Author Topic: Bíll dagsins 28.sept Camaro  (Read 3774 times)

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Bíll dagsins 28.sept Camaro
« on: September 28, 2007, 14:54:13 »
Þetta er nátturlega með þeim "rosalegri" paint jobbum sem ég hef séð.

Annars veit ég engin deili á þessum bíl, myndin er sjálfsagt tekinn rétt fyrir 80, það hlýtur einhver Kamar sagnfræðingur að segja okkur allt um þennan. :lol:

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Bíll dagsins 28.sept Camaro
« Reply #1 on: September 28, 2007, 18:34:25 »
#-o
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
SS ??
« Reply #2 on: September 28, 2007, 22:55:43 »
Jæja, loksins birtist mynd af þessum nafntogaða Camaro. Ég er nú enginn Camarogeschichtespezialist, en ég man ekki betur en að þessi sé annar af tveimur SS-396 Camaro af 2nd. gen. - bílum sem hingað komu. (sorry, sagði 1st. gen fyrst. Það var Freudian slip .....)



Þessi rann á lágum 11. Full house 454 með öllu. Eini Camaroinn með fullt hús stiga að mínum dómi.  (Union Grove Dragway WIS, May 1993)

Mig minnir að þessi hafi verið dökk grænn, svartur að innan, sjálfskiptur með stóra shifternum (man ekki hvaða gælunafn var notað á hann af Gemsum) etc.

Málningin eða betrekkið á honum var tekið nánast óbreytt af forsíðu Hot Rod Pictorial bókar, sem var svona nokkurskonar myndaannáll ársins 1974, eða 1975, eða í þessu tilviki einhver þess háttar árbók frá Petersen Publishing Co á Sunset Boulevard í LA.

Myndin er sennilega tekin vorið 1977 eða þar um bil á stað þar sem nú heita Hádegismóar  þar sem Morgunblaðið er nú búið að byggja sér höfuðstöðvar. rétt vestan við Rauðavatn, þar sem nokkrri vinir mínir fóru eina svakalegustu ökuferð sem sögur fara af .... á Oldsmobile Cutlass.

Cutlassinn náði þarna um 90 mílna hraða yfir móann, með dautt á vélinni - afturábak..... það var víst mjög spes að sjá Árbæinn hverfa frá framrúðunni í brúnni móðu blandaðri birkilaufi, lúpínu og ælu úr bílstjóranum .... sem var víst talsvert hræddur áhorfandi að eigin incompetence við stýrið á þessum líka fína Olds. Þeir sátu tveir afturí og sáu hvítt grindverk fljúga áleiðis yfir suðurandsveginn ásamt c.a. 3ja metra löngu jólatré og einn hrópaði: "Sh*t, það heyrist barasta ekkert í Kananum í þessum MF Olds!

Jæja, nóg af þessu kjaftæði, en eigandi þessa Camaro minnti mig alltaf á Warren Oates þegar hann ók spónanýjum 1970 GTO í Two Lane Blacktop í keppni við Dennis Wilson og James Taylor. Munnsöfnuðurinn var ekki síðri þegar hann var að segja teningum í Klúbbnum hvernig ýmsir kvartmílustúdentar í Reykjvík yrðu niðurlægðir.

Þá vantar bara einhvern þverhaus til að reka þetta allt til baka.

Say it isn´t so!

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Bíll dagsins 28.sept Camaro
« Reply #3 on: September 28, 2007, 23:09:38 »
Magnað, vorum einmitt að bíða eftir fróðleik um þennan bíl þar sem við vissum ekkert um hann.

Þetta er nú samt 2 gen :roll:  8)

Bestu kveðjur að norðan!

Björgvin

Offline 10,98 Nova

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Camaro HINN SS
« Reply #4 on: September 29, 2007, 00:46:32 »
Er þetta ekki Camaroinn sem verið var að ræða um hér um daginn. Bíllinn sem var í Hafnarfirði og stóð á Ölduslóðinni .
Það eru allavega stórir brettakantar og SS merki í grillinu.
Er þessi bíll ekki núna fyrir norðan.


K.V Benni
Benedikt Bergmann.

69 Chevelle 283 G 11902
69 Chevelle 355 Fi-890
71 Chevelle 350 ?
70 Nova Super Sport 355 ?
68 Camaro 350 Bi-232
68 Camaro 327 Ax-811

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
Svarið er?
« Reply #5 on: September 29, 2007, 00:53:07 »
Finndu H-1248 og þá ertu með svarið.

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Bíll dagsins 28.sept Camaro
« Reply #6 on: September 29, 2007, 01:27:18 »
H-1248         er bara einhver  VAUXHALL

Offline Maverick70

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 765
    • View Profile
Bíll dagsins 28.sept Camaro
« Reply #7 on: September 29, 2007, 16:22:50 »
H-1248
1965 vw bjalla
                   

Heimir Kj.

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
H-1248
« Reply #8 on: September 29, 2007, 23:13:32 »
H-1248 var upprunalega númerið á þessum fyrri af tveimur SS396 2nd gen. Camaro bílum sem hingað komu uppúr 1972-3.

H1248 var upprunalega medium brúnn með ivory axlabönd og sennilega rauðbrúnn eða svartur að innan. Perfect græja þangað til hann fékk á sig þetta magic touch hins íslenska bílaáhugamanns og var málaður svartur og sennilega það ægilegast af öllu ægilegu, næst á eftir því að vera eftisóknarverðasti bíllinn á Djúpavogi .............. PLUUSSSSSSS (:,

Offline JONNI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 612
    • View Profile
    • http://www.jonassonmotorsports.com
Re: H-1248
« Reply #9 on: September 30, 2007, 00:15:33 »
Quote from: "Guðmundur Kjartansso"
H-1248 var upprunalega númerið á þessum fyrri af tveimur SS396 2nd gen. Camaro bílum sem hingað komu uppúr 1972-3.

H1248 var upprunalega medium brúnn með ivory axlabönd og sennilega rauðbrúnn eða svartur að innan. Perfect græja þangað til hann fékk á sig þetta magic touch hins íslenska bílaáhugamanns og var málaður svartur og sennilega það ægilegast af öllu ægilegu, næst á eftir því að vera eftisóknarverðasti bíllinn á Djúpavogi .............. PLUUSSSSSSS (:,


Nei hættu nú alveg GK.
Það er greinilegt að það er farið að slá úti fyrir mönnum.

Þessi Brúni er einn af 2 71 ss 396 Camaroum sem komu, þessi brúni var svartur að innan og Pabbi (Jónas) og Biggi Bakari máluðu þessar rendur á hann.
Hann var síðar málaður svartur, L88 Motion húdd, 454 LS6 vél sett í sem keypt var í Motion.

402 vélin fór í gulan röndóttan 67-68 Firebird á Akureyri

Innréttingin var úr 75 LT bíl, eða allavega sætin, sem pabbi náði í á junk yard í usa.

Smíðað var nýtt mælaborð því að original ruslið virkaði ekki sem skildi.

Stokkur og fleira var einnig tekið úr því ekki var í tísku að hafa stokka í þá daga.

Humm ég er eflaust að gleyma einhverju.

En áður en menn fara að telja sig sem einhverjar Íslenskar alfræðiorða bækur er sennilega best að vita einhverjar staðreyndir............frekar en bull.

Þess má geta að hinn 71 SS bíllinn var ljós grænn, svipaður og 69 camaroinn hans Ara, og brúnn að innan í taui og sjálfskiptur.

Kveðja,

Jonni
1972 Stingray Corvette 434 TKO 600
1972 Vega GT LS1 T56
1993 Trans Am 383 T56
1970 Trans Am RA3

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Bíll dagsins 28.sept Camaro
« Reply #10 on: September 30, 2007, 03:44:35 »
Það er önnur umræða um þessa bíla undir Camaro 396 SS
hér á spjallinu.

Ég man vel eftir ljósgræna hann var í réttingu á verkstæði
sem ég vann á, þá var skipt um bílstjórahurð og annað
"rétt". Í minninguni er eins og það hafi verið leður
innrétting ljósbrún, gott að þrífa eftir eftir rykvinnuna.

Annars var það talið betra að færa bílinn reglulega, ef það var
opnuð málingadós eða eitthvað annað=smá joyride.

joi
Jóhann Sæmundsson.