Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Hvernig vél í Bronco '73?

<< < (2/4) > >>

TONI:
meiri slaglengd er oft uppskift að meira togi en ég var raunar að tala um knastás ekki sveifarás. Knastásinn stjórnar opnun  ventlana og ræður miklu um gang/virkni vélarinnar. Knastásarnir  eru oftast gefnir upp fyrir ákveðið vinnslusvið sem er t.d ástæða þess að menn hafa convertera sem eru "stallaðir" á háum snúning, þá er vinnslusvið vélarinnar kannski frá 4500-7500rpm sem dæmi og þú villt geta sleppt því að láta bílinn fara af stað á einhverju vinnslusviði sem bíllin virkar ekki á, samanber að togás hefur missir kannski mesta aflið þegar hann er kominn á háan snúning en vinnur best frá 1500-3000rpm. Svo er hægt að fá "stroker" sveifarása sem gera vélina slaglengri og stærri í rúmtaki, það virkar líka mjög vel hvort sem menn eru að ná torki eða afli sem er jú sami hluturinn að mörgu leiti.

TONI:
Heitur ás er ekkert "heitu" hann er bara kallaður heitur sökum þess að knastarnir eru mis brattir og eru þessar gráður sem ásarnir eru gefnir upp í hallinn/brattinn á knastinum, hallinn er meiri og ventillinn stendur full opinn lengur en sá sem er ekki eins "heitur" því hann opnast hraðar og getur því staðið opinn lengur full opinn og lokast svo einnig hratt til þess að stipillinn banki ekki í hann þegar henn kemur upp aftur, hef skilið það þannig að stífari gormar séu til þess að tryggja að ventillinn lokist með sama bóti og knastásinn segir til um, fari ekki frá honum og verð of seinn að loka þegar allt er á þáa snúningnum. Ég er nú samt bara vélvirki sem þessi best til skipavéla, vona að ég fari með rétt mál

Heddportun:
Innspýting er það sem vekur svona mótora til lífsins bæði með throttle respons og mun minni eyðslu

Kanstásinn er gefinn upp í gráðum af snúning sveifarás þ.e. hversu lengi ventilinn er opinn,ef þú vilt bera saman 2 ása þarftu að vita liftuna t.d við 050 og 006 á báðum til að bera saman opnunarhraða en þú hefur ekkert með það að gera í þessu tilfelli

þegar talað er um heitan ás er verið að powerbandið sé fært töluvert ofar en standart(stock vélin),en þá eru kambarnir stækkaðir og lengur opnir af snúningi sveifarás og verður á til þetta popp hljóð en það er þegar báðir ventlar eru opnir samtímis,mælt í gráðum

Í jeppa gildir að hafa powerbandið í því snúningssviði sem vélin mun vera keyrð á þ.e. "Tork ás"

sverrir_d:
Takk fyrir skemmtileg og fróðleg svör, sjálfur veit ég eitthvað um vélar, þ.e.a.s. virkni þeirra, hvað hitt og þetta heitir, en hef bara ekki vit á því hvað er gott og hvað ekki. Maður hefur bara "þumalputtaregluna".  :)
Ég gerði einu sinni upp vél úr Pontiac TransAm með félaga mínum, það var 305. Við skiptum um flesta slitfleti, við pössuðum að kynna okkur allt vel og reyndum að gera þetta skynsamlega. Það var mjög gaman og góð reynsla.

En mig langaði bara að segja ykkur að ég er búinn að festa kaup á 302 úr Bronco Sport ár. '74. með henni fylgir C4 skipting.
Mér skilst að skiptingin sé í góðu ástandi, hefur einhverntímann verið upptekinn. Ég fékk þetta á góðu verði held ég (45þús.), vélin er eitthvað notuð og ég er eiginlega búinn að ákveða að taka hana í frumeindir og skipta um allar legur o.s.frv. Mig langar að gera þetta vel og bara taka góðan tíma í þetta. Vélin er með Edelbrock 289 Performer milliheddi og einhverjum 4ra hólfa blöndung sem ég þekkti ekki (né eigandinn).
Ég á örugglega eftir að skoða slaglengri sveifarás, þannig að ef þið viljið deila einhverjum sniðugum uppplýsingum, þá endilega látið vita!  :wink:

Mig langar rosalega mikið að skoða innspýtinu fyrir vélina frá Edelbrock, ég las á einhverri síðu þar sem bronco eigandi hafi sett svoleiðis í hjá sér og hann var mjög ánægður. Fékk minni eyðslu og skemmtilegri "hegðun".

Vitiði til þess að einhver sé með svipað í bíl hérna á klakanum og hvernig það er að koma út?

TONI:
Hér er það sem þig vantar :wink:
http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=bilar/19048
Vél, plastboddy, felgur og svo fr...

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version