Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Harry þór:
Sæll Gunnar,þessi var góður ,samstarf ,það verður aldrei á meðan Ólafur Guðmundsson er þarna með puttana og hans fylgisveinar.
Kvartmíluklúbburinn á ekki að þurfa að vera undir LÍA ef hann ekki vill það.Það er alveg merkilegt að LÍA skuli ekki fatta það eftir áralanga baráttu.Ef KK hefði ekki sagt sig úr LÍA á sínum tíma væri búið að selja brautina á uppboði til þess að borga sukkið sem LÍA kom sér í.
kv Harry
Gunnar_H_G:
Jés, ég svara þá á morgun. Rall annaðkvöld.....og ég þarf að sofa, einn af mörgum leiðinda göllum sem við eigum sameiginlegt fyrir utan mótorsportið.
Og ég svaraði víst um rógburðinn, ræður hvernig þú skilur það.
429Cobra:
Sælir félagar :shock:
Sæll aftur Gunnar.
Sem sagt rógburðurinn byrjar og endar hjá LÍA skil það vel.
Ekki góð blaðamennska í þessu hjá ykkur enda ekki við öðru að búast þar sem önnur hliðin er aðeins til staðar.
Gangi ykkur annars vel með rallið, vona að enginn slys verði og allir verði með beltin vel fest :wink:
cv 327:
Sælir
Er ekki betra að upplýsa okkur félaga, hver dró bráðabirgðaleyfið til baka, svo menn séu ekki að deila á kanski ranga aðila.
Eru leyfin gefin út fyrir 1 ár í senn?? Ef svo, af hverju var síðasta leyfi bráðabirgða?? og af hveju er ekki búið að fá þetta leyfi strax um áramót??
Væri gott að fá svör við þessu fyrir fundinn annað kvöld.
Takk.
Kv. Gunnar B.
Kristján F:
--- Quote from: "cv 327" ---Sælir
Er ekki betra að upplýsa okkur félaga, hver dró bráðabirgðaleyfið til baka, svo menn séu ekki að deila á kanski ranga aðila.
Eru leyfin gefin út fyrir 1 ár í senn?? Ef svo, af hverju var síðasta leyfi bráðabirgða?? og af hveju er ekki búið að fá þetta leyfi strax um áramót??
Væri gott að fá svör við þessu fyrir fundinn annað kvöld.
Takk.
Kv. Gunnar B.
--- End quote ---
Sæll Gunnar
Fundurinn er haldinn til þess að upplýsa ykkur félagsmenn um stöðu mála.Það er ekki ætlun stjórnar Kvartmíluklúbbsins að vera í einhverju karpi hér á netinu þó að það sé búið að eigna okkur annara manna skoðanir. Á þessum fundi þurfum við að ræða þá erfiðu stöðu sem KK er í sem íþróttafélag.Félagar klúbbsins geta ekki stundað sína íþrótt á því svæði sem klúbburinn hefur til umráða. Það er að okkar mati löngu tímabært að þetta svæði og sú starfsemi sem þarna er stunduð fáist viðurkennd af tryggingafélögum og yfirvöldum en því miður þá er það nú ekki svo sem aftur þíðir það að hömlurnar eru orðnar það miklar að félagar KK geta ekki æft sína íþrótt.Þannig er staðan í þessu svona í grófum dráttum og hvet ég þig aðra félagsmenn klúbbsins að koma á þennan fund á morgun.
Kveðja Kristján Finnbjörnsson
Stjórnarmeðlimur KK
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version