Ég er með gamlan Econoline 88' E150 og olíuþrýstingurinn er eiginlega alltaf í lægstu stöðu. Hann hoppar stundum upp en nær aldrei að komast upp í það sem ég myndi halda að væri eðlileg staða. Ég var að reyna lesa á netinu hvort þetta væri eitthvað Ford vandmál en þeir tala eiginlega bara um eitthvað low oil pressure ljós sem ég er ekki með. Spurninging er bara kannast fleirri við þetta, er mælirinn lygamælir eða er olíudælan að gefa sig. Ég hef samt aldrei heyrt neinn óhljóð í vélinni né er hún að hitna eitthvað óvenjulega. Ef ég ætla að skipta um mæli og fá mér mekanískan mæli hvar fer hann inn á vélina?