Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Fyrsti bíllinn
Moli:
--- Quote from: "Sigtryggur" ---Fyrsti bíllinn minn var Ford LTD ´69.Sá var 2ja dyra hardtop með 390 cid 2v.Keypti hann 15 ára og átti í nokkur ár.
--- End quote ---
Flottur! 8)
Fyrsti bíllinn minn var nú bara Corolla 1993 :oops:
Krissi Haflida:
Minn fyrsti bíll var honda prelude 2,0 87 model afmælisúdgáfa með leðri, kaupi hann 16ára með ónýta vél, finn annan ónýtan en með vél í lagi og svappa vélunum og var komin með þennan eðal prumpu púst bíl þegar ég fékk bílprófið. Átti hann ekki lengi því ég skipti honum á Malibu 79 2dyra með 350 og th350 skiptingu, var ekki búin að eiga hann lengi þegar ég þrumaði honum á staur í hálku og þá byrjaði mikið ævintýri með þann bíl. Hann var lagaður að framan, þá var farið að skipta um vélar í honum eins og sokka, en á endanum seldi ég hann fyrir eitthvað klink og keypti mér camaroinn sem ég á ennþá í dag, og er búin að vera að breyta honum jafnt og þétt frá 17ára aldri
AlliBird:
Minn fyrsti var Volvo Amason 1963. Plussklæddur að innan og ótrúlega skemmtilegur rúntari. Endaði daga sína með að fá Moska í hliðina á Kópavogshálsinum.
Racer:
Fiat 127 minnir mig að var sá fyrsti og svo fiat 128... allanvega fékk þá á svipuðum tíma 12 ára gamall.
gróf þá í fyrir hvað 2-3 árum báða ásamt bjöllu sem ég átti.
hef átt 68 bíla síðan ég var 12 ára.
valurcaprice:
minn fyrsti var jeep cherokee árgerð 93 4.0 HO sem ég skipti svo seinna fyrir caprice
það mun vera þessi litli á myndinni
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version