Author Topic: Camaro '84 "uppgerð"  (Read 3318 times)

Offline Toni Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 205
    • View Profile
    • Devil Racing
Camaro '84 "uppgerð"
« on: April 28, 2009, 22:37:41 »
Jæja þá er ég loksins farinn að gera eitthvað í bílnum, búinn að rífa, aðeins búið að fara yfir rafkerfið í húddinu, reif þjófavarnkerfið úr (ótrúlegt að það sé ekki búið að kvikna í þessum bíl útaf því) og er byrjaður að ryðbæta greyjið. Svo þegar lakkið er komið á þá fer ég í að skifta um hásingu, setja stóla úr 4th gen og skifta um bremsurnar á framan.  Svo keyfti ég í fyrra Corvettu krómfelgur en þarf spacera til að koma þeim undir, sé bara til hvort ég reyni að koma því undir í ár.

Tók myndir á símann hjá mér þannig að þær eru ekki alveg til að hrópa húrra fyrir

















Anton Ögmundsson
Camaro Z28 1984

Offline Chevy_Rat

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 669
    • View Profile
Re: Camaro '84 "uppgerð"
« Reply #1 on: April 29, 2009, 07:45:27 »
Flott að sjá þetta hjá þér Toni 8-) að þú sért að taka þann gamla algjörlega í gegn frá A-Z (sem einu sinni var gamli minn),Enda tími til kominn á það get ég ekki annað enn betur séð á þessum myndum!,Enn helvíti hefur hann haft vont af því að vera í seltunni í Reykjavík þann stutta tíma sem hann var þar!..ætti að banna þetta helvítis salt sem er orðið allstaðar í dag :evil: ,Verður án efa mjööög flottur hjá þér 8-) þegar þú ert búinn að klára uppgerðina á honum mér lýst bara :twisted: vel á þetta hjá þér!,Gleimdi alveg að kíkja á þig Vinur og bílinn þinn þegar ég var þarna á Höfn síðasta laugardag en ég þurfti aðeins að kíkja við hjá Svenna Vini mínum Devil Racing :twisted: en stoppaði bara allt of stutt við!,Verður gaman að fá að fylgjast með uppgerðinni á þessum og þú verður að vera duglegur að pósta inn myndum af því sem þú ert að gera við og breita í honum hjá þér!,Mér lýst líka vel á að þú ættlir að nota 4th gen dótarí í hann :wink:
« Last Edit: April 29, 2009, 08:28:44 by '71Chevy Nova »

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Camaro '84 "uppgerð"
« Reply #2 on: April 29, 2009, 08:46:47 »
Flottur!!  =D>
Einar Kristjánsson

Offline Camaro-Girl

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 445
    • View Profile
Re: Camaro '84 "uppgerð"
« Reply #3 on: April 30, 2009, 00:41:01 »
bsk og skemmtilegur gangi þér vel með hann
Tanja íris Vestmann

Offline Toni Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 205
    • View Profile
    • Devil Racing
Re: Camaro '84 "uppgerð"
« Reply #4 on: November 05, 2009, 16:43:03 »
Jæja fór í síðasta mánuði og náði í bílinn á Höfn og það er nokkuð mikið búið að gerast í honum eftir það :twisted: en samt alveg heill hellingur eftir. Er búinn að gera doldið meira heldur en þetta. Pósta því þegar ég er búinn að tæma myndavélina :D

Vélasalurinn orðinn hreinn og fínn, tilbúinn í að verða pússaður og sprautaður


Mótorinn orðinn hreinn og fínn, lak olía með ventlalokunum og milliheddinu.


Mátaði teppið, miðjustokkinn og sætin í, er nokkuð ánægður með útkomuna eins og er. en ef einhver veit um stykki á miðjustokkinn í kringum gírstöngina þá vantar mér það ;)


Hardcore skástífa hehehe. Með nýjum fóðringum og fínerýi

Anton Ögmundsson
Camaro Z28 1984