Það er líka fínt að kaupa sér fatnað miðað við notkun.
Ég á þennan rosalega fína goritex galla sem ég nota í langferðir og rigningu, enda finnst mér meira áríðandi að vera þurr og fer hvort er eð ekki í loftköstum í rigningunni.
Þegar er þurrt og ég er meira að leika mér en ferðast, eða bara þvælast innanbæjar, þá er ég í túpugalla, stútfullum af hörðum hlífum, þær henta betur ef maður skutlast í götuna við erfið skilyrði, goritexið er með mjúkum hlífum, þær draga öðruvísi úr meiðslum og eru trúlega ekki hannnaðar fyrir reisbrautina, meðan höru hlífarnar eru það.
Flest venjulegt fólk sem ætlar bara að hjóla á sínum ekta hippa, rólega um bæinn, en vill upplifa lágmarksöryggi, getur svosem keypt sér hvað sem er, EN, hlífarnar innan í gallanum, skipta höfuðmáli ef maður skellur í götuna, utan í bíl, þaðan á skilti, svo á kantstein etc....
Við óheppilegar aðstæður kemur gat á allt, hvað sem það heitir, hef séð stærðar göt á leðri og goritexi.
Get bara bætt einu við, eftir að hafa prófað alvöru bakbrynju og farið svo út að hjóla án hennar, upplifði ég þá tilfinningu að vera óþægilega ber og óvarinn á bakinu, síðan þá fer ég ekkert án hennar.