Author Topic: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro  (Read 18668 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« on: September 04, 2007, 21:05:21 »
Datt í hug að búa til svona, "Bíll Dagsins" þráð og starta þannig umræðu um gleymda og jafnvel löngu grafna jálka. Ég fékk í hendurnar um 1.200-1.400 myndir frá hinum mikla meistara, Eirík í Bílamálun BB og er ég að hefjast handa við að koma þeim á netið.

Ætlunin er að hafa einn bíl á dag í umræðu þangað til ég uppfæri vefinn. Þannig að þið gömlu jaxlar þarna hinum megin við skjáinn sem lesið spjallið og skrifið sjaldan, liðkið nú á ykkur puttana og farið að skrifa, og látið félaga ykkar vita. Reynum að ná af stað gömlu umræðunum sem einkenndu spjallið hérna í upphafi þess! 8)

1969 Chevrolet Camaro
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #1 on: September 04, 2007, 21:16:58 »
hvað kom fyrir þennan?
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #2 on: September 04, 2007, 21:29:06 »
Quote from: "edsel"
hvað kom fyrir þennan?
Feit kelling sem datt á hann.
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #3 on: September 04, 2007, 21:34:01 »
þetta er góð hugmynd meira svona  :D
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #4 on: September 04, 2007, 21:39:37 »
Quote from: "HK RACING2"
Quote from: "edsel"
hvað kom fyrir þennan?
Feit kelling sem datt á hann.


Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

AlliBird

  • Guest
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #5 on: September 04, 2007, 22:18:54 »
Chevrolet.... - hann keyrði á flugu...  :roll:

Offline JONNI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 612
    • View Profile
    • http://www.jonassonmotorsports.com
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #6 on: September 04, 2007, 23:25:01 »
Helvíti eru þetta nú kuldalegar myndir
1972 Stingray Corvette 434 TKO 600
1972 Vega GT LS1 T56
1993 Trans Am 383 T56
1970 Trans Am RA3

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #7 on: September 05, 2007, 10:31:28 »
Ætli það sé ekki best að segja ykkur það sem ég veit um þennan bíl.
Þennan bíl sá ég ca. 1981 niður í Skeifunni hjá Dóra Úlfars, en hann er frægastur fyrir að hafa keppt á 68 camaro í rallý og gekk nokkuð vel þangað til rúðupissbaukurinn losnaði og fór í viftuspaðann.
Dóri hafði keypt þennan 69 bíl til að nota í varahluti í rallybílinn (sem endaði hjá Jóni Eyjólfs hjá Benna en "that´s another story")
Ég keypti af Dóra vatnskassann til að nota í 69 camaroinn sem ég átti þá en þessi blái var 6 syl. 3. gíra í gólfi.
Dóri seldi hann einhverjum og síðan kaupir Svavar vinur minn bílinn ca. 1981, þá er bíllinn orðinn framstæðu- véla- og kassalaus.  Svavar ætlaði að nota hann sem varahlutabíl fyrir 69 RS sinn en það var víst eitthvað lítið sem hann notaði.
Bíllinn var víst orðinn frekar ryðgaður en Svavar á enn bílstjórahurðina en restinni henti hann en hann hefur oft sagt að hann átti ýmislegt grams til að búa til nokkuð heillegan bíl en á þessum tíma var vesen að geyma bílinn og auk þess beið hinn bíllinn (RS) eftir uppgerð, en í dag er þetta allt annað með geymslupláss, aðföng og varahluti þannig að ég átti að skila afsökunarbeiðni frá Svavari fyrir að henda bílnum.
Þá vitið þið það, en svo þið fáið ekki einhverjar grillur um einhverja "týnda camaroa inni í hlöðu" að þá eru til 7 stk. af 69 árg. hér:
1. 69 RS hans Svavars
2. Yenco clone hans Harrýs
3. Racerinn hans Ara Jóhannes
4. Guli "Tómstundahús" camaroinn
5. Rauði sem er á Akureyri (sem er merkilegastur fyrir það að hafa verið stýrisskiptur
6. Pro streetinn hans Þórðar
7. Hunts racerinn
Sem dæmi um nokkra fallna "vini" : gamli minn, þessi blái, alvöru SS sem var rifinn eftir árekstur, rauður RS bíll sem var á Selfossi, einn svartur með RS/SS húdd og grill (clone), svo heyrði ég af einum RS á Astfjörðum sem var svo ryðgaður að honum var breytt í kerru á sveitabæ, en hvort það er satt eða ekki veit ég ekki.
Það eru myndir af sumum þessara bíla á síðunni hans Mola, nokkrir eru þarna í ýmsum litum í gegnum tíðina.
Gunnar Ævarsson

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #8 on: September 05, 2007, 16:49:15 »
Gaman að þessu Gunni, þú virðist þekkja þetta betur en nokkur annar þegar kemur að Camaro! 8)

Þrír í viðbót fyrir þig!
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline burgundy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 318
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #9 on: September 05, 2007, 18:02:10 »
Það er gaman að þessu, meira svona :smt041
Þorvarður Ólafsson

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #10 on: September 05, 2007, 19:59:49 »
Þetta er fín hugmynd Moli!

Þessi guli í miðmynd síðustu syrpu er líklega sami bíll og Ari á núna.  Var það ekki Harry Hólmgeirss sem gerði hann gulann (rendurnar eru þó ekki frá honum komnar)?
Annað; Ég á mynd af 69 Camaro sem ég tók á all frægri bílasýningu sem haldin var innandyra á Húsavík eina blauta helgi (í tvennum skilningi) c.a. 1980.  Umræddur Kammi er grár með svartri rönd efst á hliðum og svörtuum breiðum röndum á húddi.  Þarna var númerið Þ-3539.  Mig minnir (en það er farið að förlast) að hann hafi verið með 327 þá.
Því miður get ég ekki sett mynd af honum inn að svo stöddu en þætti þó gaman að vita hvaða bíll af þessum ofantöldum þetta er.

Góðar stundir

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #11 on: September 05, 2007, 20:23:20 »
þennan gráa með röndunum átti Kári Halldórs gröfukall um 78/80, var með línu sexu/auto minnir mig, kannski að Ívar Kára viti meira.
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #12 on: September 05, 2007, 20:28:12 »
Akureyrar Gulur

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #13 on: September 05, 2007, 20:56:39 »
Datt svosem í hug að þetta væri gamli bíllinn hans Harrys (Ara í dag) en ég hafði bara aldrei séð hann með þessar strípur! :lol:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #14 on: September 05, 2007, 21:36:02 »
Quote from: "Anton Ólafsson"
Akureyrar Gulur

HOLY SHIT :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #15 on: September 05, 2007, 22:01:45 »
Jæja, Frikki, það er greinilegt á hvað þú horfir þegar þú ert einmanna fyrir framan imbann! :lol:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #16 on: September 05, 2007, 22:31:33 »
geggjaðir bílar gaman að sjá rendurnar 80´s :smt055 flottur svarti
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #17 on: September 06, 2007, 00:18:53 »
Quote from: "Moli"
Jæja, Frikki, það er greinilegt á hvað þú horfir þegar þú ert einmanna fyrir framan imbann! :lol:
:oops:  :D
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline keb

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 397
  • going backwards
    • View Profile
Gunni
« Reply #18 on: September 06, 2007, 08:50:06 »
Quote from: "GunniCamaro"

Sem dæmi um nokkra fallna "vini" : gamli minn, þessi blái, alvöru SS sem var rifinn eftir árekstur, rauður RS bíll sem var á Selfossi, einn svartur með RS/SS húdd og grill (clone), svo heyrði ég af einum RS á Astfjörðum sem var svo ryðgaður að honum var breytt í kerru á sveitabæ, en hvort það er satt eða ekki veit ég ekki.
Það eru myndir af sumum þessara bíla á síðunni hans Mola, nokkrir eru þarna í ýmsum litum í gegnum tíðina.


Gunni ....  veistu eitthvað meira um þessa bíla og þá sérstaklega SS og RS bílana - hvar þeir enduðu lífdagana og hver átti þá á þeim tíma ???

Ég veit svo sem hvar þinn gamli og RS/SS apparatið enduðu
Kristmundur Birgisson

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
« Reply #19 on: September 06, 2007, 13:24:35 »
Jájá ég veit eitthvað meira, Rauður SS (sem ég veit lítið um og hef ekki séð mynd af) fór í klessu upp í Árbæ, diskabremsurnar úr honum fóru í bílinn hans Svavars og toppurinn fór á 67 blæjubílinn sem var eini 1. kynslóðar blæjuCamaroinn hérna (sjá myndir hjá Mola, rykfallinn rauður með hvítar rendur) hvað varð um restina veit ég ekki.
Þessi RS var á Selfossi, rauður með rauða plussklædda innrétt. ég skoðaði hann þar ca. 1981-85?.
Hann lenti í árekstri (skrýtið) og framendinn skemmdist og Magnús Bergson torfærukappi á Selfossi eignaðist hann og lagaði hann þokkalega, það er þessi svarti á mynd.
Síðan dúkkaði hann upp fyrir utan verkstæði í Kópavogi og Hálfdán Mustangkall (af öllum mönnum) eignast hann (ca. 1990), selur hann strax, bíllinn gengur á milli manna án lagfæringar (var frekar ryðgaður), endaði upp á geymslusvæði og að sögn Hálfdáns var honum hent í einhverri tiltekt á svæðinu fyrir ca. 3-4 árum.
Þessi heilguli er gamli bíllinn hans Harrýs Yenko/Ari í dag, sem varð svo grænn áður en hann fór í uppgerð (myndir hjá Mola), þessi guli með röndunum er, held ég, ekki sá sami og Harrys vegna þess að Harrýs var með viniltopp og er á myndunum enn með vinillkrómistann en sá röndótti er ekki með hann.
Ég man eftir einum til viðbótar ca. 1980, sá var rauður með hvítum vínil 6sýl./glide
var lengi upp í Breiðholti við Raðhús við Norðurfell/Vesturberg, eig. kallaður Stjáni.
Sá bíll varð "frægastur" fyrir það að Stjáni reif hann og lækkaði toppinn á honum og ætlaði að gera svakalegan bíl úr honum, bíllinn stóð lengi úti þarna (man einhver eftir honum?) og síðan seldi hann bílinn einhverjum gæja í Sundunum sem var að reyna að gera hann upp, hvað varð um hann veit ég ekki.
Gunnar Ævarsson