ég borgaði 5000 kall einhverntíman fyrr á árinu, þessi 5000 kall rann til Kvartmíluklúbbsins, í staðinn fékk ég aðild að klúbbnum, allskyns fríðindi, get rifið mig hérna á spjallinu án þess að eiga á hættu að verða útskúfað (im a member ye know),
svo var ég á rúntinum eitthvað kvöldið í sumar og ákvað að kíkja upp á braut, jú, viti menn,, það var æfing í gangi.
Mér var bara smellt upp á braut, tússað á framrúðuna og bara sagt að prófa græjuna, (mótorhjól), ég tók slatta af rönnum og skemmti mér konunglega, fullt af hressu fólki þarna, bæði á bílum og hjólum, maður fékk svaka útrás þarna heilt kvöld og keyrði svo heim þreyttur og glaður..
ég hef bara mætt á þessa einu æfingu í sumar, aldrei keppt i sumar, en ég get með fullri sannfæringu sagt að þetta var 5000 króna virði.. (allavega fékk ég meira út úr þessum 5000 kalli heldur en 50.000 kallinum sem ég fékk í sekt fyrir að aka á 100km hraða á Reykjavíkurveginum).
Ef mönnum langar að spyrna, leika sér á græjunum sínum og að ógleymdu vera með öðrum bensínhausum þá er þetta málið, við höfum ekki enn kappakstursbraut þannig að kvartmílan er lausnin í dag.