SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT Á FIMMTUDAGSKVÖLD!Keppnin verður haldin laugardaginn 1. September (2. Sept varadagsetning)
Þetta er síðasta keppni sumarsins, nú vil ég sjá METÞÁTTÖKU!!!!!
Svæðið opnar kl. 9:00
Mæting í síðasta lagi kl. 10:30
Skoðun hefst kl. 10:00 og er lokið kl. 11:00
Æfingaferðir hefjast kl. 11:00
Tímatökur hefjast kl. 11:30
Uppröðun kl. 12:30
Keppni hefst kl. 13:00
Verðlaunaafhending verður auglýst síðar í vikunni
Hægt er að skrá sig til keppni á netfang
vallifudd@msn.com , einkapósti á kvartmila.is spjallinu eða síma 899-7110.
Það sem þarf að koma skýrt fram er nafn, kennitala, heimilisfang, ökutæki, símanúmer og flokkur sem á að keppa í.
Skráningu lýkur á FIMMTUDAGSKVÖLD kl. 00:00 !
Bílar sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.
Þeir sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.
Þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.Smá útskýring á flokkum fyrir þá sem ekki vita
OF: Flokkur fyrir sérsmíðaða spyrnubíla sem að gefur þeim forskot sem hafa litlar vélar eða þunga bíla. meira
GT: Flokkur fyrir götubíla smíðaða eftir 1980 og með samskonar vél og upprunalega en nánast allar tjúningar leyfðar, þó aðeins einn aflauki (túrbó, blásari, nítró) meira
GF: Flokkur fyrir götubíla, ótakmarkaðar tjúningar og vélarstærðir leyfðar meira
MC: Flokkur fyrir ameríska götubíla smíðaða fyrir 1985. Enginn aflauki leyfður og eingöngu venjuleg götudekk (engir götuslikkar) meira
RS: Flokkur fyrir götubíla smíðaða eftir 1980 með 6 cylendra eða færri og má nota aflauka á vélum minni en 2350cc. meira
SE: Flokkur fyrir götubíla með 8 cylendra vélar og á götuslikkum. Allar tjúningar leyfðar en enginn aflauki og hámarks vélastærð 515 kúbiktommur. meira
MS: Flokkur fyrir götubíla með 8 cylendra vélar og á litlum slikkum (28x9" hámark). Allar tjúningar leyfðar en enginn aflauki og hámarks vélastærð 560 kúbiktommur. meira
Sekúnduflokkar: Flokkar fyrir götubíla sem keyra á svipuðum tíma, menn mega ekki fara undir þann tíma sem að flokkurinn er gerður fyrir.
14,90 - 13,90 - 12,90 - 11,90 - 10,90