Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Breytingatillögur við GF flokk
69Camaro:
Sælir félagar !
Nei mér er ekkert illa við 4 cyl. bíla, þetta var meira sagt í gríni, þekki reyndar mann fyrir vestan haf sem á lítinn Lexus sem fer á sléttum 7 sek. á 200 MPH. ( væri frábær í OF flookinn hjá okkur, smell passar í Indexinn, gæti dólað á hálfum snúning í 9 sek. )
Nei það sem ég er einfaldlega að benda á er að venjulegur Amerískur bíll viktar venjulega 3000 + lbs. Ef að þið eruð búnir að lækka þessa þyngd niður í 2640 lbs. og á sama tíma að félla út ákveðna hluti sem gera mönnum mögulegt að létta tækin ( eins og Frikki bendir á hér að ofan, ætti að vera græn litað í texta ) þá eru við með smá vandamál á ferðinni .
Til að koma Amerískum bíl niður í 2640 lbs. þá þarf hann allur að vera meira og minna úr áli og plasti. Get ómögulega séð svoleiðis bíl í götuakstri. Þeir eru alla vega ekki til hér á landi. Þeir bílar sem við höfum haft fyrir augunum í þessum flokki undanfarin ár eru t.d. Einar Birgis, Benni, Þórður, Rúdólf, ....... ofl. allt venjulegir amerískir bílar vel yfir 3000 lbs. Sé einfaldlega ekki hvernig ætti að vera hægt að létta svoleiðs bíla niður í 2640lbs. m/ökumanni á örfáum vikum, og sérstaklega ef ekki má notast við ál til léttinga. Ökumaðurinn stígur frá borði og þá erum við að horfa á 2400lbs. bíl ? hafið sé einhverja slíka hér á landi nýlega í götuakstri ? allann úr upprunalegum gólfefnum :P
kv.
Ari
Big Fish:
Sælir jú samála þér nonni bílar sem eru komnir í 10 þeir eiga heima þarna en mér finnst líka við ætum að leifa mönum sem eru búnir að kaupa bíla að utan sem eru með ál gólf og skálar þeir eru orðnir nokkuð margir það er hálf heimskulegt að þeir gedda keyrt á göduni en ekki nema í OF á kvartmílunni hleipum þeim í GF látum stóru kallana um OF .Þessar breitíngar taka þær gildi á næsta ári ef þær verða samþigtar á aðalfundi :?:
kveðja þórður
69Camaro:
Nóni skrifar :
"Skoðið þetta nú með opnum hug og takið afstöðu hver fyrir sig, þetta er farið að hljóma eins og kosningabarátta. "Ekki breyta þessum flokk, hann passaði svo vel fyrir bílinn minn sem ég er búinn að vera í mörg ár að smíða"
Ég skil, samkvæmt þínum röksemdafærslum þá er mjög sniðugt að smíða fullbúinn keppnisbíl upp 8 vikum fyrir upphaf keppnistímabils. Ég skrifaði hvergi að ég væri andsnúinn einhverjum breytingum, þær verða þó að byggjast á einhverri skynsemi og rökstuðningi.
Ég tók dæmi um nokkur keppnistæki sem hafa verið brúkuð í keppnum undanfarin ár, vilt þú ekki segja eigendum þeirra hvernig þeir eiga að breyta þeim í snarheitum nokkrum vikum fyrir sumarið.
Nú síðan bendir þú á ákv. mistök varðandi rauða og græna litinn, einhver fleiri mistök sem þú vilt segja okkur frá á þessu stigi.
Ari
Dodge:
ég er sammála þessu með efnisvalið, það á ekki að ráða úrslitum úr hvaða efni nýsmíðin er.
Tildæmis cudan hans Jóns Geirs er alveg pjúra GF bíll og væri asnalegt að
mínu mati að neiða hann í OF.
Og eins númerareglan verður burt að hverfa.
Það samræmist ekki lögum að skilda bíla á númer sem eru enganveginn lögleg.
Eins og þetta er núna gæti löggan mætt á keppni og límt boðun í skoðun
á GF bílana fyrir púst og fleira sem er ólöglegt í almenna umferð.
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Þetta er inni með ál gólf :!:
--- Quote ---GÓLF:
Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf… Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var. Öll nýsmíði verður að vera úr áli eða stáli
--- End quote ---
Ég verð að viðurkenna að ég var búinn að hugsa um þetta með númerplöturnar, og fattaði það þegar ég las reglurnar á netinu að ég hafði gleymt að setja það inn. :oops:
Það er hinns vegar hérna hjá mér í mynnispunktunum :o
Gengur betur næst :!:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version