Svona leit fjöðrunarbúnaðurinn út þegar ég tók hann úr og var búinn að slípa hann aðeins til.
Og svona þegar það er búið að sandblása og pólýhúða (powdercoat)
Nýjar pólyfóðringar, stýrisendar, spindlar og alles.
Nýja ballansstöngin er AÐEINS sverarai en orginallinn
Maður verður að redda sér á ýmsann hátt stundum, þarna er ég að taka skapalón af festingunnum.
Lokið komið á, takið eftir víraógeðinu þarna.
Víraflækjan var að mestu fyrir þetta tvennt, miðstöðvarviðnámið og þetta relay, þetta var allt utanáliggjandi svo ég færði það bara innann í miðstöðvar kassann.
Smíðaði bara lítið brakket úr 3 mm áli fyrir viðnámið og núna er það á miklu betri stað en áður
Á eftir að sprauta hvalbakinn svo ekki spá í því neitt
Allt þetta var ofanlega í vélarsalnum og vel sýnilegt áður
Hérna er ég búinn að grisja úr þá víra sem voru fyrir A/C og búinn að koma þessu fyrir, bara eftir að festa lúmið.
Fyrst ég var á annað borð inn í mælaborðinu þá tók ég bara líka til þar, greinilegt að fyrri eigandi var ekki með mína fullkomnunar áráttu
Og svona lítur þetta út núna, bara eftir að sprauta lokið og setja blásarann í.
Lúmið sem er þarna neðarlega á hvalbakinum er hluti af því sem ég gerði seinast, en þá tók ég hina hliðina í húddinu í gegn, þetta sést ekki, fer bak við vélina.
Var að fara með innra brettið til félaga míns í viðgerð, það var búið að skera í það og hann ætlar að sjóða það fyrir mig.
Veit ekki hvenær ég fæ það aftur né hvenær ég get komið því við að sprauta lokið (er enn að ákveða lit) svo það er óvíst hvenær ég fer að raða saman
Sjáum svo hvað gerist í kvöld.