Mitt fyrsta hjól var Suzuki Gsx-R 1000 árgerð 2001 svart/grátt á litinn með gulu R, held ég að það sé það eina sem að er í þessum litum hérna á íslandi allavega var okkur sagt það og fékk ég það afhent 1 maí 2008, nýsprautað og flott, keypti það af bróður mínum en asnaðist að leyfa vinnifélaga mínum að prófa það í júlí og hann var 1 mínútu að detta á því en marr lærði þó af því, "ALDREI LÁNA EÐA LEYFA PRÓFA HJÓLIÐ ÞITT" en ég keypti síðan mitt annað hjól 2008 og varð fyrir valinu suzuki Gsx-R 1000 árg 2006 með ýmsum tilheyrandi aukabúnaði, fyrri eigandi talaði um að Davíð ólafsson hafi farið á því á 9.5 sek míluna, en hef nú ekki fengið það staðfest ennþá allavega en er hrikalega sáttur með hjólið