Já loftbyssur eru mun hættulegri en margir halda og alls engin leikföng enda ekki óalgengt að þær slagi hátt upp í 22cal. í afli, (svipuð hlaupvídd, og hlaupþrýstingur oft yfir 3/4 af hlaupþrýsting 22lr) og geta þess vegna hæglega valdið alvarlegum áverka og jafnvel verið bannvænar ef skotið hittir þannig, og ætti þess vegna alltaf að meðhöndla eins og önnur skotvopn.
Það er alls ekkert að ástæðulausu sem reglurnar eru strangar varðandi loftbyssurnar.
Og drengurinn sem lést á Selfossi fyrir nokkrum árum varð fyrir skoti úr 22cal. Ruger skammbyssu ef ég man rétt.
Þá eru skólamorðin í Finnlandi um dagin sjálfsagt öllum í fersku mynni en þar var einnig um að ræða 22cal skammbyssu, og þeir sem eru að "leika sér" með loftbyssur ættu að hafa það í huga að þeir eru jafnvel með 3/4 af aflinu sem býr í þessum byssum þannig að það er full ástæða til að fara varlega með þetta.