gott að heyra að þú sért ekki dónalegur
það er bara eitt vandmál í íslensku mótorsporti.. PÓLÍTÍK...
menn eru búnir að gleyma því að lang flestir sem stunda mótorsport á íslandi eru að gera það af áhuga og hugsjón, ekki er verðlaunafé sem menn lifa af og spons er lítið og oftast lélegt miðað við þann kostnað sem menn leggja í þetta.
hinsvegar hafa undanfarin ár valist sumsstaðar menn í stjórnir sem hugsa með veskinu eða einhverri furðulegri fortíðarhyggju.
Annað hvort þurfa þessir menn að grafa stríðsaxirnar eða einfaldlega að stíga af stól. Íslenskt mótorsport má ekki við svona þrasi og rugli.
Hinsvegar eru menn líka innan um sem vinna alveg fáránlega óeigingjarnt starf, og oftar en ekki fá þessir menn bara skítkast að launum.
bara my 5 cents..