Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevy 327, Olds 425 & Óvinurinn ...pg.6

(1/10) > >>

C-code:
Ég hef verið að rifja upp ýmislegt varðandi vélar og tækni sem ég hef séð á götunni sl. 35 árin (já, allt í lagi, ég var fermdur 1968) og hef komist að þeirri niðurstöðu að aflmesta small block Chevy vél sem ég hef séð og heyrt í á götu hafi verið sú sem Hjörleifur Hilmarsson setti saman til nota í vissan mjög skelfilegan grænan Willy´s jeppa sem Albert og fleiri i þeim hópi hrelldu menn á hér veturinn 1976 - 77. (Hlöðver G. gæti líka hafa átt eitthvað í þessari vél, svo ég vil ekki taka það af honum heldur) Allir eiga sitt í þesari sögu og síst ætla ég að slíta af mönnum þær fjaðrir sem þeir með rettu eiga. So ....

Af þessari ástæðu vil ég lýsa eftir drasli úr 327 ..... ef einhver á.

Ein eftirminnilegasta spyrna sem ég sá ..... var í Kúagerðinu haustið 1978.  Þar tókust á Chevrolet Monza 327 með tvo fjögurra hóllfa og kraftmesti "full body" bíll sem þá var á götunni ....  með ónefndan Gunnarsson við stýrið. Mopar 440 að sjálfsögðu..

Monzunni stýrði sjálfur Nestor allra Chevrolet áhugamanna á Íslandi fyrr og síðar, Páll V-Áttundi.

Þetta varð síðasta spyrna haustsins 1978 og síðasta götuspyrnan sem fram fór með ólöglegum eða löglegum hætti (já, sbr. Beach Boys lagið, ..... "the bad guys know us and they leave us alone, I get around, round, round round, I get around, I get around, round, oooho, oohoo) ....og síðasta alvöru spyrnan sem fram fór á götunni áður en blessuð brautin þarna sunnan við öskuhaugana var opnuð. (hún var tilbúin í ágústlok 1978)

Það var alveg ógleymanlegt að standa þarna við veginn og þegar þessir tveir kraftmestu bílar á götum landsins þeyttust framhjá á c.a. 220 km hraða þá trekkti fyrsta snjó haustsins upp í rauðan bjarmann af afturljósunum. Monsan var á slikkum sem ég lagði til. Menn litu hver á annan og allir vissu að þessi tími var liðinn ......

It was the end of an era, eins og vinir vorir á Hot Rod Magazie voru vanir að segja .... en ég hef alltaf velt þessu fyrir mér síðan með 327 - vélina .... Hún er með algerlega perfect hlutföll. So, þar sem vélarnar eru minn fókus í dag, þætti mér gaman ef einhver á slátur úr svona vél sem á ekki að nota til að sigra breska heimsveldið með á næstunni. Ég var svo heppinn að fá að fylgjast með þegar 327 vélin var gangsett og stillt með tasvert miklum búnaði áður en þessi keppni fór fram og fyrir liðlega tvítugan strákbjána var það algerlega ógleymanlegt.....

Bill Jenkins náði alveg ótrúlegum árangri með þessa mótora ....331 pro stock anno 1972 ....

Næst: 425 OLDSMOBILE ROCKET  ..... vélin sem Tony Nancy notaði til að slátra Chrysler Hemi vélum í árdaga Top Fuel drag racing anno 1966 ...

cv 327:
Ja hérna. Ég hélt að að ég væri eini vitleisingurinn sem fílaði cv 327. Var með svona í Valinat 67, flutti hana svo í Willys 55, þá búinn að hressa hana aðeins við og síðan endaði hún í Mlibú 79, þar sem ég bræddi fyrir rest úr henni á stangarlegum. Þessi vél er ennþá til út í skúr hjá mér úrbrædd en fer í uppgerð bráðum.

 Það er í raun nóg fyrir þig að ná í 350 blokk, sveifarás og stimpilstangir úr 327, versla síðan restina frá td. Summit. Sá reyndar eina 327 auglýsta hér á spjallinu um daginn
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=24998

En síðan toppar þú með því að tala um 425 olds, því heldur þú ekki að ein slík hafi ekki lent hjá mér fyrir um 1 og 1/2 ári síðan, ósamansett en í ágætu ásigkomulagi.

Kv. Gunnar B.

Einar Birgisson:
grenri á stöng

cv 327:
Já, þú segir nokkuð. Ég er búinn að kaupa allt nýtt í 455 oldsvél og lét ballensera saman úti. Taldi það svona meiri vél en 425. Fékk þessar vélar saman í pakka, ásamt 350 vél.

Reyndar var Bjarni gizmo búinn að ráðleggja mér að nota frekar 425 vélina en ég vildi fleirri cid.

Jæja það breytir ekki öllu, á þessa 425 þá bara til vara.
Kv. Gunnar B.

cv 327:
:smt043  :smt043  :smt043

Ætli að húsdýrin í nágreninu og fleirri yrðu  :smt021. Kanski maður prófi.

Á einhverstaðar myndir af oldsvél með ofanáliggjandi kambásum, þarf að finna þær og skoða betur. það hafa þá líklega ekki komið margir bílar hingað með 425, eða hvað?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version