Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
GF Breytingar (flame suit ON)
maggifinn:
Á GF að vera efsta þrep götubíla í kvartmílu?
Er rétt að banna hjóltunnur úr áli þegar plastyfirbyggingar eru leyfðar?
Er réttlætanlegt að krefjast rúðuupphalara í bíl sem er þegar langt yfir þyngdarmörkum?
Er ekki betra að leifa lexanrúður þar sem þær eru öruggari en gler í krassi?
Umræður um að gera GT og RS flokkana hraðari gæti snúist um að gera þeim mönnum kleift að gera sína bíla samkeppnisfæra inní GF
Ég vil sjá breytingar í GF flokki á þessa leið: (rautt væri tekið úr núverandi reglum en grænu væri bætt við)
Bílar þurfa að vera á númerum, skoðaðir af löggiltri skoðunarstöð,tryggðir og skulu standast skoðun ef krafist er (fyrir utan dekk og púst).
Lágmarksþyngdir: v8 1300kg (6cyl 1150kg 4cyl 900kg með ökumanni (viðbætt)
BODDÝSTÁL:
Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál. Magnesíum bannað. ((tekið út)Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg. Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum.)
GÓLF:
Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum. ((tekið út)Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda.Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var)
FRAMRÚÐA OG GLUGGAR:
Allar rúður verða að vera til staðar,(og úr viðurkenndum efnum(viðbætt)) ((tekið út)og úr upprunalegum efnum.)
BRETTI:
Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir. Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn. Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss. Til að koma undir stærri dekkjum. ((Tekið út), þó verða allar breytingar að vera unnar úr sambærilegum efnum og upprunalega.)
YFIRBYGGING:
Upprunalegt útlit verður að haldast. Þó má setja á brettakant lækka topp osf. Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar. Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður. ((tekið út)Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.)
-------------------------------------------------------------------------------------
Það sem ég legg til er að ef bíllinn er yfir þyngdartakmörkunum, á númerum og skoðaður þá átt þú að geta mætt í GF vegna þess að GF á að vera efsta stig götubíla sérútbúinna til spyrnuaksturs.
Að senda götubíl í OF vegna þess að hann er með áltunnur eða það vantar einhverja rúðuupphalara er að mínu mati fáránlegt
baldur:
Ég er alveg sammála þessu, mér finnst flokkareglur í þessum götuflokkum í kvartmílunni vera óþarflega flóknar á meðan að sandreglurnar eru svo einfaldar.
Mér finnst ekki skipta máli úr hverju hjólskálarnar eru á meðan bíllinn er í löglegri þyngd, getur keyrt marga kílómetra með ljósin kveikt án þess að hlaða og kæla og stenst bifreiðaskoðun að öllu leiti nema kannski dekk og púst.
Hvaða máli skiptir að vélin heiti það sama og boddyið þegar að bíllinn er í löglegri þyngd og með löglega vélarstærð?
Í GT/RS eru nánast allar breytingar á fjöðrun bannaðar, það eina sem má gera er að skipta um gorma og dempara, má ekki breyta staðsetningu á stífum eða neitt slíkt þannig að ef bíllinn þinn kemur með vonlausa fjöðrun frá verksmiðju þá máttu ekki gera hann samkeppnishæfan við bíla sem koma ekki með jafn vonlausri fjöðrun frá verksmiðju.
Það er erfitt að gera öllum til geðs í flokkasmíði en mín skoðun er sú að það eigi bara að hafa einfaldar reglur sem er auðvelt að hafa eftirlit með.
Dodge:
Sammála þessari tillögu..
En afhverju er plexigler bannað?
maggifinn:
--- Quote from: "Dodge" ---Sammála þessari tillögu..
En afhverju er plexigler bannað?
--- End quote ---
Plexi brotnar í fleyga
HK RACING2:
Makrolon er líka fínt.nota það sjálfur mikið.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version