Minn fyrsti bíll var honda prelude 2,0 87 model afmælisúdgáfa með leðri, kaupi hann 16ára með ónýta vél, finn annan ónýtan en með vél í lagi og svappa vélunum og var komin með þennan eðal prumpu púst bíl þegar ég fékk bílprófið. Átti hann ekki lengi því ég skipti honum á Malibu 79 2dyra með 350 og th350 skiptingu, var ekki búin að eiga hann lengi þegar ég þrumaði honum á staur í hálku og þá byrjaði mikið ævintýri með þann bíl. Hann var lagaður að framan, þá var farið að skipta um vélar í honum eins og sokka, en á endanum seldi ég hann fyrir eitthvað klink og keypti mér camaroinn sem ég á ennþá í dag, og er búin að vera að breyta honum jafnt og þétt frá 17ára aldri