Author Topic: Fornbíla spyrna  (Read 27167 times)

Gizmo

  • Guest
Fornbíla spyrna
« Reply #20 on: September 17, 2007, 11:40:46 »
þegar Chryslerinn var með spólvörnina á þá átti ég ekki séns.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #21 on: September 17, 2007, 17:25:28 »
Oldsinn flottur hjá þér

En guli GTOinn fannst mér sjúklega töff

Og hvaða linkind var þetta í mönnum að mæta með bílana sína en horfa svo bara á  :?:

Og BTW, þessi braut er ekki hæf neinu yfir 35 hestöflum og ættu menn að hafa það til hliðsjónar ef menn vilja gera svona aftur  :wink:

Bara mæta með gamlingjana upp á kvartmílubraut, hún hæfir tréfelgunum líka  :wink:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #22 on: September 17, 2007, 22:37:58 »
Hver var það sem tók út brautina og gaf leyfi á þetta.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #23 on: September 17, 2007, 23:35:01 »
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Hver var það sem tók út brautina og gaf leyfi á þetta.


LÍA??  :lol:
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #24 on: September 18, 2007, 10:21:49 »
Er ekki bara ágætt að leyfa mönnum og konum að vera ánægð með það sem var gert þarna, þetta var ekki nein heimsmeistarakeppni heldur var þetta til gamans gert til að minnast upphafs kvartmílunnar á Íslandi, og ég held að fólk ætti frekar að þakka þessu fólki fyrir að hafa reynt að starta þessu á sínum tíma frekar en að rakka þetta niður.

Það skiptir einfaldlega engu máli hver tók út hvað og hver leyfði hvað, það er nákvæmlega engin hætta á því að hinn venjulegi fornbílamaður fari að standa í þessu tryggingaviðaukarugli og öðru sem þessu fylgir til að keppa í hefðbundinni kvartmílu.

Er virkilega ekki hægt að samgleðjast þessu fólki bara fyrir að halda góðan dag þarna í staðinn fyrir að röfla og rugla um eitthvað sem skiptir engu máli ?

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
Fornbíla spyrna
« Reply #25 on: September 18, 2007, 10:38:34 »
Ekki að ég vilji blanda mér mikið í það, en það er bara pirrandi þegar þessi handónýta braut sem pattersonvöllurinn er fær leyfi en ekki við þegar við þurfum að halda keppni, ég held að það sé það eina sem búi á bakvið þetta, og ágætt að fá að vita hver gaf leyfið til að geta spurt hann hvað sé verra á kvartmílubrautinni heldur en á pattersonvellinum þegar við þurfum að fá keppnisleyfi.
Er það ekki skrýtið? :)
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #26 on: September 18, 2007, 11:22:19 »
Quote from: "nonni400"
Er ekki bara ágætt að leyfa mönnum og konum að vera ánægð með það sem var gert þarna, þetta var ekki nein heimsmeistarakeppni heldur var þetta til gamans gert til að minnast upphafs kvartmílunnar á Íslandi, og ég held að fólk ætti frekar að þakka þessu fólki fyrir að hafa reynt að starta þessu á sínum tíma frekar en að rakka þetta niður.

Það skiptir einfaldlega engu máli hver tók út hvað og hver leyfði hvað, það er nákvæmlega engin hætta á því að hinn venjulegi fornbílamaður fari að standa í þessu tryggingaviðaukarugli og öðru sem þessu fylgir til að keppa í hefðbundinni kvartmílu.

Er virkilega ekki hægt að samgleðjast þessu fólki bara fyrir að halda góðan dag þarna í staðinn fyrir að röfla og rugla um eitthvað sem skiptir engu máli ?


Sammála þessu, þetta var bara svona minningar spyrna og ekkert annað.




 :?
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Fornbíla spyrna
« Reply #27 on: September 18, 2007, 11:40:54 »
hverslags dónatónn er þetta í þér Adler?

Ég skil mjög vel að menn spyrji um leyfismál, öryggismál ofl. þegar svona atburður á sér stað.

Ég stóð í því nokkum sinnum í sumar ásamt fleirum að halda svokallaðar Road Race æfingar fyrir bifhjól, öryggiskröfurnar voru miklar og þetta er heljarinnar vinna og kostnaður.

Ef það er nóg að kalla þetta "minningar" eitthvað þá höldum við bara næstu "minningar" Road Race æfingu næsta sumar á Reykjanesbrautinni..

Það er ekki hægt að ætlast til að sumir þurfi að uppfylla allar heimsins reglur meðan aðrir yppa bara öxlum og gera það sem þeim sýnist.
Atli Már Jóhannsson

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #28 on: September 18, 2007, 12:37:23 »
*******
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #29 on: September 18, 2007, 12:48:53 »
Ég stoppaði nú bara þarna í korter eða svo og verð að segja að þetta var óskup saklaust

En spyrna er spyrna og því ætti svona að fara sömu leið í gegnum kerfið og allar aðrar spyrnur.

Auk þess held ég að þetta hefði fljótt orðið mjög hættulegt ef Frikki, Rúdolf og aðrir sem eiga mjög öfluga FORNBÍLA hefðu mætt  :wink:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Fornbíla spyrna
« Reply #30 on: September 18, 2007, 12:51:58 »
gott að heyra að þú sért ekki dónalegur  :D

það er bara eitt vandmál í íslensku mótorsporti.. PÓLÍTÍK...

menn eru búnir að gleyma því að lang flestir sem stunda mótorsport á íslandi eru að gera það af áhuga og hugsjón, ekki er verðlaunafé sem menn lifa af og spons er lítið og oftast lélegt miðað við þann kostnað sem menn leggja í þetta.

hinsvegar hafa undanfarin ár valist sumsstaðar menn í stjórnir sem hugsa með veskinu eða einhverri furðulegri fortíðarhyggju.
Annað hvort þurfa þessir menn að grafa stríðsaxirnar eða einfaldlega að stíga af stól.  Íslenskt mótorsport má ekki við svona þrasi og rugli.

Hinsvegar eru menn líka innan um sem vinna alveg fáránlega óeigingjarnt starf, og oftar en ekki fá þessir menn bara skítkast að launum.

bara my 5 cents..
Atli Már Jóhannsson

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #31 on: September 18, 2007, 16:35:26 »
ADLER
Ég er ekki með neitt skítkast þó ég vilji fá aðeins meiri upplýsingar um leyfismál á Pattersonvelli.
Mér finnst þetta mjög sniðugt og gott framtak að halda upp á þetta.
Hinsvegar finnst mér aðstaðan ekki vera góð þarna og þess vegna var ég að spurja.
Ég er og hef ekki verið að reyna á neinn hátt að rakka þetta niður.
Fornbílar hafa ekki fengið tryggingarviðauka á brautina okkar nema að taka þá af fornbílatryggingu. Af þeim sökum var ég forvitinn um þetta því þetta var jú fordæmi um ónauðsynlegar tryggingaviðbætur.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #32 on: September 18, 2007, 17:04:30 »
Quote from: "ADLER"


Sorry ég er ekki svona dónalegur í raun.
En það er kannski allt í lagi að reyna að halda umræðum á jákvæðum grunni án þess að vera alltaf að velta upp einhverrju sem veldur leiðindum.

Og því miður þá er það trúlega það sem veldur því að þessi klúbbur er svoldið sundurlaus á köflum.

Það er nefnilega svo fjandi auðvelt að vera neikvæður og leiðinlegur en það er talsvert meiri vinna sem þarf að leggja í jákvæða hugsun.
Og því miður þá er neikvætt og leiðinlegt  fólk í meirihluta á þessu landi eins og það leggur sig.

 :cry:


Og í hvorum hópnum ert þú sjálfur?

Err
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #33 on: September 18, 2007, 20:35:30 »
********
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline Gunnar M Ólafsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 218
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #34 on: September 18, 2007, 20:43:28 »
Það hefur um langan tíma sárlega vantað í fornbílamenninguna/bílamenninguna hér heima að hinn almenni fornbílamaður/bílamaður  hvar í klúbbi sem hann stendur eigi aðgang að kvartmílubraut sem hann með sínum klúbb eða félögum á kost á að taka spyrnur og fá mældan tíma. Hann á ekki endilega að þurfa að vera félagi í kvartmíluklúbb eða neinum klúbb ef því er að skifta. Rekstraraðilar brautarinnar eiga að geta selt allt sem til þarf á staðnum ( hjálm,tryggingu,leyfi/leyfisveitingu skv reglum.......) og haft af því tekjur. Þessu fyrirkomulagi ættu allir klúbbar að vinna að sameiginlega

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #35 on: September 18, 2007, 20:50:56 »
Er það ekki akkúrat þetta sem þeir eru gera uppá rallýkrossbraut,selja mönnum aðgang að brautinni?
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #36 on: September 18, 2007, 20:52:01 »
Quote from: "motors"
Er það ekki akkúrat þetta sem þeir eru gera uppá rallýkrossbraut,selja mönnum aðgang að brautinni?

það er 5000 kr. í klúbbinn þar og 1000 krónur per skipti svo eftir það ef ég man rétt..

Sama fyrirkomulag og hjá okkur mætti segja, fyrir utan það að það kostar ekki þennan 1000 kall að keyra hjá okkur...:)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #37 on: September 18, 2007, 20:57:31 »
ég sé ekkert rangt við það að til að nota kvartmílubrautina skuli maður vera meðlimur í kvartmíluklúbbnum
ívar markússon
www.camaro.is

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #38 on: September 18, 2007, 20:58:13 »
Ok. :)
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline Gunnar M Ólafsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 218
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #39 on: September 18, 2007, 21:11:30 »
Quote from: "íbbiM"
ég sé ekkert rangt við það að til að nota kvartmílubrautina skuli maður vera meðlimur í kvartmíluklúbbnum


Það er alls ekki heldur þannig.

En það gæti orðið umtalsverð aukning á tekjum Kvartmíluklúbbsins ef tækist að breyta þessu,það eru nefnilega margir bílar til en eigendurnir nenna ekki að standa í þessu veseni með tryggingarviðauka,tryggingar, inngöngu í Kvartmíluklúbbinn ofl, bara til að mæta X sinnum upp á braut á ári sér til gamans.