Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Færa girðinguna
1966 Charger:
Mig langar að leggja til að vírnetsgirðingin, á þeim kafla þar sem hún liggur meðfram startinu, verði færð fyrir fyrstu keppni. Það er allt of stutt bil á milli áhorfenda og bíla á þessum kafla. Ég hef nefnt þetta við nokkra í bransanum og allir eru sammála þessu, en það vantar aksjónina.
Átökin í upptökunni geta leitt til brotinna öxla (sem geta orsakað að bílarnir breyta skyndilega um stefnu út af brautinni) eða að það brotnar/springur eitthvað og þeytist af gífurlegu afli og hraða út frá keppnistækjunum. Ég hef séð hvorttveggja gerast (Ford sem keyrði nærri niður jólatréð og draglið sem kom fljúgandi á öðru hundraðinu undan bíl) á keppnum erlendis og tel ástæðulaust að auka líkurnar á að fólk slasist hér heima ef svo fer, með því að hafa girðinguna þar sem hún er núna. Þar fyrir utan hefur mannfjöldasöfnunin við girðinguna gert það að verkum að þeir sem vilja kúra uppi í áhorfendabrekkunni sjá bara rassgöt. Ég skal koma í bæinn og hjálpa til að færa vírinn ef skynsemin fær að ráða. Svo fagna ég því, ef satt er, að leggja eigi fé í að lengja bremsukaflann í sumar.
Ragnar
firebird400:
Klúbbur er bara summa félagsmanna sinna :wink:
Ef þetta er einhvað sem þú ásamt hópi annara eru búnir að sjá að þurfti að gera þá væri geggjað ef þið væruð til í að taka þetta að ykkur, taka saman hvað þyrfti af efni og þess háttar og þá mundum við smala saman góðum hópi og rumpa þessu af, en við yrðum alltaf að byrja með lágmarks mannskap sem þykir þetta þarft verk :D
Að fá mannskap til að vinna sjálfboðavinnu er erfiðara en allt, ég er alveg búinn að sjá það.
Í von um að verða brátt í vöskum hóp, vinnandi að lagfæringum við brautarstæðið :smt041
Kv Agnar
Heddportun:
Sammála 66 charger
ég get hjálpað
Nóni:
--- Quote from: "BadBoy Racing" ---Sammála 66 charger
ég get hjálpað
--- End quote ---
Maðurinn heitir Ragnar :D
kveðja, Nóni með allt á hreinu.
1965 Chevy II:
Sælir,
Væri ekki nóg að setja Borða frá girðingu og í súlurnar undir stjórnstöð til beggja enda á meðan keppni stendur?
Ég var bara að hugsa um aðgengi bíla að stjórnstöðinni þegar það er verið að bera dót í stjórnstöð.
Ég er EKKI að skíta þetta neitt út bara smá hugmynd!
Frikki.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version