfti að flytja kubbinn á mílli. Fékk gömlu tölvuna og flutti kubbin yfir í nýju og Bingó. Næst þegar ég mældi í langkeyrslu 12,8 ltr/100 km og frúin sátt.

Þennan Kadda notaði ég síðan í eins og áður sagði í 7 ár og ferðaðist út um allt á honum, td norður Sprengisand, suður Kjöl, Flateyjardal alveg út að sjó og Fjallabaksleið Nyðri. Í öllum þessum ferðum og bara yfirleitt, með alla fjölskylduna 6 manns + farangur (vigtaði á vigt í Stykkishólmi 2140 kg) var eyðslan 13-14 ltr/100 km. að meðaltali. Og dásemdin að ferðast í svona bíl er algjör, ekkert vegahljóð, alveg sama hvernig malavegurinn er, bara líður áfram.

Svo hrundi 403 véin (fór heddpakning og bar þess aldrei bætur eftir það) eftir þriðju heddpakkningarskiftin ákvað ég að gera upp 455 olds og setti í hann. Eyðsln jókst ekki nema um ca 1/2-1 ltr/100 km. við það og þannig er þessi bíll í dag. Síðustu 2 árin af þessum 7 var 455 vélin notuð og þegar ég var spurður, hvaða vél í þessum og ég svaraði 455, fékk ég oft svona, "ertu ekki í lagi" svipmót :) .

En núna er blessaður Kaddin ínni í skúr með beyglur á afturhurð, brotið grill og dæld í húddi, eftir árekstur. Svo er tauið í loftinu allt að detta niður úr frauðinu, spurning hvernig er hægt að festa (líma) það upp aftur?

Þetta er án efa BESTI bíll sem ég hef átt.

Kv. Gunnar B

hebbi:
þetta racebann GM sló botninn úr þessum sbc hemi cevy 1962 plús
áhugavert hver þróunin hefði orðið í frammhaldinu 100 eintök áttu að verða smíðuð fyrir almenning samkvæmt samning við FIA af 1963 árgerð

íbbiM:

--- Quote from: "cv 327" ---
--- Quote from: "johann sæmundsson" ---Ég keyrði aldrei Toronato enn aftur á móti Eldorado, þeir hafa örugglega
verið eins, Olds ruddi brautina fyrir Cadillac.

Eldoradoinn var mjög skemmtilegur í akstri, ók á einum í eitt ár bæði
snjó og hálku og hann klikkaði aldey. Auðvita bestur á malbiki, 472

kv jói
--- End quote ---

Hvernig kom 472 vélin út?. Var þetta framdrifsbíll?

Kaddin sem ég á var fjölskyldu-bíllinn okkar í heil 7 ár. Keypti hann af Ingimar Baldvins á Selfossi, þá með 403 vél. Fyrsta ferðin á honum var héðan frá Oldsvelli og í Garðinn. Ég fékk vægt sjokk þegar ég tók benín á bílinn í Garðinum, því eyðslan var 21 ltr/100 km.
Þegar heim var komið fór ég að hugsa hvern fjáran ég hefði verið að kaupa og að trúlega yrði ég að losa mig við hákinn, því ég fengi ekki bensínaura hjá frúnni fyrir svona eyðsluhák.

En jæja, það logagði alltaf check engine ljósið, svo ég lét lesa út úr tölvuni og það kom í ljós að eithvað var að prom-kubbnum. Fór og skoðaði í tölvuna og viti menn, það einfaldlega vantaði prom-kubbinn. (stórnar rafstýrðum blöndung) Hringdi í fyrri eiganda og hann tjáði mér að hann hefði sett nýja tölvu í bílinn rétt áður en hann seldi mér hann, og áttaði sig ekki á því að það þyrfti að flytja kubbinn á mílli. Fékk gömlu tölvuna og flutti kubbin yfir í nýju og Bingó. Næst þegar ég mældi í langkeyrslu 12,8 ltr/100 km og frúin sátt.

Þennan Kadda notaði ég síðan í eins og áður sagði í 7 ár og ferðaðist út um allt á honum, td norður Sprengisand, suður Kjöl, Flateyjardal alveg út að sjó og Fjallabaksleið Nyðri. Í öllum þessum ferðum og bara yfirleitt, með alla fjölskylduna 6 manns + farangur (vigtaði á vigt í Stykkishólmi 2140 kg) var eyðslan 13-14 ltr/100 km. að meðaltali. Og dásemdin að ferðast í svona bíl er algjör, ekkert vegahljóð, alveg sama hvernig malavegurinn er, bara líður áfram.

Svo hrundi 403 véin (fór heddpakning og bar þess aldrei bætur eftir það) eftir þriðju heddpakkningarskiftin ákvað ég að gera upp 455 olds og setti í hann. Eyðsln jókst ekki nema um ca 1/2-1 ltr/100 km. við það og þannig er þessi bíll í dag. Síðustu 2 árin af þessum 7 var 455 vélin notuð og þegar ég var spurður, hvaða vél í þessum og ég svaraði 455, fékk ég oft svona, "ertu ekki í lagi" svipmót :) .

En núna er blessaður Kaddin ínni í skúr með beyglur á afturhurð, brotið grill og dæld í húddi, eftir árekstur. Svo er tauið í loftinu allt að detta niður úr frauðinu, spurning hvernig er hægt að festa (líma) það upp aftur?

Þetta er án efa BESTI bíll sem ég hef átt.

Kv. Gunnar B
--- End quote ---


myndir 8)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version