Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll dagsins 12.09.07 - ´68-´69 GTO

<< < (2/4) > >>

Leon:
Ég heyrði að það væru tveir ´69 GTO á Selfossi,
getur þetta ekki verið annar þeirra :?:

Gunnar M Ólafsson:
Ég held að þettað sé þessi http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=19232
það er að sjá eins og að grillið sé með ljósalokur sem standa  opnar enda gripurinn greinilega farinn að láta ásjá

Bílarnir sem eru á Selfossi er hægt að skoða á þessari síðu
http://gislisk.googlepages.com/home

Anton Ólafsson:
Einn gto til viðbótar...
Tekinn á sýningunni 77

Kiddi:

--- Quote from: "Anton Ólafsson" ---Einn gto til viðbótar...
Tekinn á sýningunni 77
--- End quote ---


Þetta er annar Selfoss bíllinn, er gulur í dag og stendur inn í skúr... soldið riðgaður :(

Kiddi:
Svona til "gamans", þá var haugur af varahlutum sem ég fékk með bílnum mínum, sem bentu til þess að það hafa margir svona bílar verið rifnir í spað og varahlutirnir úr þeim notaðir í heilu bílana....
Ég fékk varhluti með, sem komu úr eftirfarandi bílum:

68 GTO (grænn stuðari (68 er með pontiac merki á stuðaranum))
68 GTO (frambretti sem hefur verið gult en orginal verdero green)
68 Lemans/tempest (framstuðari)
69 Lemans (afturljós.... ekki sömu ljós og á tempest, hvað þá GTO)
69-72 Pontiac stýristúpu og stýri úr bíl sem hefur verið með bláa innréttingu!!
69-70 GTO húdd (rautt, sem var einusinni gulllitað, grænt o.fl. litir :-) )
68 GTO húdd (af bláa bílnum sem pabbi reif smá úr og hennti)
69 GTO stólar og aftursæti (dökkgræn... gætu verið úr bílnum fyrir ofan)

Svo var varahlutum stolið úr/frá bílnum mínum í kringum 86-93 ca..... S.s
68-69 GTO hideaway stuðari ásamt center console o.fl. dóti

KR

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version