
Þarna er á ferðinni söguleg mynd svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Við sátum stofnfund LÍA þennan laugardagsmorgunn í mars 1979 og ég fékk strax fiðring þegar hreppstjórasynirnir og neftóbakskallarnir í dómsmálaráðuneytinu tóku ofan hattinn og létu hann ganga að loknum fundinum. (framlög MJÖG vel þegin ... eða þegiði, man ekki alveg hvað var sagt)
Ég sótti samstundis um leyfi til keppni til að láta reyna á þetta Hofmeistergewalt sem fylgdi því að vera kominn með svona silkihúfu á skallann. Woopie!
Jæja, eftir að hafa sprautað sinnepi á gesti Hótels Loftleiða ákvað stjórn KK að leyfa mína prívat keppni come hell or high water. Þið sjáið þarna stjórn KK styðja við hliðar þessa Glenfiddich-pure-malt-green-MERCURY CYCLONE - bíls. Örvar Sigurðsson er þarna að gefa mér ráð og Sveinbjörn Guðjohnsen er þarna, Sverrir Vilhelms með kók og pulsu handa Mr. Gleason við stýrið en hva djö, eru þá ekki nema tveir úr stjórn LÍA mættir á frambrettin til að stöðva keppnina og strigaskórnir byrjaðir að skælast undan massívu torki frá BB Ford. (Þarna var NIKE með NON-air skó, skiljiði?) Þeir "spyrna" þarna á móti af öllu afli. Svona voru keppnisleyfi afturkölluð í þá gömlu góðu daga. Jóhann A. Kristjánsson rétt gaf sér tíma frá mikilli judó glímu við fjandmenn félagsins til að smella af þessari mynd og fleirum, sem sýna hvernig leikurinn fór ...
Vill einhver segja mér hvar hundurinn stendur fastur í þessari keppniskú?
Muuu ....