Author Topic: Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.  (Read 4105 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« on: February 24, 2007, 23:26:11 »
Tillagan hefur verið dregin til baka af Hálfdáni Sigurjónssyni og ný sett í staðinn.


GF flokkur


ÚTBÚINN GÖTUBÍLAFLOKKUR


FLOKKALÝSING:
Flokkur fyrir bíla sem geta talist hæfir til götuakstursog ekið í almennri umferð, það er bílar með fulla yfirbyggingu og annað sem þarf til að aka megi þeim á götum.   Breyta má nokkrum atriðum til að bíllinn henti betur til spyrnuaksturs, þó með þeim skilyrðum að hægt sé að breyta honum aftur með lítilli fyrirhöfn og færa hann til skoðunar á viðurkennda skoðunarstöð.   Bílar í þessum flokki þurfa að vera á númerum.
Lágmarksþyngd í flokknum er 1200 kíló/2640 lbs með ökumanni á ráslínu.
Bílar skulu auðkenndir með GF/ og númeri ökumanns.



MÁL OG STAÐLAR

VÉL:  1


VÉL:
Skal vera bílvél.   Ótakmörkuð tjúning leyfð, þar með talið nítró.

ÚTBLÁSTURSKERFI:
Opnar flækjur leyfðar.   Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.

ELDSNEYTI:
Allt leyft þar með talið:  bensín, alkóhól, nítró og nítrómetan.

ELDSNEYTISKERFI:
Sérframleiddir og staðlaðir eldsneytistankar (sellur) skylda í öllum bílum þar sem upprunalegir eldsneytistankar eru ekki  notaðir.   Staðlaðar bensín “sellur” eru skylda í öllum bílum sem fara niður í 9,99sek 140mílur 225km eða neðar í tíma og/eða endahraða.   Sverleiki og fjöldi eldsneytisleiðsla er frjáls en þær verða allar að vera úr viðurkenndum málmrörum eða vírofnum eldsneytisslöngum.   Sjá aðalreglur 1:5.

VÖKVAYFIRFALL:
Skylda er að hafa vökvayfirfall og söfnunarkút tengdann því við kælikerfi á öllum bílum.   Minnsta stærð á söfnunarkút er ½ lítri.

FORÞJÖPPUR:
Kefla og/eða afgas forþjöppur eru leyfðar á öllumtegundum véla og eldsneytis í öllum bílum í þessum flokki.
Sjá aðalreglur:  1:12 og 1:13.



INNGJÖF:
Inngjöf skal stjórnast eingöngu af ökumann og eru öll hjálpartæki við hana hvort sem það eru tölvur, rafmagn, vökvi, loft, osf.   Stranglega bönnuð.
Sjá aðalreglur:  1:14.



DRIFRÁS:  2


TENGSLI, KASTHJÓL, KASTHJÓLSHLÍF.
Tengsli og kasthjól samkvæmt staðli SFI Spec 1.1.  skylda nema að um upprunalega hluti  eða sambærileg frá upprunalegum framleiðanda vélar sé að ræða.   Sprengihellt kúplingshús samkvæmt staðli SFI Spec 6.1  eða 6.2 skylda í öllum bílum sem nota kúplingu.   Sjá aðalreglur 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

DRIFSKAFT:
Baula utan um drifskaft skylda.   Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS:
Nota má hvaða afturás sem er.   Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar.   Öxulfestingar út við hjól æskilegar.

SJÁLFSKIFTING:
Frjálst val á sjálfskiftingum og vökvatengslum.

HLÍFÐARSKJÖLDUR FYRIR SJÁLFSKIFTINGAR:
Sprengihlíf á sjálfskiftingu skylda einnig má nota sprengimottu.   Sprengihlíf á “flexplötu” æskileg og skylda ef bíll er kominn niður í 9,99sek og/eða í 140mil 225km endahraða og/eða er með breyttan hvalbak.



BREMSUR OG FJÖÐRUN:



BREMSUR:
Vökvabremsur á öllum hjólum skylda.   Sjá aðalreglur 3:1.

STÝRI:
Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð.   Minnasta þvermál Stýrishjóls er 13”(33,02cm).   Öll stýrishjólverða að standast skoðun hjá skoðunarstöð.

FJÖÐRUN:
Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda.   Minnst einn virkur höggdeifir á hvert fjaðrandi hjól.   Allar breytinga á framfjöðrun leyfðar.
Skipta má út gömlum grindarbitum fyrir nýa.


SPYRNUBÚKKAR:
Allar tegundir af spyrnubúkkum leyfðar.   Sjá aðalreglur 3:5.


PRJÓNGRINDUR:
Prjóngrindur eru leyfðar en mega þó ekki vera með málmhjólum.    Sjá aðalreglur 3:6.




GRIND:   4



GRIND:
Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki.
Allar breytingar á grind leyfðar.
“Anti body swaybar” leyft,


STUÐARAR:
Skifta má yfir í plast stuðara ef þeir hafa sama útlit og upprunalegir.

HÆÐ YFIR JÖRÐU:
Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3”(7,62cm) frá framenda bíls að punkti 12”(30,48cm) aftan við miðlínu framhjóla.   Síðan 2”(5,08cm) það sem eftir er.   Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.

VELTIGRIND OG BÚR:
Veltigrind er skylda í öllum bílum semfara  11,99sek og/eða 120mílum (195km) eða betur.   Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir.   Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

BIL MILLI HJÓLA:
Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2” (5,08cm).










HJÓLBARÐAR OG FELGUR:   5



HJÓLBARÐAR:
Slikkar leyfðir.   Framdekk þurfa ekki að hafa DOT stimpil.   Sé svo verða framdekk að vera sérstaklega gerð fyrir spyrnuakstur.

FELGUR:
Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur.   Minnsta felgustærð er 13” nema að bíllinn hafi komið upprunalega á minni felgum og sé með upprunalega vél.


INNRÉTTING:   6



SÆTI:
Öll sæti skulu vera vel fest.   Bílar sem fara 11,99sek og/eða 120míl (160km) eða betur verða að hafa sæti með háu baki.   Bílar sem fara 9,99 og/eða 150mil (240km) eða betur verða að vera með keppnisstól.   Æskilegt  er að allir bílar séu með keppnisstóla.   Bæði framsæti verða að vera í bílnum.
Keppnisstóll er skylda þegar bíll er kominn niður í 11,99sek og/eða 120mph, og skal hann vera viðurkenndur og festur samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

BODDÝSTÁL:
Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn).    Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg.   Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum.   Magnesíum bannað.

KLÆÐNING:
Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað.   Bæta má við mælum að vild.   Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skylur eftir sig.   Skylda er að hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt.    Æskilegt er að gólfteppi séu ekki fjarlægð.   Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.

GLUGGANET:
Glugganet er æskilegt í alla bíla en skylda ef bíll er kominn niður í 10,99sek og/eða 140mil (225km) hraða eða betur.   Sjá aðalreglur 6:3.




YFIRBYGGING:   7



YFIRBYGGING:
Upprunalegt útlit verður að haldast.   Þó má setja á brettakanta lækka topp osf.   Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar.   Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.   Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.



BRETTI:
Öll bretti skulu vera til staðar.   Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir.   Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn.   Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss.



HVALBAKUR:
Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út  og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt.   Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað.   Breyta má hvalbak vegna vélaskifta og verður það þá að vera gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega.   Vél má þó ekki staðsetja aftar en svo að fremsta kerti sé í miðlínu spindla.   Breyttur hvalbakur skal eftir sem áður uppfylla ofangreind skilyrði um efnisval.

GÓLF:
Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda.   Bannað er að hækka gólf.   Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki.   Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf…   Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var.

GÖTUBÚNAÐUR:
Öll ljós skulu vera virk.   Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur.   Sleppa má þurkum miðstöð og loftkælingu.

VÆNGIR OG VINDKLJÚFAR.
Leyfðir svo framarlega að þeir brjóti ekki regluna um lágmarks hæð frá jörðu.  

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR:
Allar rúður verða að vera til staðar og úr upprunalegum efnum.  






RAFKERFI:   8


RAFGEYMAR:
Mest tveir rafgeymar leyfðir.   Mega vera sýru og/eða þurrgeymar.   Rafgeymar mega ekki vera staðsettir í ökumannsrými.   Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

TÖLVUR OG GAGNASÖFNUN:
Tölvur og önnur tæki sem afla gagna um viðkomandi ökutæki leyfð.   Þau mega hinns vegar ekki hafa nein áhrif á ræsingu, inngjöf, tengsli, “tranbrake” eða annað í bílnum sem hjálpar við stillingar eða ræsingu eða neitt það sem kann að hjápa eða hindra ökumann eða vélbúnað ökutækis í ferð.   Sjá aðalreglur 8:2.


BIÐBOX OG HJÁLPARTÆKI:
Leyfð.

KVEIKIKERFI
Öll kveikikerfi leyfileg nema tímastill kveikibox (stutter box), magnetu kveikjur bannaðar.

HÖFUÐROFI:
Höfuðrofi er skylda í öllum bílum.

AFTURLJÓS:
Allir bílar verða að hafa afturljós sem virka.

STUÐNINGSFLOKKUR:  9



DRÁTTARTÆKI:
Öll dráttartæki eru bönnuð.



ÖKUMAÐUR:  10


ARMÓLAR:
Leyfðar, sjá aðalreglur 10:3.

RÉTTINDI:
Gillt allmennt ökuskýrteini skylda.

STAÐSETTNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomndi ökutækis eða samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda þeirra keppnisstóla sem notaðir eru.

ÖRYGGISBELTI:
Þryggja punkta belti skylda í bílum að 11,99sek og/eða 120mil (190km). Bílar 11,99sek og/eða 120mil (190km)og undir, verða að hafa viðurkennd og stöðluð fimm punkta öryggisbelti þriggja tommu breið.

HJÁLMUR:
Skylda sjá aðalreglur 10:7.

HLÍFÐARFATNAÐUR :
Í öllum keppnisbílum er tregbrennandi fatnaður skylda,(ekkert nælon eða flís).
Í bílum sem fara undir 11,99sek og/eða 120mílur (190km), jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli:  SFI Spec 3-2/A1 skylda.
Bílar 9,99sek og/eða 150mil (240km) og undir.   Jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli SFI Spec 3-2A/5, skylda.

UPPHITUN:
Sjá aðalreglur 9:10.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #1 on: February 25, 2007, 01:31:40 »
Quote
BODDÝSTÁL:
Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn). Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg. Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum. Magnesíum bannað.


Væri nú ekki ráð að breyta þessu örlítið. Hvaða máli skiptir hvort málmurinn sé ál eða stál. Upprunaleg efni ætti að far aút þarna og menn fá valið um ál eða stál.... Þetta snýst á endanum bara um vigtina.

Bara mín 2 sent.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Big Fish

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 155
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #2 on: February 25, 2007, 12:55:19 »
Samála :?:

þórður
Big Fish race team.
Þórður Tómasson

Offline Dohc

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 170
  • Teitur Yngvi
    • View Profile
    • http://www.picturetrail.com/teitury
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #3 on: February 26, 2007, 00:42:23 »
færi ég í þennan flokk með 2600cc mótor og tvær forþjöppur?

get bæði verið afturdrifinn og fjórhjóladrifinn.
R-32 GTR

Offline Gunni gírlausi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 169
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #4 on: February 26, 2007, 09:47:49 »
Quote from: "Dohc"
færi ég í þennan flokk með 2600cc mótor og tvær forþjöppur?

get bæði verið afturdrifinn og fjórhjóladrifinn.


Nei, þú ferð í GT. Túrbó er einn aflauki, sama hvað þú ert með mikið af því.

Gírlaus.
60ft............1.924
mid mph......93.75
660............8.006
mph...........115.68
ET..............12.287

Hoosier daddy....

VW Golf GTi-16VT

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #5 on: February 26, 2007, 13:25:06 »
"Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeifir á hvert fjaðrandi hjól. Allar breytinga á framfjöðrun leyfðar.
Skipta má út gömlum grindarbitum fyrir nýa."


Til hvers er verið að þessu, eru menn kannski komnir á undan reglum í breytingarham, er ekki rétt að menn smíði bíla eftir þeim reglum sem til eru en ekki öfugt.
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Fjöðrun-Hjólastell-Grind.
« Reply #6 on: February 26, 2007, 14:01:17 »
Sælir félagar. :)

Sæll Einar.

Ég var reyndar búinn að skrifa þessa breytingu hjá mér í fyrra, en hún kemur til af því að það eru komnar margar gerðir af "bolt on" hjólastellum fyrir þessa gömlu bíla.
Mér finnst það mikið öryggisatriði að grinda að framan, hjólastell og bremsur séu eins góðar  og völ er á.
Sérstaklega ef um er að ræða þunga bíla á miklum hraða þar sem mikið mæðir á þessum búnaði.
Það gerðist fyrir nokkrum árum í spyrnukeppni hjá að ég held Fornbílaklúbbnum sem haldin var í Þorlákshöfn að bíll lenti á ljósastaur þegar hann var að bremsa sig niður eftir spyrnu, þar sem grindarbiti hafði hreinlega rifnað upp vegna ryðs.
Ég man nú ekki lengur hvort þetta gerðist í keppninni sjálfri eða eftir keppni, en staðreyndin er bara sú að þetta gerðist og við verðum að læra af svona löguðu.
Við viljum jú að allir komist heilir frá keppni ekki satt. :!:  :idea:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #7 on: February 26, 2007, 14:17:19 »
Bílar í þessum flokki eru líka oftar en ekki með framhjólin á lofti þegar þeir fara af stað og það getur mætt mikið á original framfjöðrun þegar big block með öllu tilheyrandi skellur niður á framhjólin.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Grindur
« Reply #8 on: March 05, 2007, 19:33:12 »
Sæll Hálfdán

Er ósamála þér varðandi þessar breytingatillögur sem mér sýnast stangast á við annað í þessum reglum. Ég tel að bílar í GF eigi að halda upprunalegri grind að framan. Þú stingur upp á  : " Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeifir á hvert fjaðrandi hjól. "Allar breytinga á framfjöðrun leyfðar. Skipta má út gömlum grindarbitum fyrir nýa. "

Þetta stangast á við :

GRIND:
Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki.
Allar breytingar á grind leyfðar.
“Anti body swaybar” leyft,

Nú getur verið að ég sé að lesa of mikið út úr þínum tillögum, en samkvæmt þeim þá mætti lesa að maður gæti breytt klafa bíl yfir í "Strut " fjöðrun og gæti líka skipt út grindinn fyrir ? rör eða 2x3 grind, ef að svo er þá er flokkurinn kominn yfir í OF, eða nánast " full tube " bíla .

Ég tel að við eigum að halda okkur við upphaflega textan, sem sé original grindur. Ef að menn eru með einhverjar lélegar eða ónýtar framgrindur nú þá verða þeir að færa sig upp um flokk og skipta út grindinni fyri rör eða 2x3 . Skoðanamenn eiga að vera færir um að dæma grindur ónýtar eða óöruggar.

P.S. Þegar að t.d. Kaninn talar um " Backhalf " bíla þá gengur það út á original framenda. Ef hann er farinn þá ertu með eitthvað annað tæki í höndunum .

Með kveðju

Ari
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
GF Regluhugmyndir.
« Reply #9 on: March 05, 2007, 19:55:01 »
Sælir félagar. :)

Sæll Ari

Já sennilega ert þú að lesa aðeins of mikið úr þessu, en svo má kannski líta á það að kannski hefði mátt orða þetta þannig að þetta yrði "þrengra".

Það var alla vega ekki hugmyndin að singa upp á því að bílar byggðir á röragrimd ættu að vera í þessum flokki.

Hvað varðar að skoðunar stöðvar séu færar um að skoða grindur, þá eru þær það greinilega ekki.
Það er farið að sónar skoða grindur á keppnisstað í USA ef þurfa þykir.

Ég tók grindarkaflann og fjörðunarkaflann nokkurn veginn beint frá "OSCA Pro Street" flokki:

Quote
Nitrous Express Pro Street Class 2007 Rules & Regulations
Back-half chassis only
After market bolt on  front clip allowed with manufacturers name stamped on it.
After market front suspension components must be in stock location (mounting points may be altered)
Cars originally equipped with struts must mount the strut in the original upper mounting location


En eins og ég sagði hér fyrir ofan er ég smeykur við gamlar grindur, og gamlann hjólabúnað.

Hvað hefði til dæmis getað gerst ef Einar Birgisson hefði ekki verið með góða grind og hjólabúnað þegar bíllinn tók hliðarspor prjónandi hér um árið :?:

Höfum öryggið í fyrsta sæti, það þarf ekki að breyta svo miklu til að breyti heilum flokki :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.