Author Topic: Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?  (Read 10993 times)

Offline kjh

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« on: April 21, 2007, 18:16:17 »
Hvernig hafa þessir jakkar / buxur frá KOS verið að reynast?

Þeir eru bæði með Goritex jakka + buxur frá JTS


og Leður:
Terminator->


og svo
T200->


Ég er ekki alveg klár á því hvernig buxur koma með.

Finnst þetta vera á góðu verði hjá þeim, er þetta góður búnaður?

Eða hefur fólk eitthvað slæmt um þetta að segja?
Kjartan Hansson
1966 Ford Mustang V8 - 302
2005 Ford Mustang GT Premium - Seldur

Offline fenix

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #1 on: April 22, 2007, 17:14:16 »
Löggan notar JTS gallana. Sérlitaða náttlega.
Á einn leðurgalla frá þeim og ég er mjög ánægður með hann.
Celica ST-182
Suzuki GSX-R 1100

Offline R 69

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #2 on: April 22, 2007, 18:28:03 »
Ég á leður jakka frá þeim og er mjög sáttur við hann.
Helgi Guðlaugsson

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #3 on: April 24, 2007, 21:06:53 »
Ef ég man rétt, þá var einhvertíma skrifað inn í gallana frá kós að þeir væru ekki öryggisfatnaður...

En skoðaðu hvort að það eru einhverjar hlífar inni í þessu(þó svo að leður komi í veg fyrir hrufl, þá eru það hlífarnar sem koma í veg fyrir að þú brotnir...), og hvort það er CE merking, það er jú búið að lögleiða "viðurkenndan" öryggisfatnað.

Annars er Bílabúð Benna, Púkinn og MótorMax búðir sem ég færi fyrr í en Kós

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #4 on: April 25, 2007, 00:24:11 »
Ég veit um eina sem datt í leðri frá kós á lítilli sem engri ferð og er mjög ósátt við að gallin rifnaði og mikið af saumunum gaf sig.  :(
Veit samt um goritex galla sem fékk að velta sér oftar en einu sinni og tvisvar upp úr malbikinu á góðri ferð í eitt skiptið og virkaði fínnt  :lol:

Svo hvað er að virka og hvað ekki.... það má segja að jú það sem er CE merkt ætti að virka, en það er oftast þannig að hlífarnar eru CE merktar en ekki gallin sjálfur svo skoðaðu saumana vel þegar þú velur þér galla

Smá athugasemd varðandi lögleiðingu öryggisfatnaðar þá er það ekki rétt  :wink:

Það er búið að lögleiða lámarks hlífðarfatnað á mótorhjólunum það er stór munur á hlífðarfatnaði og öryggisfatnaði.
Það á svo eftir að koma í ljós hvernig samgönguráðuneytið (nefnd þar) mun svo útfæra reglugerðina um hlífðarfatnaðin, en hún er ekki tilbúin.

Það getur svo vel verið að þeir setji okkur strangari skilyrði en að fatnaður sé framleiddur til notkunnar á mótorhjóli við verðum bara að vona að þeir taki tillit til þess að það eru fleiri merkingar en CE sem þarf að huga að  [-o<
Veit að fatnaðurinn sem krossara strákarnir eru að nota eru margir með DOT merkingar
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline kjh

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #5 on: April 25, 2007, 11:19:07 »
Ég sé á http://www.jtsbikerclothing.com að það eru CE merkingar á þessum vörum, reyndar segir "CE protection in shoulders and elbows and protection in back".

Spurning hvað það þýðir nákvæmlega, væri gaman að sjá hvaða merkingar eru á öðrum búnaði.

Leðurjakkinn heitir J200:
http://www.jtsbikerclothing.com/cgi-bin/products.pl?cat=1&prod=22

Buxurnar sem koma með leðurjakkanum heita 644:
http://www.jtsbikerclothing.com/cgi-bin/products.pl?cat=3&prod=6

Goritex jakkinn heitir Tony:
http://www.jtsbikerclothing.com/cgi-bin/products.pl?cat=5&prod=80

Og þær sem koma með Goritex heita 676:
http://www.jtsbikerclothing.com/cgi-bin/products.pl?cat=7&prod=100

Þetta er á 45.000 kall hjá þeim (þ.e. Jakki + buxur)
Kjartan Hansson
1966 Ford Mustang V8 - 302
2005 Ford Mustang GT Premium - Seldur

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #6 on: April 25, 2007, 22:45:08 »
þetta orðalag er mjög algengt og segir þér að það séu CE merktar hlífar í gallanum en segir ekki að gallin / saumar séu prófaðir.

Mæli með að þú skoðir það sem þér finnst henta þér, það skiptir mestu að þú sért sáttur :wink:
bara passa að skoða saumana frágangin á þeim, og hvort þeir snúi rétt miðað við vind, regn og fall það er svooooo leiðinlegt að verða blautur

Annars er ástæðan fyrir því að ég versla mér ekki galla á netinu akkúrat sú að ég get ekki skoðað frágangin almennilega.
svo er bara hægt að skella sér til útlanda kaupa allt draslið á helmings verði og fá ferðina í kaupbæti    :excited:
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline kjh

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #7 on: April 26, 2007, 10:12:59 »
Ég er búinn að skoða gallana, þeir fást í KOS, Laugavegi.  Ég veit hinsvegar ekkert um saumaskap, hvað þá heldur hvort þeir snúi rétt miðað við hitt og þetta :)
Kjartan Hansson
1966 Ford Mustang V8 - 302
2005 Ford Mustang GT Premium - Seldur

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #8 on: April 27, 2007, 16:37:34 »
Quote from: "Hera"

Smá athugasemd varðandi lögleiðingu öryggisfatnaðar þá er það ekki rétt  :wink:

Það er búið að lögleiða lámarks hlífðarfatnað á mótorhjólunum það er stór munur á hlífðarfatnaði og öryggisfatnaði.
Það á svo eftir að koma í ljós hvernig samgönguráðuneytið (nefnd þar) mun svo útfæra reglugerðina um hlífðarfatnaðin, en hún er ekki tilbúin.


Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
a.
Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Þá skal hver sá sem er á bifhjóli nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til slíkra nota. Sama er um þann sem er á hliðarvagni, eftirvagni eða tengitæki bifhjóls.
b.
2. mgr. orðast svo:
     Ökumaður á bifhjóli eða torfærutæki skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm. Þá skal ökumaður á bifhjóli sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað.


Þetta eru lögin, hvort sem þér líkar betur aða verr...

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #9 on: April 30, 2007, 11:08:32 »
jamm akkúrat hlífðarfatnaður  :wink: hver sér svo um hvað sé skilgreint sem viðurkendur.... samgönguráðuneytið setur um það reglugerð sem er ekki tilbúin

Já og ég er með stærra T.....  :^o
Við erum greinilega að tala um sama hlutin :lol:
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #10 on: April 30, 2007, 17:57:00 »
Quote from: "Hera"
jamm akkúrat hlífðarfatnaður  :wink: hver sér svo um hvað sé skilgreint sem viðurkendur.... samgönguráðuneytið setur um það reglugerð sem er ekki tilbúin

Já og ég er með stærra T.....  :^o
Við erum greinilega að tala um sama hlutin :lol:


Reglugerðarheimildin var tekin út í meðferð alþingis...  = engin reglugerð :wink:

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #11 on: May 01, 2007, 12:13:09 »
Quote
Reglugerðarheimildin var tekin út í meðferð alþingis... = engin reglugerð  


Hvenær var það gert :?:  :?: Er mjög forvitin að vita hvaðan þessar upplýsingar koma :!:

Ég átti í samskiptum við samgönguráðuneytið EFTIR að frumvarpið var samþykkt á alþingi. Var þar talað um að þessi reglugerð yrði tekin með / sett sem viðbót við reglugerð um öryggis og verndarbúnað farþega og ökumanna. Reglugerðin er að hluta til innleiðingar á Evrópureglum á þessu sviði. Sem var búið að vinna áður en hlífðarfatnaðar frumvarpið fór í gegn.


Hér er smá tilvitnun í upplýsingar frá samgönguráðuneytinu:
Gert er ráð fyrir að þegar breytingarnar á umferðarlögunum taka gildi (NB meginbreytingarnar á lögunum taka ekki gildi fyrr en 27. apríl) muni Ráðuneytið fljótlega hefja undirbúning að reglugerð eða sennilega viðbót við reglugerðardrögin sem nú verða kynnt.
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #12 on: May 01, 2007, 19:23:04 »
Quote from: "Hera"
Quote
Reglugerðarheimildin var tekin út í meðferð alþingis... = engin reglugerð  


Hvenær var það gert :?:  :?: Er mjög forvitin að vita hvaðan þessar upplýsingar koma :!:

Ég átti í samskiptum við samgönguráðuneytið EFTIR að frumvarpið var samþykkt á alþingi. Var þar talað um að þessi reglugerð yrði tekin með / sett sem viðbót við reglugerð um öryggis og verndarbúnað farþega og ökumanna. Reglugerðin er að hluta til innleiðingar á Evrópureglum á þessu sviði. Sem var búið að vinna áður en hlífðarfatnaðar frumvarpið fór í gegn.


Hér er smá tilvitnun í upplýsingar frá samgönguráðuneytinu:
Gert er ráð fyrir að þegar breytingarnar á umferðarlögunum taka gildi (NB meginbreytingarnar á lögunum taka ekki gildi fyrr en 27. apríl) muni Ráðuneytið fljótlega hefja undirbúning að reglugerð eða sennilega viðbót við reglugerðardrögin sem nú verða kynnt.



http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=195


"Nefndin telur brýnt að skýrt verði kveðið á um notkun hlífðarfatnaðar í umferðarlögum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi


BREYTINGU:C-liður 1. gr. falli brott."   (Reglugerðin)

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #13 on: May 02, 2007, 09:19:20 »
ok :!:  kanski var þetta tekið út af því þeir voru að vinna að hinni reglugerðinni :?:
 
En ef þetta er það sem á að standa þá er í rauninni hlífðarfatnaður óskilgreindur að mestu.. svona eins og hjálmalöggjöfin  :roll:
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Brjalæðingur

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 8
    • View Profile
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #14 on: May 08, 2007, 15:21:52 »
Það er líka fínt að kaupa sér fatnað miðað við notkun.
Ég á þennan rosalega fína goritex galla sem ég nota í langferðir og rigningu, enda finnst mér meira áríðandi að vera þurr og fer hvort er eð ekki í loftköstum í rigningunni.
Þegar er þurrt og ég er meira að leika mér en ferðast, eða bara þvælast innanbæjar, þá er ég í túpugalla, stútfullum af hörðum hlífum, þær henta betur ef maður skutlast í götuna við erfið skilyrði, goritexið er með mjúkum hlífum, þær draga öðruvísi úr meiðslum og eru trúlega ekki hannnaðar fyrir reisbrautina, meðan höru hlífarnar eru það.

Flest venjulegt fólk sem ætlar bara að hjóla á sínum ekta hippa, rólega um bæinn, en vill upplifa lágmarksöryggi, getur svosem keypt sér hvað sem er, EN, hlífarnar innan í gallanum, skipta höfuðmáli ef maður skellur í götuna, utan í bíl, þaðan á skilti, svo á kantstein etc....

Við óheppilegar aðstæður kemur gat á allt, hvað sem það heitir, hef séð stærðar göt á leðri og goritexi.

Get bara bætt einu við, eftir að hafa prófað alvöru bakbrynju og farið svo út að hjóla án hennar, upplifði ég þá tilfinningu að vera óþægilega ber og óvarinn á bakinu, síðan þá fer ég ekkert án hennar.
Það er ekki magnið heldur gæðin á brjálæðinu sem skipta máli.
Og Herur hafa rangt fyrir sér án undantekninga.

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
« Reply #15 on: May 08, 2007, 15:50:21 »
Quote
Get bara bætt einu við, eftir að hafa prófað alvöru bakbrynju og farið svo út að hjóla án hennar, upplifði ég þá tilfinningu að vera óþægilega ber og óvarinn á bakinu, síðan þá fer ég ekkert án hennar.


Frétti af því að þú svæfir í henni   :lol:  :lol:  :lol:  :lol: og náttkjól
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.