Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Hvernig vél í Bronco '73?
sverrir_d:
Góðan daginn,
Ég er alveg nýr hérna en ég festi fyrir stuttu kaup á Bronco árg. '73. Mig langar að setja skemmtilega vél og skiptingu í hann. Ég er mikið að spá í hvað ég á að setja í hann, ég hef lítið vit á hvað er gott og hvað ekki en hef þó smá reynslu af vélum og viðgerðum. Ég hef verið að spá í 302 og setja eitthvað sniðugt á hana. Ég var að skoða innspýtingarkit frá Edelbrock og langaði að spyrja hvort að einhver hafi reynslu af því og/eða hvort að þetta sé sniðugt? Mig langar ekki að hafa jeppann leiðinlega framþungann, ég væri til í að skoða eitthvað létt dót en eitthvað sem skilar góðu togi.
Er ekki mikill þyngdarmunur á 351 og 302?
Ætti ég að vera að skoða dót úr áli og fleira "flott" dót?
Þetta er algert framtíðar project og hugmyndir eru að taka body'ið af grindinni, taka það rækilega í gegn og grindina einnig, mig langar að gera þetta almennilega!
Með von um skemmtileg svör,
Sverrir Daði Þórarinsson
TONI:
Munurinn á 302 og 351W er ekki mikill í þyngd, hægt að gera báðar vélarnar mjög skemmtilegar án mikillar eyðslu. 351W er léttasta V8 vélinn miðað við vélar í sambærilegu rúmtaki og 302 er léttari. Á til 4v millihed af 351W og það vigtar slétt 30kg svo það má létta vélina slatta með ál-milliheddi. Sértu að spá mikið í þyngdina var til sölu um daginn Trefjaplast boddy af Bronco með öllu (hurðar og sfr) sem er snilld til að gera bílinn léttan og sleppa við rið, létta hann efst og fá betri eiginleika. Veit ekki hvað svona innspýting gerir en rétt upp settur mótor er að ég held aðal málið og réttur blöndungur er mikið atriði. Gangið þér vel með verkefnið.
sverrir_d:
Já, takk fyrir þetta, ég held að í framtíðinni þá fari ég nú í plastið. Er 302 og 351 ekki basically sama blockin nema 351 meira boruð? Eru svona 4v hedd ekki dýr? Þannig að ég ætti bara að halda mig við blöndung? Ég hef alveg rosalega mikin áhuga á þessu og ég er nánast hættur að sofa vegna endalausra hugmynda sem ég fæ þegar ég er að reyna að sofna!
Hvað með tog? Er það rétt að það séu þungir hlutir sem framkalla tog eða er það bara bull? Félagi minn sagði að ég ætti ekki að leitast til að vera með létta vélarhluti (stimpilstangir o.s.frv.) því þá myndi ég ekki fá mikið tog. Ég hélt einmitt að það væri til góðs að vera með létta hluti, vélin yrði sneggri og næði meiri snúning.
TONI:
Létt slagstutt vél er snögg og á heima í þannig græjum og togar kannski minna fyrir vikið, ein mjög öflug vél sem var í Flúðasveppað-Camaronum snérist max 3500rmp, bara afl á lágum snúning. 351W er líka slaglengri en 302, blokkin er rúmri tommu hærri og þar af leiðandi verður milliheddið breiðara. Í vél sem þú villt láta toga vel þarftu ekki hedd sem flæða mikið, ekki stóra ventla né stífa gorma, bara góðan tog-knastás og þú færð lága eyðslu og skemmtilegt afl. Vissi um stóran 44" Blaser með 427 vél sem eyddi þetta 45-50l, eigandin skipti um knastás, setti tog ás, fékk sömu virknin í bílinn og sparaði rúma 10l á hundraðið. Þori ekki að fara með hvort menn eigi að vera að eltast við þung svinghjól til að auka tog en þyngdin á svinghjólinu skipir miklu í t.d torfæruhjólum, þekki ekki hvort það hafi áhrif á bílvélar , hvort þyngdin skiptir þar tilfinnanlega einhverju.
sverrir_d:
ok, takk fyrir þetta. :wink:
En hvernig er þá ás sem er góður fyrir tog, er hann eitthvað þyngri og/eða slaglengri? Er maður ekki að fá togið með slaglengd?
Afsakaðu allt spurningaflóðið..... :oops:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version