það er mjöööög skiptar skoðanir á því hvernig á að tilkeyra mótor, oft er sagt "break it in fast, and it will be fast"..
veltið aðeins fyrir ykkur, hringir eiga að slípast við cylinder og setjast vel í raufarnar á stimplum.
hvað skyldi taka langan tíma fyrir hringina að slípast til? því það hljóta að vera aðeins þeir sem slípist því varla vill maður að cylinderinn fari að "slípast" eitthvað,,,
nú og að hringirnir "setjist" í raufarnar, ef þeir gera það ekki við ísetningu þá er eitthvað að, annaðhvort samsetningu eða framleiðslu að mínu áliti.
það eina sem slípast eitthvað eru hringirnir, og að mínu áliti (og fleiri) tekur það örfáar mínútur að gerast, ef maður tekur mótor með stroke upp á t.d. 100mm, lætur hann ganga í 1 mínútu á 1000rpm þá eru stimpilhringirnir búnir að nuddast 200 metra uppvið cylindrana,, 10 mínútur = 2 kílómetra.. ef það dugar ekki þá slípast þeir aldrei.