Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
RS flokkur - reglubreyting
otomas:
Hvernig líst RS mönnum á að leggja til við stjórnina að fella úr gildi takmarkanir á bensíni í flokknum fyrir næsta sumar?
Í mörgum tilfellum eru menn með litlar en mikið breyttar vélar sem búið er að eyða miklu í, en þurfa svo að keyra á ónýtu dælu bensíni.
Hvað segir Biggi RS-kóngur um þetta, lítur út fyrir að vélin þín sé ekkert á móti því að fá eitthvað almennilegt að drekka :wink:
baldur:
Þetta er flokkur fyrir götubíla, þar með eiga þeir að keyra á því eldsneyti sem þeir gætu keyrt á götunni með :!:
Daníel Már:
Ég myndi ekki vilja þetta og já einsog baldur segir þetta er fyrir götubíla og ef það á að breyta þessu þá ætti frekar að gera það fyrir GT flokk
baldur:
GT flokkurinn er nú bara líka fyrir götubíla, bara með stærri vélar og á mýkri dekkjum.
Nóni:
--- Quote from: "otomas" ---Hvernig líst RS mönnum á að leggja til við stjórnina að fella úr gildi takmarkanir á bensíni í flokknum fyrir næsta sumar?
Í mörgum tilfellum eru menn með litlar en mikið breyttar vélar sem búið er að eyða miklu í, en þurfa svo að keyra á ónýtu dælu bensíni.
Hvað segir Biggi RS-kóngur um þetta, lítur út fyrir að vélin þín sé ekkert á móti því að fá eitthvað almennilegt að drekka :wink:
--- End quote ---
Segðu okkur frekar af hverju þú mættir ekki í síðustu keppnina!
Segðu okkur líka hvað er svona gott við þetta, ertu kannski búinn að prófa?
Orðið á götunni segir að sumum sé ekki boðið heim í kaffi heldur bensín.
Á síðasta aðalfundi var samþykkt að stofna reglunefnd sem myndi fara með þessi mál en ennþá hefur ekki nema einn boðið sig fram í hana. Þér er líka velkomið að gera tillögu um þetta, mér sýnist nú bara að þér hafi gengið bærilega á dælubensíni, eða varstu ekki á því?
Kv. Nóni
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version