Author Topic: Sandspyrna 27.08.1978  (Read 12321 times)

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« on: November 08, 2007, 10:37:00 »
Fyrsta sandspyrnukeppni Bílaklúbbs Akureyrar fór fram á Dalvík þann 27. ágúst 1978. Við bræður erum búnir að vera að sanka að okkur myndum og upplýsingum í rólegheitum síðastliðin ár og eru hér nokkrar frá þessari frumraun félagsins í þessu stórskemmtilega sporti

Flestar eru þær teknar af Norðurmynd en hluti þeirra er einnig úr einkasafni sem nú er í eigu Bílaklúbbsins.

Hér höfum við Þórir Tryggvason vinstramegin og svo Jóhann A. Kristjánsson (JAK) í hægri braut.


Valgeir Guðmundsson er hér nær og Stefán Finnbogason fjær


Þarna er verið að gera jeppana klára fyrir átökin, Benedikt Eyjólfsson fjær á sínum margfræga Willys og hér nær okkur höfum við Hauk Jóhannsson tannsmið á sínum Bronco með 302


JAK hér að láta töngina hafa það og einnig má glitta í Þórir Tryggva á hægri brautinni


Benni og Haukur takast svo á hér í brautinni


Drumburinn góði, gamalt sveitatrikk á efa – verið að slétta en ekki þjappa!


JAK og Þórir enn á ferð.....


Þessir menn voru báðir Íslandsmeistarar í sandspyrnu árið 1978, Heiðar Jóhannsson í mótorhjólaflokki og Benedikt Eyjólfsson í jeppaflokki




Benni að ausa upp sandinum!


JAK hér á vinstri braut og Haukur Sveinsson á hægri.


JAK og Haukur aftur, búnir að skipta um braut. Haukur var með 289 í sínum 1967 Mustang en JAK með 400 SBC í 69 bílnum


Steindór Steindórsson hér á fjaðrahengslunum einu, Dodge Dart GT


Heiðar Jóhannsson og Stefán Finnbogason


Heiddi að taka á járnausunum


Hér eru svo sigurvegarar í mótorhjólaflokki, í 1. sæti Heiðar Jóhannsson, 2. sæti Valgeir Guðmundsson og í 3. sæti Stefán Finnbogason


Fólksbílaflokkur – Þórir Tryggvason í fyrsta sæti (er í miðjunni), Jóhann A. Kristjánsson (JAK lengst til vinstri) og svo Steindór Steindórsson í 3. sæti


Jeppaflokkur, 1. sæti Benedikt Eyjólfsson (vinstra megin), 2. sæti Sigurður Baldursson (hægra megin) og svo Haukur Jóhannsson í þriðja sæti.


kv
Björgvin

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #1 on: November 08, 2007, 12:33:55 »
flottar myndir. Gaman að sjá svona  :)
Gísli Sigurðsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #2 on: November 08, 2007, 12:49:14 »
Hversu lengi mátti nota járnausur?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #3 on: November 08, 2007, 13:59:00 »
Það var þónokkuð frameftir seinustu öld 8)

kv
Björgvin

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #4 on: November 08, 2007, 14:00:09 »
Svona ca. þangað til menn prófu að setja álspyrnur,,, en þær flugu út í buskann.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #5 on: November 08, 2007, 14:06:00 »
Bara leifa þetta aftur.. hjólin fóru beint þarna í denn.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline arnar

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #6 on: November 08, 2007, 16:12:42 »
eigi þið til myndir frá sandspyrnu árið 1996 þegar hafliði velti og var Íslandsmeistari??

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #7 on: November 08, 2007, 19:27:07 »
Já það má nú hafa mörg orð um þessa fyrstu sandspyrnu Bílaklúbbs Akureyrar.  Ég var í stjórn Bílaklúbbsins á þessum árum og nokkrum vikum fyrir keppni fórum við út á Dalvík til að afla leyfa hjá landeigendum. Fyrst skoðuðum við vel fjöruna og týndum í hrúgu rekavið sem þurfti að fjarlægja úr brautarstæðinu.  Síðan renndum við galvaskir heim á hlað til bóndans sem átti þessa fjöru með öllu sem í henni lá.  Sandspyrna var honum reyndar framandi en féllst hann þó á að leyfa okkur að halda hana þarna í fjörunni, þó með því eina skilyrði að við létum rekaviðinn hans alveg í friði.  Það var lán að þar sem við ræddum við bóndann snéru dyrnar sem hann stóð í inn í Svarfaðardal en ekki út til fjörunnar vegna þess að þar lagði allþykkan reykjarbólstur frá miklum rekaviðarhaug sem við höfðum kveikt í skömmu áður.  Eftir leyfisveitinguna þarna á hlaðinu var ekið greitt niður í fjöru og migið á bálið til að forðast leyfissviptingu.
Eftir að við vorum búnir að festa okkur landið og auglýsa keppnina um allar trissur þá fóru að renna á okkur einar tvær til þrjár grímur (sennilega svokallaðar Thomsens grímur) vegna þess að sandurinn var býsna gljúpur.  Brugðum við á það ráð að fá lánaða mikla dælu hjá Slökkviliðsstjóranum á Dalvík sem aðstoðaði okkur með ráðum og dáð við þetta verk.  Jafnframt fengum við lánaða einhversstaðar jarðvegsþjöppu.  Alla nóttina fyrir keppnina dældum við vatni úr Svarfaðardalsá og þjöppuðum sandinn eins og við ættum lífið að leysa með vaktaskiptum.  Þessu vökvunar- og þjöppustandi varð reyndar sjálfhætt þegar blessuð brunadælan bræddi úr sér undir morgun.  Því miður kom á daginn að allt þetta strit okkar skipti harla litlu máli fyrir þéttleika sandsins. Mig minnir að einhver hafi fest sig í brautinni og einum keppanda þurfti að ýta af stað.  Hvað um það; á keppnisdaginn mætti þarna múgur og margmenni enda trekkti Benni Eyjólfss alltaf að. Við strituðum þarna allan daginn vansvefta en voðalega sælir með þetta allt saman.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #8 on: November 08, 2007, 19:45:30 »
er pikkinn og Blazer-inn til enþá?
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline arnar

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #9 on: November 09, 2007, 12:52:54 »
eigi þið til myndir frá sandspyrnu árið 1996 þegar Hafliði velti og var Íslandsmeistari??

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #10 on: November 27, 2007, 08:36:02 »
Jæja, hérna eru aðeins fleiri myndir frá þessari fyrstu sandspyrnu B.A

Haukur Jóhannsson


Benedikt Eyjólfsson


Þórir Tryggvason


Haukur Sveinsson


JAK


Benedikt Eyjólfsson


Veit einhver hver þetta er?


Valgeir Guðmundsson


Heiðar Jóhannsson


Heiðar Jóhannsson






Haukur vel fastur.

Offline moparforever

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #11 on: December 13, 2007, 07:10:52 »
það hafa nú bílar setið fastir síðan  :D
Gunnþór Ingólfsson S:824-4484

Dodge Coronet 500 1967 383 SELDUR
Dodge Dart Swinger 1970 slant-six Dáinn
Harley V-ROD 2003
it´s MOPAR or no car so it´s no car

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #12 on: December 13, 2007, 10:16:12 »
Quote from: "Dodge"
Bara leifa þetta aftur.. hjólin fóru beint þarna í denn.


 
 já en sennilega vegna þess að þau unnu ekkert

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #13 on: December 13, 2007, 12:10:21 »
já unnu ekkert :shock:  ég var nú á ZX10 árg 89 með stál spyrnum og var að keira 4,20 og hjólið fór þráðbeint og ekkert mál :lol:  en í dag á suzuki GSX-R 1000 árg 07 á dekki og hvað 4,68 og hjólið út um allt :lol:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #14 on: December 13, 2007, 15:30:57 »
Já Stjáni þar erum við sammála................................... Kawasaki hafa alltaf haft svo mikla yfirburði yfir suzuki  :smt040  :smt064

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #15 on: December 13, 2007, 17:12:46 »
Quote from: "Kristján Skjóldal"
já unnu ekkert :shock:  ég var nú á ZX10 árg 89 með stál spyrnum og var að keira 4,20 og hjólið fór þráðbeint og ekkert mál :lol:  en í dag á suzuki GSX-R 1000 árg 07 á dekki og hvað 4,68 og hjólið út um allt :lol:
Stjáni hvað varstu þungur árið 89 :smt064 :D
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #16 on: December 13, 2007, 18:32:27 »
ég var öruglega 20 kg léttari en það munar öruglega 20 kg eða meira á hjólum og slatta af hestum :lol:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Iceberg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Hummmmmm
« Reply #17 on: December 16, 2007, 13:26:59 »
Quote from: "maggifinn"
Já Stjáni þar erum við sammála................................... Kawasaki hafa alltaf haft svo mikla yfirburði yfir suzuki  :smt040  :smt064


Rólegur núna Maggifinn, Kawasaki hvað!!!!!!! :)  :)  :)  :)  :)

Virkilega gaman að sjá þessar gömlu myndir, frábært framtak.

Kv

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #18 on: December 16, 2007, 15:42:08 »
hehe hvernig var að keyra svona "naked" bike Stjáni?
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Sandspyrna 27.08.1978
« Reply #19 on: December 16, 2007, 15:50:10 »
það er alltaf gaman að keira :wink:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal