Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
1976-1980 Plymouth Volare/Dodge Aspen
Valli Djöfull:
Það er/var einn svona steisjón á Búðardal.. Með ferköntuðum ljósum ef ég man rétt.. Stóð við eitt hús þar óhreyfður í svona 2 ár.. Má vel vera að hann sé þar ennþá.. Líklega best að hringja í Dalakjör og spyrja útí ameríska steisjon bílinn sem er næstum því beint á bakvið ríkið.. Það hlítur einhver þar að vita eitthvað um hann :lol:
Gummari:
eg átti einn svona einsog þennan rauða fyrir 2 árum eða svo hann var grár SE týpa með stólum og stokk en slant sex sem vél hann málaði ég mattsvartan og setti breið dekk undir hann og krómfelgur en seldi svo fljotlega ég sá hann á borganesi fyrir utan lögreglustöðina þar fyrir 4-5 mánuðum síðan hann ber eða bar fornplötur U 232 minnir mig tékkaðu á honum í safnið :wink:
stedal:
--- Quote from: "ValliFudd" ---Það er/var einn svona steisjón á Búðardal.. Með ferköntuðum ljósum ef ég man rétt.. Stóð við eitt hús þar óhreyfður í svona 2 ár.. Má vel vera að hann sé þar ennþá.. Líklega best að hringja í Dalakjör og spyrja útí ameríska steisjon bílinn sem er næstum því beint á bakvið ríkið.. Það hlítur einhver þar að vita eitthvað um hann :lol:
--- End quote ---
Hann stendur þar enn og hefur gert síðan að ég flutti í dalina 2001 :wink: Eigandi heitir Kristján Jóhannsson og er í símarskránni (já það er bara einn með þessu nafni í Búðardal). Dalakjör er nú orðið Samkaup Strax :wink: Og já hann er með parketi á hliðunum :lol:
Pababear:
Já sælir ég sé að það eru góð viðbrögð við þessum tækjum en ég ætla mér að gera þá upp þannig að ég get ekki selt neitt úr þeim meðan ég er að finna mér parta í þá til að gera við, eins og er en endilega ef einhverjir þekkja sögu þessa tveggja þá um að gera að deila því með öllum því það fylgir alltaf einhver saga með öllum bílum ;)
Dodge:
Ég fór suður að sækja stationinn með rafgeimi og fölsk númer í farteskinu, ók honum til akureyrar með bensínbrúsa á farþegagólfinu og slöngu fram í húdd, slantarinn malaði flott og vagninn leið fínt um, meiraðsegja virkuðu öll ljós og bremsur þrátt fyrir langa stöðu.
2doorinn keypti bróðir minn á sínum tíma fyrir 1 hamborgara í nætursölunni á fylleríi og keypti ég hann síðar af honum fyrir hálfann farm í innkaupakerru í nettó.
Svona svo þú hafir nú einhverjar sögur í safnið :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version