Það má t.d. minnast á eitt. Það nennir nánast enginn að gera skít fyrir klúbbinn nema borga meðlimagjald.
EF ÞAÐ FJÖLGAR EKKI Í STAFFI AÐ ÁRI, VERÐA EKKI KEPPNIR!
við keyrum ekki fleiri keppnir með of lítið af staffi. PUNKTUR!
Svo þeir sem eru hér að væla og unnu ekki á keppnum og æfingum í fyrra, hafa engan vegin efni á því. Það þýðir ekkert að bera saman akureyri og reykjavík. á akureyri nennir fólk að gera eitthvað fyrir klúbbinn en í rvk nennir því enginn! Eða nánast enginn. Það eru alltaf þeir sömu sem mæta og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir það!
án þessarra 5 manna eða svo hefði ekki neitt verið gert á brautinni í sumar. 5-6 manns sem nenna að vinna fyrir klúbbinn á meðan hinir nokkur hundruð meðlimir klúbbsins sitja heima og grenja á internetinu
Svo er drullað yfir stjórn?
Jahhá.. Þessi hlið á mér sem ég er að birta í þessum þræði er ekki mín rétta hlið. En auðvitað bregst ég illa við þegar fólk er að tala illa um mig, sérstaklega þegar mér finnst ég ekki eiga það skilið!
Stjórnin er að vinna helling, og þið fáið að vita hvað við erum að brasa þegar að því kemur, þegar VIÐ ákveðum það, ekki þið. Ingó, þig skil ég sérstaklega ekki? Þú virðist vera búinn að gleyma þeim tíma sem þú varst í stjórn.. Þá var stjórn að berjast fyrir því að fá frið til að vinna sína vinnu eða hvað?
Sem er nákvæmlega það sem við erum að gera núna..
Við erum að gera okkar besta, ég þarf í raun enga viðurkenningu um það, væri bara betra ef fólk væri ekki að ásaka mann um annað
Ég hvet alla til að mæta á lokahóf, og rífa upp þennan móral hérna, hann er á einhverri niðurleið virðist vera..
p.s. ef einhverjir vilja koma með skemmtiatriði, endilega hafið samband