Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

RS flokkur - reglubreyting

<< < (5/7) > >>

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Grétar.

Já ég gagnrýndi það að allar þær tilllögur sem komu fram voru ekki bornar fram á aðalfundi, sem átti að gera samkvæmt lögum klúbbsins. :!:
Stjórnin getur ekki breytt lögum félagsins eftir eigin geðþótta.
Það var líka skrítið að heyra ekki betri rökstuðning frá stjórn en að tilllögu væri hafnað út af "pólitískum ástæðum".
Þegar svoleiðis er sagt þýðir það að tilllögu er hafnað bara til að hafna henni og engar sérstakar ástæður liggja það á bakvið, nema það að stjón vill einhverra hluta vegna ekki láta viðkomandi tillögu koma fram.
Slík má þarf að rökstyðja mjög gaumgjæfilega, sem í þessu tilfelli var ekki gert.
Það var einmitt hugsunin að aðalfundur og þá félagsmenn ættu að velja og hafna ef að tilllögur sköruðust eða hvort að það væri einhver glóra í tilllögunum.
Þetta er bara spurning um þessa gömlu forræðishyggju sem er að tröllríða öllu í dag. :idea:
Þarna áttu félagsmenn að velja þann kost sem þeim fannst bestur en ekki láta stjórn ráða sem er reyndar það sama og gildir í dag.
Nú hins vegar er búið að breyta lögum klúbbsins og nefnd óháð stjórn tekur tilllögur til skoðunar, og er það vel.
Þetta á vafalaust eftir að breytast þegar nýtt landssamband verður stofnað þar sem þá tekur það mjög sennilega við öllu í sambandi við reglur.

fordfjarkinn:
Sæll Nóni minn ég bjóst nú ekki við öðru en að þú myndir banna mig frá reglu nemd á einhverjum hæpnum forsendum. Enn svona er þetta víst í konungsríkjum og hjá kommúnistum.

Ekki skrifa á netið það sem þú heldur að ég ætli að gera eða hugsi. Ég get alveg séð um það sjálfur takk fyrir.

Strákar mínir ekki vera hræddir um að ég sé svo illa lnnrættur að skilda ykkur til að nota Racebensín. Mín hugmynd er aðallega að menn hafi val um hvort þeir vilji nota race eða einhvað annað. Þannig td í einum Turbo flokk væri það leift. Þá gætu þeir sem vilja vera á keppnisbensíni verið á því og hinir í öðrum Turbo flokk.

Ég hef nefnilega verið haldin ( virðist vera) þeim misskilngi að þetta sé keppnissport.

Kv. teddi@racebensín.com

1965 Chevy II:
Stjórnin þarf að funda um hverjir eiga að koma að þessu,Nóni ræður þessu ekki einn og getur ekki bannað þér að vera með.

Er stjórnin búin að ræða þetta og skipa menn í nefndina?

Þó Teddi vilji race bensín þá endar sú ákvörðun sem aðrar alltaf hjá félagsmönnum á aðalfundi,engin ástæða til að útiloka hann.

1965 Chevy II:
Réttast væri að stjórnin auglísti eftir fólki í þetta og svo myndu áhugasamir senda inn umsókn í email og stjórnin svo velja úr því á fundi.

Just my 2cents

Nóni:
Bíddu Teddi, þú verður að lesa það sem ég skrifaði.

Ég skrifaði.........

"En Teddi minn, ef þú verður í þessari nefnd þá verður reisbensín frá ykkur skylda í öllum flokkum :lol: "


Ef þú skilur þetta ekki sem létt skot á þig þá þarftu hjálp frá öðrum en mér.  Gerðu það fyrir mig, farðu nú ekki að gera þetta persónulegt bara af því að þú ert eitthvað súr út í mig.


Frikki er hins vegar með þetta á hreinu því að ég get engum bannað að vera í nefndinni.  Það vantar hins vegar sýnist mér breytinguna á lögunum inn á netið, ég man ekki hvernig á að velja eða kjósa í þessa nefnd.  Frikki ert þú ekki með tillöguna eins og hún var samþykkt.


Kv. Nóni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version