Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Hvernig vél í Bronco '73?
baldur:
Já það er ekkert gaman að keyra upp langa brekku og drepa svo á þegar maður er alveg að verða kominn upp vegna þess að flotin í blöndungnum virka ekki í svona miklum halla.
sverrir_d:
--- Quote from: "nonnivett" ---Blessaður seldu Tona hann og fáðu þér Gm...Þá ertu fyrst góður 8)
--- End quote ---
Þegar GM fer að gera jeppa, þá skal ég hugsa um það...
--- Quote from: "íbbiM" ---´´eg trúi ekki að e´g sé að segja þetta, en í sona bíl fáðu þér bara blöndungsmótor
--- End quote ---
Félagi minn er á Bronco '74 sem hann er búinn að breyta töluvert, hann er að eyða mjög miklu og síðan hrjáir hann það þekkta vandamál að hann er að drepa á sér í of miklum halla. Ég sé ekkert nema kosti við það að setja innspýtingu í hann.
Eins og staðan er núna þá er ég mjög ánægður með Broncoinn, það stendur sko ekki til að fara í eitthvað annað (drasl), hann er einfaldur og gott að gera við hann ("ef" það kemur fyrir). 8)
Björgvin Ólafsson:
Það er reyndar auðveldara að kaupa bara offroad blöndung í hann, málið leyst!
kv
Björgvin
sverrir_d:
Jæja, þá er ég búinn að kaupa mótorinn.
Hann er í augnablikinu í hlaðinu, en ég er búinn að panta vélarstand til að setja hana á þegar hún fer inní bílskúr.
Mér skilst að hún sé mikið slitinn, ég á eflaust eftir að skella inn myndum hérna til að áhugasamir geti fylgst með ferlinu.
...síðan á ég örugglega eftir að spurja að einhverju, ég var t.d. að hugsa hvar ég gæti látið bora cylindrana fyrir mig ef það er farinn að myndast ljót brík fyrir ofan stimplana.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version