Jæja, loksins birtist mynd af þessum nafntogaða Camaro. Ég er nú enginn Camarogeschichtespezialist, en ég man ekki betur en að þessi sé annar af tveimur SS-396 Camaro af 2nd. gen. - bílum sem hingað komu. (sorry, sagði 1st. gen fyrst. Það var Freudian slip .....)
Þessi rann á lágum 11. Full house 454 með öllu. Eini Camaroinn með fullt hús stiga að mínum dómi. (Union Grove Dragway WIS, May 1993)
Mig minnir að þessi hafi verið dökk grænn, svartur að innan, sjálfskiptur með stóra shifternum (man ekki hvaða gælunafn var notað á hann af Gemsum) etc.
Málningin eða betrekkið á honum var tekið nánast óbreytt af forsíðu Hot Rod Pictorial bókar, sem var svona nokkurskonar myndaannáll ársins 1974, eða 1975, eða í þessu tilviki einhver þess háttar árbók frá Petersen Publishing Co á Sunset Boulevard í LA.
Myndin er sennilega tekin vorið 1977 eða þar um bil á stað þar sem nú heita Hádegismóar þar sem Morgunblaðið er nú búið að byggja sér höfuðstöðvar. rétt vestan við Rauðavatn, þar sem nokkrri vinir mínir fóru eina svakalegustu ökuferð sem sögur fara af .... á Oldsmobile Cutlass.
Cutlassinn náði þarna um 90 mílna hraða yfir móann, með dautt á vélinni - afturábak..... það var víst mjög spes að sjá Árbæinn hverfa frá framrúðunni í brúnni móðu blandaðri birkilaufi, lúpínu og ælu úr bílstjóranum .... sem var víst talsvert hræddur áhorfandi að eigin incompetence við stýrið á þessum líka fína Olds. Þeir sátu tveir afturí og sáu hvítt grindverk fljúga áleiðis yfir suðurandsveginn ásamt c.a. 3ja metra löngu jólatré og einn hrópaði: "Sh*t, það heyrist barasta ekkert í Kananum í þessum MF Olds!
Jæja, nóg af þessu kjaftæði, en eigandi þessa Camaro minnti mig alltaf á Warren Oates þegar hann ók spónanýjum 1970 GTO í Two Lane Blacktop í keppni við Dennis Wilson og James Taylor. Munnsöfnuðurinn var ekki síðri þegar hann var að segja teningum í Klúbbnum hvernig ýmsir kvartmílustúdentar í Reykjvík yrðu niðurlægðir.
Þá vantar bara einhvern þverhaus til að reka þetta allt til baka.
Say it isn´t so!