Kvartmílan > Alls konar röfl

Keypti Airbrush..

<< < (13/16) > >>

Kristján Skjóldal:
já þetta er frábært að fá svona góðan málara ég vildi að ég hefði vitað af henni fyr var að láta græja hjá mér bið spentur eftir að fá tankin minn heim en hann á að vera klár svona var hann svo kemur í ljós hvernig hann er í dag :?  :wink:

Ýrr TattooBike:
Sæl/ir allir og þakkir fyrir (að flestu leyti) áhugaverða umfjöllun, og þá m.a í minn garð og "collega" minna.
Ég heyrði af þessarri umfjöllun og eftir smá umhugsun ákvað ég að skjótast aðeins hingað inn og leggja orð í belg.

Ég heiti Ýrr, og miðað við þráðinn tel ég mig vita að þið þekkið flest deili á mér, amk eftir þessa umfjöllunn á þræðinum.

Bílar og Sport ætla að fjalla um custom art, væntanlega í mai, og er eitt og annað í umhugsunar prósess hvað það varðar. Þá verður væntanlega kynntir þeir aðilar sem starfa við þetta nú þegar og geta sýnt fram á verk þess efnis. Það kunn vera ég og svo "collegi" minn, að NAFNI Orlando, sem er frá Panama. Hann fór einmitt í gær til þeirra félaga hjá bílar og sport og átti orð við þá. Í kjölfarið höfðu þeir í Poulsen samband við mig, m.a fyrir hönd þeirra, í bílar og sport, vegna þessarrar væntanlegu umfjöllun í blaðinu í vor.

Það kemur svo bara allt í ljós þá og þið getð lesið allt um það þegar að því kemur.

Í sumar verður námskeið hjá Poulsen, námskeið í Airbrush tækni, þar mun ég og einn af mínum lærifeðrum, að nafni Craig Fraser - http://www.gotpaint.com kenna áhugasömu myndlistarfólki að nota airbrush við sína list, en airbrush er ekki einungis nytsamleg í bílasprautun.. heldur í alla listsköpun.

Veggmyndin af skull & co, er á verkstæði Art Bílalist, og nei hún er ekki photo shoppuð nema að rammanum viðbættum utan um myndina, eins og Garpur útskýrði, er það ramminn sem gerir það að verkum að línan setur transp effect á línuna.

og Dóri "Langbarði.. sem og Smári "Art bílalist, Takk fyrir stuðninginn!!
 
Eysi, þetta er fín byrjun, mæta bara hress í sumar og tjuna upp máttinn;)

Vonandi koma þessar uppls að gagni og varpa skærara ljósi á umræðuna .
Þakkir fyrir áhugaverða umræðu, og að flestu leyti góð innlegg þar sem umræðan snerist um viðfangsefnið en ekki grunnhyggnar og óviðeigandi vangavelltur sem ekki áttu heima í umræðunni.

Vil ég í kjölfarið minna þá sem það á við, að halda sig við efnið og muna að spjallþræðir eru ekki ósýnilegir og þarf að ganga um slíka vefi af varkárni og virðingu í garð náunganns.

Lifið heil
Ýrr
http://www.tattoobike.com

-Eysi-:
takktakk Ýrr. Og já ég mæti eins og ég sagði á öðrum þræði hérna :)

Chevy_Rat:
ég vil bara benda á 1->aðriði sem Sjáni sagði fyrst,en hann sagði það er ekki neitt tattoo á Akureyri!!!!,af hverju ertu að þessu bulli Kristján!!!!,Jónas er búinn að vera að vinna þarna á Akureyri yfir  12 ár!!!!

Garpur:
Ég held ég hafi aldrey skammast mín jafn mikið eins og núna og vil bara byðja þig Ýrr afsökunnar og þessum commentum. Ég þarf að læra að halda kjafti, en vill að þú vitir að auðvitað eru það verkin þín sem vekja aðdáun mína fyrst og fremst. Þú ert að mínum dómi einn sá fremsti listamaður sem við eigum, og þó svo að menn hafi tekið í airbrush og fiktað hér áður, þá ertu frumkvöðull í að koma þessum bransa af stað fyrir alvöru. Það hefur aldrey verið jafn mikil og sterk umræða í gangi varðandi þetta áður, og ekki heldur svo na mikill og vaxandi áhugi fyrir custom paint, áður.
Ég vil bara hér með þakka þér fyrir, að hafa með slíkum hæfileikum og krafti, komið þessu frábæra framtaki almennilega á sjónarsviðið hér á klakanum, Ég tek ofan fyrir þér Ýrr. Auk þess er ekki hver sem er sem hefði getað fengið Craig Fraser á ísjakann, en miðað við það sem ég las á síðunni hanns og þá dóma sem þú færð þar, er ekki annað hægt en að sjá þig sem einn af efnilegustu custom listamönnum á heimsmælikvarða

Gæji Garðarsson

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version