Strákar mínir, þið eruð ekkert frumlegir, ég skal sko sýna ykkur hvernig minn fyrsti bíll leit út það var 1972 árg af þessu :
http://www.abc.se/~m9805/eastcars/showcar.php?car=1089&lang=enég keypti hann, klesstan, af bróður mínum og lagaði hann og það sem ég djöflaðist á honum t. d. spyrnandi við VW bjöllur og Cortinur niðri í bæ og það var ekki hægt að spóla á honum áfram þannig að ég bakkaði upp í brekku, setti í bakkgír, smá olíu og tók burnout, þangað til "PING" og enginn bakkgír lengur
Það var t.d. veikir A-klafar að framan sem áttu til að brotna við slæma meðferð (2 brotnuðu hjá mér) og þá datt bíllinn niður að framan með miklu neistaflugi, ég fékk vin min á Willys til að koma og við tjökkuðum bílinn upp og bundum hann fastann við Willysinn og svo var skrölt í lága drifinu um Reykjavík niður á verkstæðið hans pabba þar sem ég lagaði hann í 100. sinn, svona sparaði maður kranabílakostnað.
Þetta var á þeim árum þegar ég var eins og þið, ungur og vitlaus, núna er ég bara vitlaus
P.S. ég setti inn link af því að ég kann ekki að setja inn myndir hér (er það hægt og má það?) þið getið kannski skýrt það út fyrir mér í örfáum orðum eða vísað á link hérna á spjallinu um þetta ef hann er til
5.sept kl 21:34 Ég setti inn myndina fyrir þig NONNI BJARNA