hvernig gengur með hana þessa?
Hún fór á hold í kreppunni þar sem gengið er ekki alltof hagstætt til varahlutakaupa frá DK en þar er framleitt meðal annars boddíhlutir í bjölluna.
Við feðgarnir höfum verið duglegir í að sanka að okkur varahlutum (ryðbætingarstykkjum) frá Fornbílaklúbbnum.
Annað project tók við sem ætlar að verða algjör martröð. Er að taka almennilega í gegn Pontiac Fiero ´84 Nú vantar mig bara DRIVE BY WIRE systemið svo ég geti klárað rafmagnið og sett bílinn saman. En ég verslaði 3800 series II úr ´99 Camaro í bílinn.