Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Breytingatillögur við GF flokk

<< < (2/5) > >>

Valli Djöfull:
Ari.. það er hvergi talað um að þessi v8 vél þurfi að vera í amerískum bíl þó hún hafi verið það upphaflega  :twisted:

1965 Chevy II:
GÓLF:
Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf… Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var.
Öll nýsmíði verður að vera úr áli eða stáli.

Af hverju er verið að taka eitthvað úr reglunum sem er ekki í þeim?
Þetta: Öll nýsmíði verður að vera úr áli eða stáli. hlýtur að hafa átt að vera grænt eða hvað?

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Ari.

Jú það er rétt að það var Nóni sem var hugmyndafræðingurinn að breytingunum nema þessu með grindina sem ég var nú búinn að útskýra.

GF/flokkurinn hefur alltaf verið hugsuð sem hálfgerð "endastöð" ef svo má að orði komast, fyrir þá sem voru komnir upp úr SE/ annars vegar og svo GT/ hinns vegar.
Og að sjálfsögðu fyrir þá sem vilja koma bara til að keppa í skemmtilegum flokki sem býður upp á mikið. :!:

Nóni benti þá réttilega á að ekki væri gert ráð fyrir minni vélum og þá léttari bílum í þessum flokki og að hann myndi þá ekki þjóna tilgangi sínum sem slíkur.

Ég get alveg tekið undir með honum, þannig að við ákváðum að gera eitthvað í þessu og reyna að setja ákvæði fyrir þessa bíla þarna inn í.

Þar sem ég er harla fáfróður um minni bílana þá lét ég Nóna um þann hluta, og hélt mig við að skrifa það niður sem að hann sagði.
Þegar það allt var komið þá fannst mér að það væri of mikið bil á milli upp í stærri vélarnar hvað þyngd varðaði þannig að ég lagði til að við Nóna að hún yrði færð niður sem honum leyst vel á.

Ef að það vakna spurningar um þyngdarmörk, vélar og hvernig það myndi breyta flokknum, þá held ég að Nóni sé besti maðurinn að svara því. :!:

Flestar þessar breytingar á stærri 4-6cyl vélunum er miðað við Evrópu og Ameríku vélar, og minnstu 8cyl eru líka miðaðar við nýjustu vélar frá Evrópu og Ameríku sem eru í framleiðslu.

Þessar breytingar hefðu þurft að mér finnst örlítið meiri kynningu, en kannski er best að hella sér beint í djúpu laugina :?:

Persónulega held ég að flokkur sem væri blandaður bæði minni og stærri, eldri og yngri bílum yrði mjög skemmtilegur og litríkur.
Kannski er þarna líka komin áskorun á þá sem eru á minni og yngri 4cyl, 6cyl, turbo o.s.f............. að smíða alvöru tæki, mæta til alvöru keppni, og ná alvöru tímum.
En eins og ég segi þá er þetta mín persónulega skoðun. :?

Svo er þetta nú bara tilllaga :!:

Big Fish:
Sælir mér er nú ekki illa við þessar hrisggrjónapödur það lítur ekki vel út þegar ég stilli mér upp við eina slíka í GF það væri eins og ég væri meindíraeiðir á slíka bíla einig hálf kjánalegt að spyrna við 13 til 15 sek í þessum flokki. En varðandi númera plödurnar þá er jú gödubíll vanalega keistlufær á gödu en mín vegna má umferðarstofan geima plödurnar

kveðja þórður

Nóni:
Sælir,

sæll Ari, það kom fram hugmynd um að fá flokk fyrir 4 og 6 cyl. bíla sem væri búið að tjúna svaka mikið og mér sýndist GF flokkurinn hafa upp á allt að bjóða nema þyngdartakmarkanir, fannst ekki vit í að búa til einn flokk í viðbót fyrir kannski 1 eða 2 bíla.  Ég veit ekki af hverju þú ert svona hræddur við að opna flokkinn, Þórður virðist ekkert vera hræddur :lol:  Þó að svona bílar hafi aldrei verið smíðaðir fyrir vestan haf þá þýðir það ekki að þeir séu ekki til og í reglunum segir hvergi hvar bíllinn á að hafa verið framleiddur.

Frikki, ég er búinn að laga þetta. Það átti auðvitað að vera grænt. Biðst ég forláts á þessu.

Þórður, ég vona að þeir sem keyra yfir 11.50 verði ennþá í GT og RS en þegar einhver kemur með bíl sem er kominn niður í 10 sek. þá er allt í lagi að hleypa honum inn einhversstaðar í flokk.

Skoðið þetta nú með opnum hug og takið afstöðu hver fyrir sig, þetta er farið að hljóma eins og kosningabarátta. "Ekki breyta þessum flokk, hann passaði svo vel fyrir bílinn minn sem ég er búinn að vera í mörg ár að smíða"


Kv. Nóni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version