Fyrsta sandspyrnukeppni Bílaklúbbs Akureyrar fór fram á Dalvík þann 27. ágúst 1978. Við bræður erum búnir að vera að sanka að okkur myndum og upplýsingum í rólegheitum síðastliðin ár og eru hér nokkrar frá þessari frumraun félagsins í þessu stórskemmtilega sporti
Flestar eru þær teknar af Norðurmynd en hluti þeirra er einnig úr einkasafni sem nú er í eigu Bílaklúbbsins.
Hér höfum við Þórir Tryggvason vinstramegin og svo Jóhann A. Kristjánsson (JAK) í hægri braut.

Valgeir Guðmundsson er hér nær og Stefán Finnbogason fjær

Þarna er verið að gera jeppana klára fyrir átökin, Benedikt Eyjólfsson fjær á sínum margfræga Willys og hér nær okkur höfum við Hauk Jóhannsson tannsmið á sínum Bronco með 302

JAK hér að láta töngina hafa það og einnig má glitta í Þórir Tryggva á hægri brautinni

Benni og Haukur takast svo á hér í brautinni

Drumburinn góði, gamalt sveitatrikk á efa – verið að slétta en ekki þjappa!

JAK og Þórir enn á ferð.....

Þessir menn voru báðir Íslandsmeistarar í sandspyrnu árið 1978, Heiðar Jóhannsson í mótorhjólaflokki og Benedikt Eyjólfsson í jeppaflokki


Benni að ausa upp sandinum!

JAK hér á vinstri braut og Haukur Sveinsson á hægri.

JAK og Haukur aftur, búnir að skipta um braut. Haukur var með 289 í sínum 1967 Mustang en JAK með 400 SBC í 69 bílnum

Steindór Steindórsson hér á fjaðrahengslunum einu, Dodge Dart GT

Heiðar Jóhannsson og Stefán Finnbogason

Heiddi að taka á járnausunum

Hér eru svo sigurvegarar í mótorhjólaflokki, í 1. sæti Heiðar Jóhannsson, 2. sæti Valgeir Guðmundsson og í 3. sæti Stefán Finnbogason

Fólksbílaflokkur – Þórir Tryggvason í fyrsta sæti (er í miðjunni), Jóhann A. Kristjánsson (JAK lengst til vinstri) og svo Steindór Steindórsson í 3. sæti

Jeppaflokkur, 1. sæti Benedikt Eyjólfsson (vinstra megin), 2. sæti Sigurður Baldursson (hægra megin) og svo Haukur Jóhannsson í þriðja sæti.

kv
Björgvin