Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
GF Breytingar (flame suit ON)
maggifinn:
Ekki má gleyma heldur að flestir virðast vilja auka ýmist tjúnningar eða þær breytingar sem leyfðar eru á númerabílum í þeim flokkum sem fyrir eru.
Ef mínar tillögur ná í gegn þá gerir það mönnum kleyft að koma upp í GF úr mun fleiri flokkum en bara SE.
otomas:
--- Quote from: "maggifinn" ---
ég vil benda mönnum jafnframt á að ég er að stinga uppá nýjum vigtartakmörkunum í flokkinn fyrir "litlu" strákana. Ég held að vélarafl einsog GT og RS hafa sýnt í sumar sómi sér vel í GF í svoleiðis vigtum. Þá geta þeir jafnframt notað alvöru bensín,alvöru fjöðrun og alvöru dekk.
--- End quote ---
Ég er mjög áhugasamur um þessa vigtarbreytingu, v8 1300kg (6cyl 1150kg 4cyl 900kg með ökumanni (viðbætt)
Ég er með götuskráðan fwd 4 cyl bíl, 2,0 l vél sem er ekki original, blásari og nitró, 13" slikkar, 1000+ kg.
Ætti ég ekki að vera gjaldgengur í GF ef þessar vigtarbreytingar ná fram að ganga?
maggifinn:
Þú ert nú þegar gjaldgengur í GF. það eina sem gæti verið ólöglegt við þennan bíl er vigtin.
hefurðu vigtað bílinn þinn? blásari, nítró og Teddagas setur þennan bíl fljótt í veltibúraendahraða.
otomas:
Ég hef ekki vigtað bílinn, er að raða honum saman. Hann mun líklega vera á bilinu 1000-1100 kg. Mun aldrei ná uppí 1300 kg með ökumanni eins og reglurnar segja til um núna. Þannig mér sýnist ég vera háður vigtarbreytingunum til að vera löglegur í flokkinn.
Það er veltibúr í bílnum, þannig hann fær eins mikið Teddagas og hann í sig getur látið :wink:
Gilson:
er það þá ekki bara Mc Donalds á hverjum degi fram að næsta sumri :lol:
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version