Sælir félagar.
Sæll Harry.
Gott að þér þyki þetta fróðleg
En það er reyndar rétt hjá þér, það þarf einfaldlega ekki að breyta reglum.
Heldur hafa þær eins og þær reglur sem síðast gilltu.
Spuningin er bara hvað reglur það voru?
Voru það þessar:
http://www.kvartmila.is/display.php?PageID=37Þessar:
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7111Eða þessar sömu að ofan mínus dekkjakaflinn, sem stjórnin breytti eftir aðalfundinn í fyrra en hafði ekki leyfi til samkvæmt 9. grein laga klúbbsins, sem er svona:
9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður keppnis- og svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Keppnisreglum má aðeins breyta eftir að þær hafa verið samþykktar á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Gildandi keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.
Og það þrátt fyrir að áhöld væru um kosningu í þessu umdeilda dekkjamáli.
Reglurnar voru birtar á sínum tíma eins og þær voru lagðar fram á aðalfundi og "samþykktar" (umdeilt) þar, og síðan birtar hér á spjallinu sem telst opinber birting.
Það hefði því þurft að fá aðalfundarsamþykkt til að breyta þeim, jafnvel þó svo að það hefði/hafi komið í ljós að kosningin var ekki rétt.
Ef svo er þá þarf að kjósa aftur um þetta atriði og EKKERT annað, í þeim reglum sem við á.
Stjórnin má hinns vegar ekki breyta því sem aðalfundur samþykkir, er búið að birtast opinberlega og hefur þar með öðlast gildi.
Ég veit að þetta er komið út í lagamál, en við erum sem íþróttafélag með aðild að ÍSÍ komnir í þá stöðu að við verðum að hafa hlutina á hreinu og þar með að nota lagamál.
Hinns vegar með Corvette og Viper.
Þá hafði ég skilgreiningu frá "musclecarclub.com" að leiðarljósi þegar ég samdi reglurnar.
Þar kemur Viper hvergi fram þar sem talað er um "musclecar" en þar er Corvette flokkuð sem "sportcar" og fellur því ekki undir skilgreininguna "Musclecar"
Hér má sjá þeirra skilgreiningu á hvað er "musclecar":
http://musclecarclub.com/musclecars/general/musclecars-definition.shtmlÉg var þess vegna að reyna að koma MC flokknum nær því að vera "alvöru" Musclecar ferkar en hitt.
Þess vegna ætti líka að skoða MS/flokkinn í samhengi við þessa nýu tillögu mína um MC/flokk.
Hvað varðar yngri bílana, þá er hægt að segja að þeir séu hálf "munaðarlausir" hvað flokka varðar.
Í USA eru þessir bílar frá 1985 og upp oft kallaðir "Modern Muscle" og við getum ekki horft fram hjá þeim.
Ég spyr hvar eigum við að flokka þessa bíla svo sanngjarnt sé.
Hefur síðan enginn skoðað þá tilllögu sem kemur frá stjórn KK sett inn af "frodfjarkanum"
Merkilegt að hún er mjög svipuð minni en enginn hefur neitt út á hana að setja
Ja nema ég