Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Á bílasölunni...
GunniCamaro:
Nokkuð góður en samt ekki alveg rétt, ég coperaði úr Camarogreininni minni um 1968 SS :
"Super Sport, var kraftapakki (performance) með grunnútliti og innréttingu, með upphleypt húdd með gerviristum og hvítri eða svartri sportrönd utan um framendann og með 350cu.in 295hp vél. og SS-396/325hp. big block og 350 og 375 hp. en loftkæling var ekki fáanleg með big block, en annars var SS með stífari fjöðrun, 12 bolta hásingu og margblaðafjaðrir. SS merki komu á sama stað og rs merkin. Síðan var hægt að panta RS/SS pakka saman þar sem þeir pössuðu saman og þá voru SS merkin notuð, en SS og Z-28 var ekki hægt að panta saman."
Þegar Ómar birtist með SS merkin á bílnum á sínum tíma sagði ég við hann að nú myndi hann koma af stað kjaftasögum um að bíllinn hans væri SS og mig minnir að hann hafi ekki gefið mikið fyrir þessi merki, þetta væri meira í gríni en alvöru.
Svo er búið að hræra svo mikið í þessum bíl að ef hann hefði einhvern tímann verið SS væri það löngu farið úr honum.
Svo er nýinnflutti 68 RS/SS með 10 bolta hásingu og einblaðafjaðrir sem bendir til þess að sá bíll sé upphaflega RS bíll með SS merkjum, sá bíll er samkvæmt trim tag plötunni upphaflega gull-litur án vínil með gulllitaðri innréttingu en er núna rauður með vínil og svartri innréttingu þannig að eitthvað er búið að eiga við hann.
Af SS bílum af fyrstu kynslóðinni (67-69) hérna eru 2 stk. 67 til , enginn 68 og 1 stk. var til af 69 SS en var klesstur fyrir mörgum áratugum og dreifðist hann í marga Camaro.
Kiddi:
Strákar ekki efast um kunnáttu GunnaCamaro þegar kemur að camaro fræðunum.. Hann lifir, nærist og þrýfst á þessum kóðum og númerum..
PS. Passið að hafa réttu merkin á bílunum ykkar :mrgreen:
ljotikall:
ok eg játa mig sigraðan og skal trúa þvi ad hann se ekki orginal ss... ætla ekki ad stofna til leiðinda um mal sem eg veit augljoslega minna um :oops:
GunniCamaro:
Ekkert vandamál, engin leiðindi, ljótikall, þetta er að koma upp oftar með aukningu á clone, recreation, tribute og hvað þeir kalla þá í USA en þetta sést vel á ebay en þar eru margir "falsaðir" bílar til og eitthvað horfa menn til þessa gömlu tryllitækisnafna á gerðunum, t.d. GTO R/T GT RS SS YENKO Z-28 o. fl. en það liggur við að þeir "fölsuðu" séu fleiri til sölu á ebay en þeir original.
Svo er nú Kiddi eitthvað að skjóta á mig en á meðan sumir hafa gaman af nútímalegum breyttum köggum hafa aðrir gaman af original muscle bílunum því þeim fylgir oft mikil saga og enn að koma ýmislegt í ljós og gaman að fræðast um þá.
íbbiM:
maður skilur það nú samt vel að menn sem eru nánast að nýmsíða bíla uppá nýtt smíði þá bara eins og þeir vilja hafa þá, þetta er ekkert öðruvísi, ég er sjálfur búnað troða SS dóti á Z28 camaroinn minn af því að mér finnst það fallegra
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version