Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Færa girðinguna

<< < (4/5) > >>

Einar K. Möller:
Góð lesning frá þér Hálfdán.

Ég veit fyrir víst að þeir nota 7 sek. regluna í USA hvað varðar Pre-Stage/Stage, þ.e.a.s þegar annað tækið er Fully Staged hefur hitt tækið 7 sek. til að Full Stage-a sig líka.

Eina undantekningin í þessu er sú þegar annað tækið drífur sig í Full Stage áður en hitt er nálægt því að verða Pre-Staged.

EKM

eva racing:
Hæ.
    Eru ekki allir búnir að taka lyfin sín.    7 sek er nú svolítið stress......
      Mikið af sportara brautunum eru enn með 15 sek og halda sig við það..
  En ræsir hefur sín völd og dæmir hvort þetta er af því menn eru að tefja viljandi eða hvort eitthvað bögg er eða menn bara að vanda sig...

     En hver er reglan þegar báðir eru búnir að stilla sér upp og standa með allt í botni á transbreikinu (líftími á converter/skiftingu er ca 15-25 sek)
  En ástkærir stjórnstöðvarstrumpar eru að leita að Góða tímanum hans Steina frænda síðan í tímatökunum um morguninn.................Grrrrrrrrr..

     Hver er þá sek fjöldinn ????????????????????????????  Haaaa,,,,,, svaraðu þviíí.???

     Sem betur fer hef ég ekki lent í þessari stöðu (að hanga á ráslínu meðan tölvu/stjórnstöðvargúrúar eru að ........What ever they do)   Því bara hvað ég hef orðið reiður á hliðarlínunni (fyrir hönd keppenda (ég þessi geðpríðis maður))  Er einsgott að maður er ekki með Browninginn í skottinu, maður væri vís með að ná í hann og taka löpp eða tvær undan stjórnstöðinni.......     Neeeee segi bara svona.

 Kveðja
  Valur Vífilss..... fyrrum keppönd

eva racing:
hæ.

     Mikið er ég sammála félaga Ragnari um staðsetningun á girðingunni.
  Þó ekki væri nema til að bæta sýn áhorfenda...  Því þegar girðingin er svona nálægt sjá þeir sem eru uppvið girðinguna,,, en hinir sem eru fyrir aftan og uppí hól sjá lítið fyrr en tækin eru komin útundir 1/8 því þegar ekki eru hnakkar þeirra fremstu,  Þá tekur við vegriðrið.... sem er efni í annann og betri spjallþráð...

   Valur Vífilss.  uppí hól að hlusta á keppnina.....

firebird400:
Valur þú þarft kannski að fara að taka lyfin þín, Stjórnstöðvarstrumpar og Browninginn úr skottinu, ert ekki í lagi eða  :roll:

Sú regla var tekin upp hjá okkur í fyrra að eftir sirka 20 sec skildi vera ræst svo ekki fer mikið fyrir stressinu í okkur.

Svo hlítur þú, heilhugsandi maðurinn að átta þig á því að útsýni og yfirsýn þeirra sem eru í turninum er mun betra en þeirra sem standa á hliðarlínunni, já eða annars staðar á svæðinu, og fyrir vikið er afar líklegt að það séu aðrar ástæður fyrir því að ekki hafi verið ræst í því tilfelli sem þú talar um.

Ég get hins vegar fullyrt að það hefur ekki komið fyrir að við í stjórnstöð höfum verið einhvað að gaufa gramsandi í einhverjum tímum á með allt grillar á ráslínunni, svo þú getur sleppt bullinu,
og ef þú ert einhvað gramur þá er þetta ekki staðurinn til að röfla og skammast til þess eins að létta á þér.

Virðingarfyllst

Agnar

eva racing:
Bæ.


     Afsakið,,,,  innilega,,,,    Ég hefði átt að geta sagt mér það sjálfur að..

    .spjallrásir eru ekki rétti staðurinn til að ræða hluti (góða eða slæma)
    .girðingin hlýtur að vera á góðum stað fyrst það er svona gott útsýni úr stjórnstöðinni.
    .stjórnstöðvarsrympur hafa haft góða ástæðu fyrir því að ekki var gefið grænt ljós á ræsingu.  
     .Keppendur hafa bara gott af því að bíða á startlínunni.
     .það er þeirra vandamál að stjórnstöð er ekki tilbúin.
    . ég þarf að koma með nokkra afsökunarpósta  í viðbót fyrir strumpa sem ekki hafa verið uppá braut.
     .T.d þú (firebrat 400) gætir ekki skilið að það var líka verið að svara næsta pósti á undan
      .láta líða allavega 2 mánuði á milli heimsókna á þennann gáfumannavef
       . ekki væru allir á sömu lyfjum og ég.

 Valur Vífilss. tíu fjórir

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version