Author Topic: Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.  (Read 10868 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« on: February 24, 2007, 23:39:11 »
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi Hálfdáni Sigurjónssyni og ný sett í staðinn.


MC flokkur


MC/ (Muscle Car) – Flokkur.


Flokkslýsing:
Flokkur fyrir fjöldaframleidda bíla  með 4, 6 og 8 strokka vélar án forþjöppu og/eða N2O, með öllum löglegum götubúnaði virkum.
Ræst skal á jöfnu “full tree”. Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu falla úr keppni.
Öll ökutæki skulu hafa gilda skoðun samkvæmt reglum um gerð  og búnað ökutækja á Íslandi og standast íslensk umferðarlög/reglur.

Vél:
Verður að vera fjöldaframleidd V8 bílvél og verður að hafa verið fáanleg í viðkomandi bíl og viðkomandi árgerð.
Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka, og frá “big block” yfir í “small block” eða öfugt.
Slagrúmtak véla má ekki vera meira en eðlileg slitútborun (það er 0,060 yfir original stærð á strokk).

Blokk:
Vélarblokkir úr áli bannaðar nema að þær hafi verið fáanlegar frá verksmiðju í viðkomandi ökutæki.

Hedd:
Allar tegundir og gerðir hedda leyfðar sem passa á viðkomandi vélarblokk.

Ventlar
Allar leyfðar.

Rockerarmar
Allar gerðir “rockerarma” eru leyfðar.

Ventlagormar
Frjálst val er um ventlagorma, læsingar(retaners), og splitti.

Ventlalok
Frjáls val er á ventlalokum.
Eina krafan um ventlalok er að þau þétti og séu lekafrí.

Kambás:
Allar tegundir og gerðir af kambásum eru leyfðar.

Undirliftur:
Allar þær tegundir af undirliftum.

Tímagír:
Allar tegundir tímagíra leyfðar.


Sveifarás:
Allar tegundir og gerðir sveifarása leyfðar.

Stimpilstangir:
Allar gerðir af stimpilstöngum eru leyfðar.
Ál stangir eru þó bannaðar

Stimplar:
Allar gerðir simpla leyfðar.

Stimpilhringir:
Allar tegundir stimpilhringja leyfðar.
 


Olíudæla:
Nota má hvaða olíudælu sem er.
Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.
“Dry sump” olíudælur og kerfi bönnuð.
Nota má hvaða olíu “pick up” sem er þar á meðal sveiflu “pick up”

Olíukerfi:
“Dry sump” olíukerfi bönnuð. Að öðru leyti má nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er.
Olíugöng í vélarblokkum og heddum má grafa út, pólera eða vinna á annan hátt. Nota má hindranir í olíugöng til að stýra olíuflæði frá heddum að sveifarás osf. Festa má net fyrir göt og op þar sem hætta er á að brotnir vélarhlutir gætu komist niður að sveifarás.
Allar breytingar á olíukerfi til að auka endingu véla eru leyfðar.


ELDSNEYTISKERFI

Soggrein
Soggrein miðast við einn blöndung.
Beinar Innspýtingar eru bannaðar, nema að þær hafi verið fáanlegar á þeirri vél þeirrar árgerðar sem viðkomandi ökutæki er, og verður innspýtingin þá að vera orginal (OEM).
Ef bílar hafa komið original með fleiri en einum blöndung á þeirri véla tegund sem notuð er skal leyft að nota samskonar búnað sem þarf þá að vera frá sama framleiðanda og viðkomandi vél/bíll og hafa verið fáanlegur á viðkomandi vél. EF fjölblöndunga sogrein er ekki til frá framleiðanda undir “OEM” númeri er heimilt að nota sambærilegan búnað frá öðrum framleiðendum svo framarlega sem hann lítur eins út og er viðurkennd endurframleiðsla á upprunalega hlutnum.
Engin soggrein má vera svo há að hún passi ekki undir óbreytta vélarhlíf ökutækis, og ekki má heldur hækka blöndunga svo mikið að þeir komist ekki undir óbreytta vélarhlíf.
Forþjöppur bannaðar.
Nitro gas N2O bannað

Blöndungur:
Nota má hvaða blöndung(a) sem er.

Bensíndæla:
Aðeins ein bensíndæla er leyfð og verður hún að vera drifin áfram af bílvélinni, eða með
rafmagni.
 Nota má bensindælur sem dæla meiri þrýsting og/eða magni.
Nota má dælur frá hvaða framleiðanda sem er.
Sveifarásknúnar bensíndælur (innspýtinga dælur) bannaðar. Nema að þær hafi verið til staðar upprunalega frá framleiðanda.


Bensínleiðslur:
Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2”.
Ef skipt er um bensín lagnir verða nýju lagnirnar að vera úr samskonar efni og þær gömlu.
Mælt er með að bensín leiðslur séu varðar þar sem þær fara framhjá skiptingu kasthjóli/converter, viftuspaða og damper.
Sjá aðalreglur 1:5

Bensínsýur:
Frjást er að nota eins margar bensínsýur og hver vill eða enga. Stærð, lögun og tegund skiftir ekki máli.

Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original.
Ef ökutæki er komið niður fyrir 11,99sek og/eða 120mph má nota “eldsneytissellu”

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða menn hvort hann er notaður eða ekki.



Eldsneiti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.


KVEIKIKERFI:

Kveikja:
Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu.
Magnetu kveikjur skulu vera tengdar við sviss (straumlás) ökutækis.
“Crank trygger” er bannað.
Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart.
GM HEI kveikjur eru leyfðar enda teljast þær til rafeinda kveikju.
Ekki má breyta staðsettningu á kveikju frá original.

Háspennukefli:
Hvaða háspennukefli sem er má nota.

Þræðir:
Allir kertaþræðir orginal eða eftirframleiddir (aftermarked) eru leyfðir.

Kerti:
Allar tegundir kerta (gneistatappa)leyfðar.


ÚTBLÁSTURSKERFI

Flækjur:
Pústflækjur má setja í staðinn fyrir greinar.  
Sverleiki á rörum er frjáls, og einnig sverleiki á safnara. Safnari (collector) má ekki vera lengri en 60cm.

Púströr:
Púströr skulu ná út fyrir yfirbyggingu bíls svo að hægt verði að fá á þau skoðun.
Sverleiki röra má ekki fara yfir 2,5”.
H/X-pípa er leyfð.
Hámark tvöfalt kerfi

Hljóðkútar:
Allar tegundir hljóðkúta leyfðar.

GÍRKASSI

Gírkassi
Nota má hvaða beinskiptan fólksbílakassa sem er.
“Clutsh less” gírkassar bannaðir.

Skiftir:
Nota hvaða skiftir sem er.

Kúplingshús:
Sprengihelt kúplingshús samkvæmt staðli æskilegt, og skylda sé bíll kominn ni[ur í 11.99sek/120mph.
Ef notað er standard hús er æskilegt að gólf sé styrkt.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Kúpling:
Nota má hvaða kúplingu og kasthjól sem er.
Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.
Æskilegt er að kúpling og kasthjól sé samkvæmt staðli. : 2:3, 2:5, 2:6, 2:10, skylda ef ökutæki er komið niður fyrir 11,99sek/120mph
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Sjálfskipting:
Nota má hvaða sjálfskiptingu sem er.
Nota má “trans pack” eða “manual” ventlabox í sjálfskiptingar.
“Trans brake” er bannað.
 Að öðru leiti eru allar breytingar á sjálfskiptingu leyfðar.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Converter:
Nota má hvaða “Converter” (vökvatengsl) sem er.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Hlífar:
Æskilegt er að hafa bæði kashjólshlíf og skiptingahlíf samkvæmt staðli, eða löglega mottu utan um skiptingu í keppni.
Skylda ef ökutæki er komið niður í 10,99sek/125mph
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.


DRIFRÁS:

Drifskaft:
Æskilegt er að Baula sé utan um drifskaft á öllum bílum í þessum flokki, og skal hún staðsett samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda og reglum KK.
Baula utan um drifskaft er skylda í öllum bílum sem fara hraðar en 12,99sek eða 100mílur.
Sjá aðalreglur: 2:4.

Hásing&Drif:
Frjálst val er á hásingum sem þýðir að setja má eina tegund af hásingu undir aðra tegund af bíl.
Hásing skal þó aldrei vera lengri eða styttri en sú sem var orginal undir bílnum.
Nota má hvaða drifhlutfall sem er. Læst drif leyfð. Þó er bannað að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð.
Æskilegt er að notaðir séu sterkari öxlar og sterkari boltar fyrir felgur.



BÚKKAR & FJÖÐRUN:

Nota má hvaða fjörðunarkerfi sem er.
Staðsettningar punktar fjöðrunarkerfis verða að vera þeir sömu og var frá verksmiðju  
Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt.
Breyta má stífleika fjaðra, gorma, vindustanga osf, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum. einnig má míkja eða stífa gorma/vindustangir eftir þörfum.

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.
Sjá aðalreglur: 3:5.

Demparar:
Einn virkur dempari verður að vera á hvert fjaðrandi hjól.
Að öðruleiti er hlutfall dempar frjálst og notkunn gasdempara er leyfð.
Ekki má bora dempara eða tappa af þeim vökva eða gasi.












YFIRBYGGING:

Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri smíði frá verksmiðju.
Allar léttingar og plast verða að vera með upprunalegt útlit.
Nota má plast húdd svo framarlega að það sé ekki með neinum öðrum opnunum en þeim sem voru til orginal á viðkomandi árgerð, gerð og tegund. Ef um opnun (scoop) er að ræða á vélarhlíf hvort sem hún er þar original eða hefur verið sett á má hún ekki vera að neinu leyti öðruvísi en original hægt var að fá á viðkomandi tegund, gerð og árgerð.
Nota má áfastar opnanir(scoop) á vélarhlíf ef þær eru samkvæmt því sem hér fór á undan.
Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega. Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar.


Innrétting:
Allir bílar verða að vera með fullri innréttingu
Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda.
Skifta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsettningu.
Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skifti.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.
Staðlaðir keppnisstólar eru skylda í öllum bílum sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílna (200km) hraða.
Allir keppnisstólar skulu festir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

Belti:
Allir bílar verða að vera með amk þriggj punkta öryggisbelti.
Þeir bíla sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílur skulu hafa 5 punkta keppnisbelti.


Veltigrind/búr:

Veltigrind er skylda í öllum bílum sem fara 11,99sek og/eða 120mílum (200km) eða betur. Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 9,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

Grind:
Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.

Stýri:
Bannað er að skifta frá orginalstýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt. Leyft er að skifta frá “power stýri yfir í “manual” og öfugt. Minnsta særð á stýrishjóli er 13” (34cm).



DEKK & FELGUR:

Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar. Felgur mega ekki vera minni en 13” og ekki stærri en 16”. Nema að það hafi verið original fáanlegt á viðkomandi bíl árgerð og gerð.
Hafa má hvaða breidd af felgum sem er. Þó mega þær ekki ná út fyrir yfirbyggingu.

Dekk:
Allir hjólbarðar verða Radial og hafa “DOT” eða sambærilega merkingu.
Öll “Bias Ply” dekk bönnuð.
Öll Drag race only, drag only, drag slics, og svo framvegis bönnuð.
Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28”.
Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð.
Ofangreint gildir líka um framdekk.
Eftirfarandi “Radial” dekk eru BÖNNUÐ í þessum flokki:
BFGoodrich g-Force T/A Drag Radial Tires,  allar stærðir/gerðir.
Mickey Thompson ET Street Radial Tires,  allar stærðir/gerðir.
Hoosier D.O.T. Drag Radial Tires,  allar stærðir/gerðir.
Nitto NT555R “Extreme Drag”,  allar stærðir/gerðir.

ÖKUMAÐUR:

Ökumaður verður að sitja í original staðsettu ökumannssæti og vera með staðlaðan hjám á höfði.
Allir bílar sem fara undir 12,99sek og/eða 100mílum (160km) verða að hafa sæti með háu baki eða höfuðpúða.
Allir bílar sem fara undir 11,99sek og/eða 120mílur (200km) verða að vera með viðurkennda keppnisstóla, sem festir eru samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli: SFI/Spec 3/2-A-1 skylda í öllum bílum á tímum undir 11,99sek og/eða 120 mílum (200km).
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli SFI/Spec 3/2-A-5 skylda í öllum bílum sem fara neðar en 9,99sek og/eða 150mílur.


LETUR:

Ekki er leyft að vera með neitt letur eða merki á yfirbyggingu bíls.
Þegar talað er um letur er átt við auglýsingar.
Minni miðar eru leyfðir í hófi.
Letur þar með taldar auglýsingar má setja í rúður ökutækis þó ekki þannig að hindri útsýni og skyggi á keppnismerkingar.

Styrktaraðilar:
Styrktaraðilar eru leyfðir, þó mega auglýsinga ekki vera á öðrum stöðum en á glugggum ökutækis. (sjá að ofan)
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #1 on: February 25, 2007, 01:13:41 »
Frábært að fá þetta Nóni og hafi Hálfdán þökk fyrir að standa í þessu.  Svona fyrstu viðbrögð:

1.  Eru þetta semsagt tillögur frá Hálfdáni himself eða er stjórnin að leggja breytingarnar til?

2.  Það er horfin skilgreiningin á "musclecar"
Í núgildandi reglum er hún svona:  "Flokkur fyrir bíla framleidda í USA frá og með 1933, til og með 1985, sem eru á númerum með óbreytta yfirbyggingu með öllum löglegum götubúnaði virkum."  Reyndar vona ég að þessi regla um 1933-1985 árg. hafi bara týnst í þessari vinnu því að hún er ágæt. Reyndar eru margar reglugreingar horfnar eða stórbreyttar í útgáfunni hér að ofan miðað við það sém virðast vera núgildandi MC reglur.  Eiga ekki fleiri reglugreinar en þessar að vera grænletraðar? Dæmi; heddbúnaðargreinin er allt öðruvísi í þessum tillögum en í núgildandi reglum.  Rreyndar betri í tillögunum Háldánar en hún var en það hlýtur engu að síður að þurfa að kjósa um hana líka.

3.  Útborunarlimitið eykur ójöfnuð.
 Fram að þessu held ég að flestir keppendur í MC hafi verið með stroker mótora.  Þetta slitborunarlimit gerir flesta ef ekki alla slíka mótora ólöglega.  Þetta þýðir að KK verður að treysta á nýja keppendur/bíla í flokknum.  Því miður veit enginn hvort svo verður.  Væri ekki skynsamlegra að setja eingöngu 500 c.i. hámarkslimit á vélarstærð yfir línuna og kannski halda í gildi "viðkomandi bíl, viðkomandi árgerð" til að halda fjörinu við í flokknum? Það mundi örugglega gera keppnina í þessum flokki jafnari og meira spennandi.   Eins og grænletraða reglan er í tilllögunni þá bíður hún upp á ójöfnuð; því stærri mótorar sem v.k. bíll kom með frá verksmiðjunni því meiri líkur á yfirburðum (t.d. gæti 440 c.i '68 Barracuda átt mjög góðar stundir í svona flokki).  Látum dekkin bara vera krítíska þáttinn í þessu, það ætti að duga.  Allt sem gerir keppni jafnari er til hagsbóta fyrir KK.  Stóru kappakstursfyrirtækin eins og NHRA og IHRA , eru alltaf að finna leiðir til að jafna keppni innan flokka.  Samt vænir engin þau um að vera að reka einhverslags "kommúnístamílu" eins og einstaka sinnum hefur heyrst hérlendis þegar stungið er upp á reglum sem jafna keppni.

4.  Það er gloppa í dekkjareglunni.
Listinn yfir bönnuð drag radial dekk er ekki tæmandi.  Mér sýnist það þýða að hægt er að nota áfram þau drag radial dekk sem ekki er nefnd í bannlistanum vegna þess að það stendur hvergi að þau séu bönnuð.  Þessi dekkjaregla er eitt helsta deiluefnið í flokknum og hún verður að vera skotheld.

5  Ég er kátur með margar aðrar tillögur Háldánar til einföldunar sem eru hér að ofan (þótt þær séu ekki grænletraðar).

Það væri fínt að fá núgildandi MC reglur birtar líka á þessum þræði til að auðvelda áhugasömum samanburð.  Ég byggi t.d. ofanritað á MC reglum sem ég fann með vefleit en ég er ekkert viss um að þær séu núgildandi MC reglur.


Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #2 on: February 25, 2007, 01:48:30 »
Núgildandi reglur:

MC flokkur

FLOKKSLÝSING

Flokkur fyrir bíla framleidda í USA frá og með 1933, til og með 1985, sem eru á númerum með óbreytta yfirbyggingu með öllum löglegum götubúnaði virkum.
Ræst skal á jöfnu "full tree". Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni.

VÉL

Blokk:
Vélarblokk verður að vera úr sama málmi og upphafleg blokk sem var í viðkomandi árgerð af ökutæki sem notað er. Vélarblokkir úr áli eða álblöndu eru ekki leyfðar, nema að þær hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl sömu árgerða og með sömu vélarstærð þá verður blokkin að vera nákvæmelega eins og sú upprunalega sem sé hægt að sanna með verksmiðjunúmerum. Bora má vélar block sem þurfa þykir einnig má vinna olíugöng og bæta olíkerfi til að bæta endingu vélar. Ekki má létta vélarblokkir svo að styrkur þeirra minki og geti gert þær hættulegar. Að öðru leyti má vinni blokkir mála og pólera að vild til að auka styrk og endingu.

Vél:
Verður að vera fjöldaframleidd bílvél sem er sömu gerðar og og strokka fjölda og viðkomandi ökutæki kom upprunalega með. Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka, og frá "big block" yfir í "small block" eða öfugt, svo framarlega sem ekki sé sett önnur tegund af vél enn sem var fáanleg í viðkomandi ökutæki. Færa má vélar milli árgerða. Auka má slagrúmtak véla um 100 rúmtommur (cid) frá upprunalegri stærð.

Hedd:
Bannað er að breyta útliti hedda með færslu porta, portplötum eða á annan hátt.
Portun á heddum er leyfð.Fræsa má úr heddun til að koma fyrir "rockerarma" festingum (studs) þegar farið er í stillanlega "rockerarma" úr óstillanlegum(rail type) og til að geta notað stýriplötur (guid plates). Ef álhedd eru notuð er bannað að porta, plana eða pólera. Öll álhedd skulu vera óportuð eins og þau komu frá framleiðanda. Ekki má víxla heddum á milli tegunda. Ef notuð eru pott hedd má porta þau, pólera fræsa og slípa eins og hver vill, þó má ekki breyta útliti þeirra (sjá að ofan). Ekki má nota hedd þar sem afstaða rockerarma eða kerta er önnur en original. Notkunn á CNC portuðum álheddum er bönnuð, hvort sem þau eru seld svo þannig eða ekki.

VENTLAR

Allar breytingar á ventlum eru leyfðar, svo sem: Stækkun breikkun á legg osf.
Stækkun á ventli er leyfð svo framarlega að ekki þurfi að færa staðsetningu hans frá upprunalegri staðsetningu. Leyft er að nota allar tegundir efnis í ventla. Svo sem: "stainless steel", titanium, sodium fyllt stál osf. Rockerarmar
Allar gerðir "rockerarma" eru leyfðar, þar á meðal "roller" armar. Breyta má frá óstillanlegum yfir í stillanlega. Ekki má þó breyta frá "stud type" yfir í "shaft type" "rockerarma". Leyft er að nota stuðnings slá (stud gridle) þar sem það þarf. Ventlagormar
Frjálst val er um ventlagorma, læsingar(retaners), og splitti. Sæti fyrir ventlagorma má vinna að vild og nota má skinnur til að fá rétta hæð gorma. Ekki er gerð krafa um neitt sérstakt efni í ofnagreindu Ventlalok
Frjáls val er á ventlalokum hvað varðar: útlit, gerð, efni, hæð, osf.
Eina krafan um ventlalok er að þau þétti, séu lekafrí og komist undir orginal vélarhlíf.

Kambás:
Allar tegundir og gerðir af kambásum eru leyfðar ss: vökva, beinn, roller, osf.
Kambásar frá öðrum framleiðendum en orginal leyfðir.

Undirlyftur:
Allar þær tegundir af undirlyftum, sem passa við viðkomandi tegund af kambás leyfðar.

Tímagír:
Aðeins tímakeðjur og hjól eru leyfð. Mega þó vera úr stáli, tvöföld og "roller" gerð.
Reimdrif, gírdrif osf sem er ekki eins og framleitt var með upphaflega(not OEM type) bannað.

Sveifarás:
Leyft er að vera með hvaða sveifarás sem er úr hvaða efni sem er með hvaða slaglengd sem er svo framarlega að hann fari ekki fram úr 100 rúmtommu reglunni. Nota má hvaða efni sem er í sveifarásinn.

Stimpilstangir:
Allar gerðir af stimpilstöngum eru leyfðar nema stangir úr áli eða álblöndu. Nota má hvaða lengd af stöngum sem er og sem passa við viðkomandi sveifarás. Stimpilstangir má vinna að vild með slípun, pólerun ofl. Breyta má stöngum úr venjulegum í fljótandi stimpilbolta. Nota má sterkari stangarbolta og annað sem kann að styrkja stangirnar.

Stimplar:
Allar gerðir orginal og "aftermarket" stimplar eru leyfðir, þar á meðal sérsmíðaðir.
Allar tegundir af efni eru samþykktar í stimplum. Öll eftirvinnsla á stimplum er leyfð.

Stimpilhringir:
Allar tegundir stimpilhringja sem passa í viðkomandi stimpla eru leyfðar.
"Zero gap"hringir eru leyfðir. Leyft er að nota hvaða efni sem er í stimpilhringi.

Olíudæla:
Nota má hvaða olíudælu sem er af hvaða gerð sem er. Dælur sem dæla meira magni og/eða þrýsting leyfðar.
Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.
"Dry sump" olíudælur og kerfi bönnuð.
Nota má hvaða olíu "pick up" sem er þar á meðal sveiflu "pick up"

Olíukerfi:
"Dry sump" olíukerfi bönnuð. Að öðru leyti má nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er. Olíugöng í vélarblokkum og heddum má grafa út, pólera eða vinna á annan hátt. Nota má hindranir í olíugöng til að stýra olíuflæði frá heddum að sveifarás osf. Festa má net fyrir göt og op þar sem hætta er á að brotnir vélarhlutir gætu komist niður að sveifarás. Allar breytingar á olíukerfi til að auka endingu véla eru leyfðar.

ELDSNEYTISKERFI

Soggrein:
Soggrein miðast við einn blöndung.
Beinar Innspýtingar eru bannaðar, nema að þær hafi verið fáanlegar á þeirri vél þeirrar árgerðar sem viðkomandi ökutæki er, og verður innspýtingin þá að vera orginal (OEM) sem skal sýnt fram á með réttum númerum. Þegar talað er um einn blöndung er oftast rætt um fjögurra hólfa blöndung, og eru þá taldir með "Predator" og aðrir þvílíkir blöndunga. Val á blöndungum það er gerð, stærð eða tegund er frjálst. Ef bílar hafa komið original með fleiri en einum blöndung á þeirri véla tegund sem notuð er skal leyft að nota samskonar búnað sem þarf þá að vera frá sama framleiðanda og viðkomandi vél/bíll og hafa verið fáanlegur á viðkomandi vél. EF fjölblöndunga sogrein er ekki til frá framleiðanda undir "OEM" númeri er heimilt að nota sambærilegan búnað frá öðrum framleiðendum svo framarlega sem hann lítur eins út og er viðurkennd endurframleiðsla á upprunalega hlutnum. Engin soggrein má vera svo há að hún passi ekki undir óbreytta vélarhlíf ökutækis, og ekki má heldur hækka blöndunga svo mikið að þeir komist ekki undir óbreytta vélarhlíf. Forþjöppur bannaðar.
Nitro gas N2O bannað

Blöndungur:
Engin takmörk eru fyrir stærð blöndunga ef um einn blöndung er að ræða.
Blöndunga má vera búið að vinna að vild. Sérsmíðaðir blöndungar eru leyfðir.

Bensíndæla:
Aðeins ein bensíndæla er leyfð og verður hún að vera drifin áfram af bílvélinni, eða með rafmagni. Nota má bensíndælur sem dæla meiri þrýsting og/eða magni.
Nota má dælur frá hvaða framleiðanda sem er.
Sveifarásknúnar bensíndælur (innspýtinga dælur) bannaðar. Nema að þær hafi verið til staðar upprunalega frá framleiðanda. Bensínleiðslur:
Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2".Ef skipt er um bensín lagnir verða nýju lagnirnar að vera úr samskonar efni og þær gömlu. Mælt er með að bensín leiðslur séu varðar þar sem þær fara framhjá skiptingu kasthjóli/converter, viftuspaða og damper.

Bensínsíur:
Frjálst er að nota eins margar bensínsíur og hver vill eða enga. Stærð, lögun og tegund skiptir ekki máli. Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur til staðar verður sá sem fyrir hann er að líta eins út, taka sama magn, og vera í sömu festingum, og sá upprunalegi. Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað. "Sump" er bannað.

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða menn hvort hann er notaður eða ekki.

Eldsneyti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.

KVEIKIKERFI

Kveikja:
Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu.
Magnetu kveikjur og "Crank trygger" er bannað.
Platínu kveikja má vera með eins mörgum platínum og hver vill, einnig má tengja kveikjumagnara við hana. Rafeindakveikja(electronic igniton) má vera af hvaða gerð sem er og frá hvaða framleiðanda sem er, með eða án utanáliggjandi magnara. Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart. GM HEI kveikjur eru leyfðar enda teljast þær til rafeinda kveikju.
Ekki má breyta staðsetningu á kveikju frá original.

Háspennukefli:
Hvaða háspennukefli sem er má nota svo framarlega sem það sé aðeins eitt og passi við viðkomandi kveikju.

Þræðir:
Allir kertaþræðir orginal eða eftirframleiddir (aftermarket) eru leyfðir.
Kerti: Allar tegundir kerta (gneistatappa)leyfðar.

ÚTBLÁSTURSKERFI

Flækjur:
Pústflækjur má setja í staðinn fyrir greinar. Leyft er að klippa úr innribrettum fyrir flækjum Og má ekki vera meira bil en 15mm frá röri að brún á gati. Sverleiki á rörum er frjáls, og einnig sverleiki á safnara. Safnari (collector) má ekki vera lengri en 60cm. Púströr:
Púströr skulu ná út fyrir yfirbyggingu bíls svo að hægt verði að fá á þau skoðun.
Sverleiki röra má ekki fara yfir 2,5" að innanmáli.
H-pípa er leyfð.
Hámark tvöfalt kerfi

Hljóðkútar:
Opnir hljóðkútar bannaðir. Inn og úttak má ekki fara yfir 2,5" í sverleika.
Sérsmíðaðir og opnir hljóðkútar ss. Flowmaster, Dynomax race, Borla osf bannaðir

GÍRKASSI

Gírkassi:
Gírkassi beinskiptur má mest hafa fimm gíra áfram og einn afturábak. Ef notaður er fimm gíra kassi þá verður viðkomandi árgerð af bíl með viðkomandi vélargerð að hafa fengist með fimm gíra kassa og verður kassinn þá að vera eins og sá upprunalegi samkvæmt númerum. Skiptir:
Nota má hvaða eftirmarkaðs skiptir sem er eða standard skiptir.
Fjarlægja má stokk milli framsæta til að koma fyrir skipti.

Kúplingshús:
Sprengihelt kúplingshús samkvæmt staðli æskilegt.
Ef notað er standard hús er æskilegt að gólf sé styrkt.

Kúpling:
Frjálst er að nota hvaða kúplingu og kasthjól sem er.
Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.
Æskilegt er að kúpling og kasthjól sé samkvæmt staðli.

Sjálfskipting:
Nota má hvaða tveggja eða þriggja þrepa sjálfskiptingu sem er.
Fjögurra þrepa skiptingar eru bannaðar nema að þær hafi verið framleiddar fyrir viðkomandi bíl og vélartegund af viðkomandi árgerð sem yrði að sýna með númerum að væri rétt. Nota má "trans pack" eða "manual" ventlabox í sjálfskiptingar.
"Trans brake" er bannað. Að öðru leiti eru allar breytingar á sjálfskiptingu leyfðar.

Converter:
Keppnis vökvatengsl (converter) eru bönnuð.
Lágmarksstærð á "converter er 10".
Breyta má converterum en passa verður að minnka ekki húsin niður fyrir 10".

Hlífar:
Æskilegt er að hafa bæði kashjólshlíf og skiptingahlíf samkvæmt staðli, eða löglega mottu utan um skiptingu í keppni.

DRIFRÁS:

Drifskaft:
Æskilegt er að Baula sé utan um drifskaft á öllum bílum í þessum flokki, og skal hún staðsett samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda og reglum KK.
Hásing&Drif:
Frjálst val er á hásingum sem þýðir að setja má eina tegund af hásingu undir aðra tegund af bíl.
Hásing skal þó aldrei vera lengri eða styttri en sú sem var orginal undir bílnum.
Nota má hvaða drifhlutfall sem er. Læst drif leyfð. Þó er bannað að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð. Æskilegt er að notaðir séu sterkari öxlar og sterkar boltar fyrir felgur.

BÚKKAR & FJÖÐRUN

Fjöðrun:
Fjöðrun og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.
Fjöðrunarkerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju.
Þetta á við bæði um fram og aftur fjöðrun.
Staðsetning fjöðrunarkerfis verður einnig að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð. Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt.
Breyta má stífleika fjaðra, gorma, vindustanga osf, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum. einnig má mýkja eða stífa gorma/vindustangir eftir þörfum. Ekki má nota einblöðung sem afturfjöðrun. Löng fjaðrahengsli bönnuð.

Búkkar:

Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Bannað er að nota "four link" eða "ladder link"
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.

Demparar:
Einn virkur dempari verður að vera á hvert fjaðrandi hjól.
Keppnis demparar bannaðir. Það er allir demparar sem ekki eru ætlaðir í götuakstur.
Að öðru leyti er hlutfall dempar frjálst og notkun gasdempara er leyfð.
Ekki má bora dempara eða tappa af þeim vökva eða gasi.

YFIRBYGGING

Yfirbygging:
Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri smíði frá verksmiðju.
Allar léttingar og plast hlutir eru bannaðir með eftirfarandi undantekningum.
Nota má plast frambretti svo framarlega sem mismun á þyngd þeirra og orginal bretta sé bætt við framan í bílinn á ca þeim stað sem hún hefði verið. Nota má plast húdd svo framarlega að það sé ekki með neinum öðrum opnunum en þeim sem voru til orginal á viðkomandi árgerð, gerð og tegund. Ef um opnun (scoop) er að ræða á vélarhlíf hvort sem hún er þar original eða hefur verið sett á má hún ekki vera að neinu leyti öðruvísi en original hægt var að fá á viðkomandi tegund, gerð og árgerð. Nota má áfastar opnanir(scoop) á vélarhlíf ef þær eru samkvæmt því sem hér fór á undan.
Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega. Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar. Innrétting:
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu eða eins og upprunalegri innréttingu. Bannað er að fjarlægja eða færa til nokkurn hluta innréttingar þar með talið teppi. Klæða má innréttingu að vild og breyta þannig að hún ekki léttist. Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda.
Skipta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsetningu.
Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skipti.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir. Belti:

Allir bílar verða að vera með amk. þriggja punkta öryggisbelti.
Þeir bíla sem fara niður fyrir 11,99sek skulu hafa 5 punkta keppnisbelti.

Grind:
Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.
Stýri:
Bannað er að skipta frá orginalstýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt. Leyft er að skipta frá "power stýri yfir í "manual" og öfugt. Minnsta særð á stýrishjóli er 13" (34cm).
DEKK & FELGUR

Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar. Felgur mega ekki vera minni en 13" og ekki stærri en 16". Nema að það hafi verið original fáanlegt á viðkomandi bíl árgerð og gerð. Hafa má hvaða breidd af felgum sem er. Þó mega þær ekki ná út fyrir yfirbyggingu.

Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Öll diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga. Ofangreint gildir líka um framdekk.

ÖKUMAÐUR:

Ökumaður:
Ökumaður verður að sitja í original staðsettu ökumannssæti og vera með staðlaðan hjálm á höfði. Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.

LETUR

Letur:
Ekki er leyft að vera með neitt letur eða merki á yfirbyggingu bíls.
Þegar talað er um letur er átt við auglýsingar.
Minni miðar eru leyfðir í hófi.
Letur þar með taldar auglýsingar má setja í rúður ökutækis þó ekki þannig að hindri útsýni og skyggi á keppnismerkingar. Styrktaraðilar:
Styrktaraðilar eru leyfðir, þó mega auglýsinga ekki vera á öðrum stöðum en á gluggum ökutækis. (sjá að ofan) Reglur og lög Kvartmíluklúbbsins.
MC - Flokkur.
Flokkslýsing:
Flokkur fyrir Bíla framleidda í USA frá og með 1933, til og með 1985, sem eru á númerum með óbreytta yfirbyggingu með öllum löglegum götubúnaði virkum. Ræst skal á jöfnu "full tree". Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni. VÉL

Blokk:
Vélarblokk verður að vera úr sama málmi og upphafleg blokk sem var í viðkomandi árgerð af ökutæki sem notað er. Vélarblokkir úr áli eða álblöndu eru ekki leyfðar, nema að þær hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl sömu árgerða og með sömu vélarstærð þá verður blokkin að vera nákvæmlega eins og sú upprunalega sem sé hægt að sanna með verksmiðjunúmerum. Bora má vélar block sem þurfa þykir einnig má vinna olíugöng og bæta olíukerfi til að bæta endingu vélar. Ekki má létta vélarblokkir svo að styrkur þeirra minki og geti gert þær hættulegar. Að öðru leyti má vinni blokkir mála og pólera að vild til að auka styrk og endingu.
Vél:
Verður að vera fjöldaframleidd bílvél sem er sömu gerðar og og strokka fjölda og viðkomandi ökutæki kom upprunalega með. Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka, og frá "big block" yfir í "small block" eða öfugt, svo framarlega sem ekki sé sett önnur tegund af vél enn sem var fáanleg í viðkomandi ökutæki. Færa má vélar milli árgerða. Auka má slagrúmtak véla um 100 rúmtommur (cid) frá upprunalegri stærð.
Hedd:
Bannað er að breyta útliti hedda með færslu porta, portplötum eða á annan hátt.
Portun á heddum er leyfð svo framarlega að hún breyti ekki útliti hedda þegar þau eru komin á vél. Fræsa má úr heddun til að koma fyrir "rockerarma" festingum (studs) þegar farið er í stillanlega "rockerarma" úr óstillanlegum(rail type) og til að geta notað stýriplötur (guid plates). Ef álhedd eru notuð er bannað að porta, plana eða pólera. Öll álhedd skulu vera óportuð eins og þau komu frá framleiðanda. Ekki má víxla heddum á milli tegunda. Ef notuð eru pott hedd má porta þau, pólera fræsa og slípa eins og hver vill, þó má ekki breyta útliti þeirra (sjá að ofan). Ekki má nota hedd þar sem afstaða rockerarma eða kerta er önnur en original. Notkunn á CNC portuðum álheddum er bönnuð, hvort sem þau eru seld svo þannig eða ekki.
Ventlar
Allar breytingar á ventlum eru leyfðar, svo sem: Stækkun breikkun á legg osf.
Stækkun á ventli er leyfð svo framarlega að ekki þurfi að færa staðsettningu hans frá upprunalegri staðsettningu. Leyft er að nota allar tegundir efnis í ventla. Svo sem: "stainless steel", titanium, sodium fyllt stál osf.
Rockerarmar
Allar gerðir "rockerarma" eru leyfðar, þar á meðal "roller" armar. Breyta má frá óstillanlegum yfir í stillanlega. Ekki má þó breyta frá "stud type" yfir í "shaft type" "rockerarma". Leyft er að nota stuðnings slá (stud gridle) þar sem það þarf.
Ventlagormar
Frjálst val er um ventlagorma, læsingar(retaners), og splitti. Sæti fyrir ventlagorma má vinna að vild og nota má skinnur til að fá rétta hæð gorma. Ekki er gerð krafa um neitt sérstakt efni í ofnagreindu
Ventlalok
Frjáls val er á ventlalokum hvað varðar: útlit, gerð, efni, hæð, osf.
Eina krafan um ventlalok er að þau þétti, séu lekafrí og komist undir orginal vélarhlíf.

Kambás:

Allar tegundir og gerðir af kambásum eru leyfðar ss: vökva, beinn, roller, osf.
Kambásar frá öðrum framleiðendum en orginal leyfðir.

Undirlyftur:
Allar þær tegundir af undirlyftum, sem passa við viðkomandi tegund af kambás leyfðar.

Tímagír:
Aðeins tímakeðjur og hjól eru leyfð. Mega þó vera úr stáli, tvöföld og "roller" gerð.
Reimdrif, gírdrif osf sem er ekki eins og framleitt var með upphaflega(not OEM type) bannað.

Sveifarás:
Leyft er að vera með hvaða sveifarás sem er úr hvaða efni sem er með hvaða slaglengd sem er svo framarlega að hann fari ekki fram úr 100 rúmtommu reglunni. Nota má hvaða efni sem er í sveifarásinn.

Stimpilstangir:
Allar gerðir af stimpilstöngum eru leyfðar nema stangir úr áli eða álblöndu. Nota má hvaða lengd af stöngum sem er og sem passa við viðkomandi sveifarás. Stimpilstangir má vinna að vild með slípun, pólerun ofl. Breyta má stöngum úr venjulegum í fljótandi stimpilbolta. Nota má sterkari stangarbolta og annað sem kann að styrkja stangirnar.
Stimplar:
Allar gerðir orginal og "aftermarket" stimplar eru leyfðir, þar á meðal sérsmíðaðir.
Allar tegundir af efni eru samþykktar í stimplum. Öll eftirvinnsla á stimplum er leyfð.

Stimpilhringir:
Allar tegundir stimpilhringja sem passa í viðkomandi stimpla eru leyfðar.
"Zero gap"hringir eru leyfðir. Leyft er að nota hvaða efni sem er í stimpilhringi.
Olíudæla: Nota má hvaða olíudælu sem er af hvaða gerð sem er. Dælur sem dæla meira magni og/eða þrýsting leyfðar.
Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.
"Dry sump" olíudælur og kerfi bönnuð.
Nota má hvaða olíu "pick up" sem er þar á meðal sveiflu "pick up"

Olíukerfi:
"Dry sump" olíukerfi bönnuð. Að öðru leyti má nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er. Olíugöng í vélarblokkum og heddum má grafa út, pólera eða vinna á annan hátt. Nota má hindranir í olíugöng til að stýra olíuflæði frá heddum að sveifarás osf. Festa má net fyrir göt og op þar sem hætta er á að brotnir vélarhlutir gætu komist niður að sveifarás. Allar breytingar á olíukerfi til að auka endingu véla eru leyfðar.

ELDSNEYTISKERFI

Soggrein:
Soggrein miðast við einn blöndung.
Beinar Innspýtingar eru bannaðar, nema að þær hafi verið fáanlegar á þeirri vél þeirrar árgerðar sem viðkomandi ökutæki er, og verður innspýtingin þá að vera orginal (OEM) sem skal sýnt fram á með réttum númerum. Þegar talað er um einn blöndung er oftast rætt um fjögurra hólfa blöndung, og eru þá taldir með "Predator" og aðrir þvílíkir blöndunga. Val á blöndungum það er gerð, stærð eða tegund er frjálst. Ef bílar hafa komið original með fleiri en einum blöndung á þeirri véla tegund sem notuð er skal leyft að nota samskonar búnað sem þarf þá að vera frá sama framleiðanda og viðkomandi vél/bíll og hafa verið fáanlegur á viðkomandi vél. EF fjölblöndunga sogrein er ekki til frá framleiðanda undir "OEM" númeri er heimilt að nota sambærilegan búnað frá öðrum framleiðendum svo framarlega sem hann lítur eins út og er viðurkennd endurframleiðsla á upprunalega hlutnum. Engin soggrein má vera svo há að hún passi ekki undir óbreytta vélarhlíf ökutækis, og ekki má heldur hækka blöndunga svo mikið að þeir komist ekki undir óbreytta vélarhlíf. Forþjöppur bannaðar.
Nitro gas N2O bannað
Blöndungur:
Engin takmörk eru fyrir stærð blöndunga ef um einn blöndung er að ræða.
Blöndunga má vera búið að vinna að vild. Sérsmíðaðir blöndungar eru leyfðir.
Bensíndæla: Aðeins ein bensíndæla er leyfð og verður hún að vera drifin áfram af bílvélinni, eða með rafmagni. Nota má bensindælur sem dæla meiri þrýsting og/eða magni.
Nota má dælur frá hvaða framleiðanda sem er.
Sveifarásknúnar bensíndælur (innspýtinga dælur) bannaðar. Nema að þær hafi verið til staðar upprunalega frá framleiðanda.

Bensínleiðslur:
Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2".Ef skipt er um bensín lagnir verða nýju lagnirnar að vera úr samskonar efni og þær gömlu. Mælt er með að bensín leiðslur séu varðar þar sem þær fara framhjá skiptingu kasthjóli/converter, viftuspaða og damper.

Bensínsíur:
Frjálst er að nota eins margar bensínsíur og hver vill eða enga. Stærð, lögun og tegund skiptir ekki máli. Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur til staðar verður sá sem fyrir hann er að líta eins út, taka sama magn, og vera í sömu festingum, og sá upprunalegi. Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað. "Sump" er bannað.

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða menn hvort hann er notaður eða ekki.

Eldsneyti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.

KVEIKIKERFI

Kveikja:
Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu.
Magnetu kveikjur og "Crank trygger" er bannað.
Platínu kveikja má vera með eins mörgum platínum og hver vill, einnig má tengja kveikjumagnara við hana. Rafeindakveikja(electronic igniton) má vera af hvaða gerð sem er og frá hvaða framleiðanda sem er, með eða án utanáliggjandi magnara. Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart. GM HEI kveikjur eru leyfðar enda teljast þær til rafeinda kveikju.
Ekki má breyta staðsetningu á kveikju frá original.
Háspennukefli:
Hvaða háspennukefli sem er má nota svo framarlega sem það sé aðeins eitt og passi við viðkomandi kveikju. Þræðir:
Allir kertaþræðir orginal eða eftirframleiddir (aftermarket) eru leyfðir.

Kerti:
Allar tegundir kerta (gneistatappa)leyfðar.

ÚTBLÁSTURSKERFI
Flækjur:
Pústflækjur má setja í staðinn fyrir greinar. Leyft er að klippa úr innribrettum fyrir flækjum Og má ekki vera meira bil en 15mm frá röri að brún á gati. Sverleiki á rörum er frjáls, og einnig sverleiki á safnara. Safnari (collector) má ekki vera lengri en 60cm.


Púströr:
Púströr skulu ná út fyrir yfirbyggingu bíls svo að hægt verði að fá á þau skoðun.
Sverleiki röra má ekki fara yfir 2,5" að innanmáli.
H-pípa er leyfð.
Hámark tvöfalt kerfi

Hljóðkútar:
Opnir hljóðkútar bannaðir. Inn og úttak má ekki fara yfir 2,5" í sverleika.
Sérsmíðaðir og opnir hljóðkútar ss. Flowmaster, Dynomax race, Borla osf bannaðir.
GÍRKASSI

Gírkassi:
Gírkassi beinskiptur má mest hafa fimm gíra áfram og einn afturábak. Ef notaður er fimm gíra kassi þá verður viðkomandi árgerð af bíl með viðkomandi vélargerð að hafa fengist með fimm gíra kassa og verður kassin þá að vera eins og sá upprunalegi samkvæmt númerum.
Skiptir:
Nota má hvaða eftirmarkaðs skiptir sem er eða standard skiptir.
Fjarlægja má stokk milli framsæta til að koma fyrir skipti.

Kúplingshús:
Sprengihelt kúplingshús samkvæmt staðli æskilegt.
Ef notað er standard hús er æskilegt að gólf sé styrkt.

Kúpling:
Frjálst er að nota hvaða kúplingu og kasthjól sem er.
Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.
Æskilegt er að kúpling og kasthjól sé samkvæmt staðli.

Sjálfskipting:
Nota má hvaða tveggja eða þriggja þrepa sjálfskiptingu sem er.
Fjögurra þrepa skiptingar eru bannaðar nema að þær hafi verið framleiddar fyrir viðkomandi bíl og vélartegund af viðkomandi árgerð sem yrði að sýna með númerum að væri rétt. Nota má "trans pack" eða "manual" ventlabox í sjálfskiptingar.
"Trans brake" er bannað. Að öðru leiti eru allar breytingar á sjálfskiptingu leyfðar.
Converter:

Keppnis vökvatengsl (converter) eru bönnuð.
Lágmarksstærð á "converter er 10".
Breyta má converterum en passa verður að minnka ekki húsin niður fyrir 10".

Hlífar:
Æskilegt er að hafa bæði kashjólshlíf og skiptingahlíf samkvæmt staðli, eða löglega mottu utan um skiptingu í keppni.

DRIFRÁS:


Drifskaft:
Æskilegt er að Baula sé utan um drifskaft á öllum bílum í þessum flokki, og skal hún staðsett samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda og reglum KK.

Hásing&Drif:
Frjálst val er á hásingum sem þýðir að setja má eina tegund af hásingu undir aðra tegund af bíl.
Hásing skal þó aldrei vera lengri eða styttri en sú sem var orginal undir bílnum.
Nota má hvaða drifhlutfall sem er. Læst drif leyfð. Þó er bannað að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð. Æskilegt er að notaðir séu sterkari öxlar og sterkar boltar fyrir felgur.

BÚKKAR & FJÖÐRUN

Fjöðrun:
Fjöðrun og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.
Fjöðrunarkerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju.
Þetta á við bæði um fram og aftur fjöðrun.
Staðsetning fjöðrunarkerfis verður einnig að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð. Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt.
Breyta má stífleika fjaðra, gorma, vindustanga osf, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum. einnig má mýkja eða stífa gorma/vindustangir eftir þörfum. Ekki má nota einblöðung sem afturfjöðrun..

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Bannað er að nota "four link" eða "ladder link"
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.

Demparar:
Einn virkur dempari verður að vera á hvert fjaðrandi hjól.
Keppnis demparar bannaðir. Það er allir demparar sem ekki eru ætlaðir í götuakstur.
Að öðru leyti er hlutfall dempar frjálst og notkun gasdempara er leyfð.
Ekki má bora dempara eða tappa af þeim vökva eða gasi.

YFIRBYGGING

Yfirbygging:
Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri smíði frá verksmiðju.
Allar léttingar og plast hlutir eru bannaðir með eftirfarandi undantekningum.
Nota má plast frambretti svo framarlega sem mismun á þyngd þeirra og orginal bretta sé bætt við framan í bílinn á ca þeim stað sem hún hefði verið. Nota má plast húdd svo framarlega að það sé ekki með neinum öðrum opnunum en þeim sem voru til orginal á viðkomandi árgerð, gerð og tegund. Ef um opnun (scoop) er að ræða á vélarhlíf hvort sem hún er þar original eða hefur verið sett á má hún ekki vera að neinu leyti öðruvísi en original hægt var að fá á viðkomandi tegund, gerð og árgerð. Nota má áfastar opnanir(scoop) á vélarhlíf ef þær eru samkvæmt því sem hér fór á undan.
Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega. Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu eða eins og upprunalegri innréttingu. Bannað er að fjarlægja eða færa til nokkurn hluta innréttingar þar með talið teppi. Klæða má innréttingu að vild og breyta þannig að hún ekki léttist. Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda.
Skifta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsetningu.
Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skipti.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.

Belti:
Allir bílar verða að vera með amk. þriggja punkta öryggisbelti.
Þeir bíla sem fara niður fyrir 11,99sek skulu hafa 5 punkta keppnisbelti.

Grind:
Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.

Stýri:
Bannað er að skipta frá orginalstýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt. Leyft er að skipta frá "power stýri yfir í "manual" og öfugt. Minnsta særð á stýrishjóli er 13" (34cm).

DEKK & FELGUR

Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar. Felgur mega ekki vera minni en 13" og ekki stærri en 16". Nema að það hafi verið original fáanlegt á viðkomandi bíl árgerð og gerð. Hafa má hvaða breidd af felgum sem er. Þó mega þær ekki ná út fyrir yfirbyggingu.

Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Öll diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga. Ofangreint gildir líka um framdekk.

ÖKUMAÐUR

Ökumaður:
Ökumaður verður að sitja í original staðsettu ökumannssæti og vera með staðlaðan hjálm á höfði. Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur

LETUR

Letur:
Ekki er leyft að vera með neitt letur eða merki á yfirbyggingu bíls.
Þegar talað er um letur er átt við auglýsingar.
Minni miðar eru leyfðir í hófi.
Letur þar með taldar auglýsingar má setja í rúður ökutækis þó ekki þannig að hindri útsýni og skyggi á keppnismerkingar.

Styrktaraðilar:
Styrktaraðilar eru leyfðir, þó mega auglýsinga ekki vera á öðrum stöðum en á gluggum ökutækis. (sjá að ofan)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Reglur
« Reply #3 on: February 25, 2007, 02:07:42 »
Sælir Félagar. :)

Sæll Ragnar.

Þessar regluhugmyndir er frá mér komnar, og Nóni var svo elskulegur að láta mig vita að síðasti séns til að skila inn reglum væri á miðnætti þann 24 feb.
Og er það samkvæmt lögum klúbbsins.
Mér finnst samt svolítið skrítið að sjá að ég virðist vera sá eini sem hef skilað inn á réttum tíma!
Hvar eru aðrar breytingar og þar með breytingar frá stjórn klúbbsins. :x

Hvað varðar "drag radial" dekkin sem þú spurðir um Ragnar, þá voru þetta þau dekk sem ég fann og voru skráð sem "drag race".
Hvaða fleiri dekk veist þú um. :?:  :?:

Það getur verið að eitthvað hafi farið fram hjá mér, en það er einmitt þannig hlutir sem tækninefnd klúbbsins ætti að uppfæra ásamt öryggisreglum yfir tímabilið.

Ég er búinn að berjast fyrir því að sett verði upp tækninefnd sem er óháð stjórninni og keppendum, sem hún verður að vera til að vera laus við þrýsting og geta unnið sitt starf af heilindum.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Re: Reglur
« Reply #4 on: February 25, 2007, 09:39:29 »
Quote from: "429Cobra"
Sælir Félagar. :)

Sæll Ragnar.

Þessar regluhugmyndir er frá mér komnar, og Nóni var svo elskulegur að láta mig vita að síðasti séns til að skila inn reglum væri á miðnætti þann 24 feb.Og er það samkvæmt lögum klúbbsins.
Mér finnst samt svolítið skrítið að sjá að ég virðist vera sá eini sem hef skilað inn á réttum tíma!
Hvar eru aðrar breytingar og þar með breytingar frá stjórn klúbbsins. :x
Hvað varðar "drag radial" dekkin sem þú spurðir um Ragnar, þá voru þetta þau dekk sem ég fann og voru skráð sem "drag race".
Hvaða fleiri dekk veist þú um. :?:  :?:

Það getur verið að eitthvað hafi farið fram hjá mér, en það er einmitt þannig hlutir sem tækninefnd klúbbsins ætti að uppfæra ásamt öryggisreglum yfir tímabilið.

Ég er búinn að berjast fyrir því að sett verði upp tækninefnd sem er óháð stjórninni og keppendum, sem hún verður að vera til að vera laus við þrýsting og geta unnið sitt starf af heilindum.



Ekki rétt að ég hafi verið vinsamlegur, svo lét ég þig ekki vita heldur spurðir þú mig :lol:

Þú skalt hafa minni áhyggjur af þeim breytingum sem stjórnin hefur unnið að? Það hlýtur að vera á ábyrgð þeirra sem það verk unnu.

Tækninefnd er þarft mál en enginn hefur hingað til talið sig geta sinnt þeim starfa þegar kemur að aðalfundi og velja skal í slíka nefnd.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #5 on: February 25, 2007, 10:32:44 »
Sælir vinir!

Hálfdán ég átti við þessi dekk:
http://www.americanraceronline.com/racing-tires/passenger.html
Ég er með svona dekk undir Chargernum núna og þau eru álíka langt frá því að vera gerilsneydd radialdekk eins og Framsóknarflokkurinn er vinstri flokkur.

Nóni: Mun stjórnin leggja til reglugreinabreytingar í MC og ef svo er verða þær kynntar á vefsíðu KK?

Góðar stundir

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #6 on: February 25, 2007, 10:56:32 »
Quote
3.  Útborunarlimitið eykur ójöfnuð.
 Fram að þessu held ég að flestir keppendur í MC hafi verið með stroker mótora.  Þetta slitborunarlimit gerir flesta ef ekki alla slíka mótora ólöglega.  Þetta þýðir að KK verður að treysta á nýja keppendur/bíla í flokknum.  Því miður veit enginn hvort svo verður.  Væri ekki skynsamlegra að setja eingöngu 500 c.i. hámarkslimit á vélarstærð yfir línuna og kannski halda í gildi "viðkomandi bíl, viðkomandi árgerð" til að halda fjörinu við í flokknum? Það mundi örugglega gera keppnina í þessum flokki jafnari og meira spennandi.   Eins og grænletraða reglan er í tilllögunni þá bíður hún upp á ójöfnuð; því stærri mótorar sem v.k. bíll kom með frá verksmiðjunni því meiri líkur á yfirburðum (t.d. gæti 440 c.i '68 Barracuda átt mjög góðar stundir í svona flokki).  Látum dekkin bara vera krítíska þáttinn í þessu, það ætti að duga.  Allt sem gerir keppni jafnari er til hagsbóta fyrir KK.  Stóru kappakstursfyrirtækin eins og NHRA og IHRA , eru alltaf að finna leiðir til að jafna keppni innan flokka.  Samt vænir engin þau um að vera að reka einhverslags "kommúnístamílu" eins og einstaka sinnum hefur heyrst hérlendis þegar stungið er upp á reglum sem jafna keppni.






Getur ekki verið að þeir sem ekki eru búnir að stróka, hafi nefnilega lítin áhuga að mæta á móti stróker-bílunum.
 þess vegna er nýi MS flokkurinn góður fyrir þá.
Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #7 on: February 25, 2007, 12:45:12 »
Cv 327; Problemið er að það er ekki vitað af hverju það eru svona fáir keppendur í MC.  Ég er þó viss um að ef til eru 10-20 manns sem tækju sig saman og semdu reglur fyrir keppnisflokk sem þeir vilja keppa eftir þá mundi stjórn KK örugglega taka þeim fagnandi.

Mig langar til að rökstyðja betur fullyrðinguna mína um ójöfnuð með því benda á eftirfarandi bíla sem munu eiga erfitt uppdráttar í MC ef útborunarlimit tillagan verður samykkt:

Chevy Nova  ´66-´67.  Stærsta vél 327 c.i
Chevy Camaro 1967:  Stærsta vél 350 c.i.

Ford Mustang 1965.  Stærsta vél 289 c.i.
Ford Falcon   1964.  Stærsta vél 289 c.i.

Dodge Challenger 1974.  Stærsta vél 360 c.i.
Dodge Dart 1975.  Stærsta vél 360 c.i.

Og svo koma hér dæmi um tæki sem gætu dóminerað í flokknum miðað við útborunarlimit regluna:

Chevy Camaro t.d. 1971 með 454 c.i.
Chevy Corvette t.d. 1970 og fleiri árg.  454 c.i.

Ford Mustang Cobra Jet 1968.  428 c.i.
Ford Mustang Super Cobra Jet 1971.  428 c.i.

Plymouth Barracuda 1968, 440 c.i.
Dodge Dart 1968, 426 Hemi.

Mun þessi mögulegi veruleiki fjölga MC keppendum frekar en núverandi reglur?  Við höfum því miður engar forsendur til að svara því. En við vitum þó fyrir víst að ef að útborunarreglan verður samþykkt þá verða nokkrir bílar sem hafa keppt í MC ólöglegir þar og það er nauðsynlegt að aðrir keppendur komi í staðinn.  Í lýsi hér með eftir þeim!
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Reglur!
« Reply #8 on: February 25, 2007, 13:47:10 »
Sælir félagar. :)

Sæll Nóni, þetta var hrós ekki last. :!:
Já og svo gleymdi ég að taka fram að þið Gunni gerðuð ykkar reglum góð skil á réttum tíma. :D  

En hvað um það.
Það verða allir félagsmenn að fara að lögum félagsins, og stjórn er þar engin undatekning. :!:
7. grein laga klúbbsins er svona:

Quote
7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.


Sem þýðir að nú á að ver búið að loka fyrir tilllögur til breytinga á lögum klúbbsins og keppnisreglum. :idea:


Ragnar.

Amercan Racer (aka McReary) eru "bias ply" dekk og þar með bönnuð samkvæmt mínum tillögum.

Hvað varðar stroker málið, þá finnst mér að það að vera ekki með "strókaða" mótora geri þetta svona enn frekar að ekta "Muscle Car" flokki.
Þess vegna kom ég tillögur að MS þar sem "harð kjarna" "Muscle Car" menn gætu leikið sér.

Já og það er best að setja það með að þegar ég skirfað þessar regluhugmyndir þá var eini slagrúmtaksmælirinn sem til var á viðráðanlegu verði frá MrGasket og tók 500cid (MRG-3200)
http://go.mrgasket.com/pdf/tools.pdf
Og þess vegna notaði ég þá stærð til viðmiðunar.

Síðan þá hafa komið mælar sem geta tekið allt upp í 800cid
http://www.precisionmeasure.com/test1.htm
Þannig að það mætti alveg að ósekju hækka stærðina á vélunum.

Hvað finnst ykkur :?:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Reglur
« Reply #9 on: February 25, 2007, 13:48:53 »
Quote from: "Nóni"
Quote from: "429Cobra"
Sælir Félagar. :)

Sæll Ragnar.

Þessar regluhugmyndir er frá mér komnar, og Nóni var svo elskulegur að láta mig vita að síðasti séns til að skila inn reglum væri á miðnætti þann 24 feb.Og er það samkvæmt lögum klúbbsins.
Mér finnst samt svolítið skrítið að sjá að ég virðist vera sá eini sem hef skilað inn á réttum tíma!
Hvar eru aðrar breytingar og þar með breytingar frá stjórn klúbbsins. :x
Hvað varðar "drag radial" dekkin sem þú spurðir um Ragnar, þá voru þetta þau dekk sem ég fann og voru skráð sem "drag race".
Hvaða fleiri dekk veist þú um. :?:  :?:

Það getur verið að eitthvað hafi farið fram hjá mér, en það er einmitt þannig hlutir sem tækninefnd klúbbsins ætti að uppfæra ásamt öryggisreglum yfir tímabilið.

Ég er búinn að berjast fyrir því að sett verði upp tækninefnd sem er óháð stjórninni og keppendum, sem hún verður að vera til að vera laus við þrýsting og geta unnið sitt starf af heilindum.



Ekki rétt að ég hafi verið vinsamlegur, svo lét ég þig ekki vita heldur spurðir þú mig :lol:

Þú skalt hafa minni áhyggjur af þeim breytingum sem stjórnin hefur unnið að? Það hlýtur að vera á ábyrgð þeirra sem það verk unnu.

Tækninefnd er þarft mál en enginn hefur hingað til talið sig geta sinnt þeim starfa þegar kemur að aðalfundi og velja skal í slíka nefnd.


Kv. Nóni

Fresti til að skila inn tillögum að reglubreytingum er sem sagt runninn út!
Þá eru þetta einu tillögurnar til breytinga sem verða bornar upp er það ekki?
Samkvæmt lögum klúbbsins á að auglýsa tillögur til reglubreytinga í fundarboði til aðalfundar.

Kv.Frikki
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #10 on: February 25, 2007, 13:54:40 »
Þannig skil ég það.

Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Tröppugangurinn.
« Reply #11 on: February 25, 2007, 13:54:49 »
Flokkakerfið er hugsað þannig, þú byrjar þar sem þér hentar og tjúnar þig
út úr flokknum inní næsta, Einar Birgirs fór þessa leið t.d.
Að leyfa ekki strókun lengur fynnst mér afturför, það eru ekki til
lengur RB MOPAR blokkir í landinu, en hægt er smíða 440+.060=452
með því stróka 400. Það sama má segja um FORD 428 FE, Þú strókar
bara Vindsorinn ca 2-3000 í staðinn fyrir 20-30000.

kv. joi
Jóhann Sæmundsson.

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #12 on: February 25, 2007, 14:02:52 »
Skrítið að vera að ræða um þetta núna, þetta ætti að vera löngu búið að ræða. Tillögurnar eru nú komnar fram og þá tekur væntanlega hver afstöðu til þeirra á sínum forsendum. Allur veturinn er liðinn og alltaf hefur verið vitað að aðalfundurinn yrði í febrúar en hann frestaðist fram í mars þannig að það er meiri tími en annars.

Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #13 on: February 25, 2007, 17:34:36 »
Quote from: "Nóni"
Þannig skil ég það.

Nóni


Sem þýðir þá væntanlega að það eru engar reglu- né lagabreytingar sem kosið verður um að þessu sinni?

kv
Björgvin

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #14 on: February 25, 2007, 17:37:44 »
Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Quote from: "Nóni"
Þannig skil ég það.

Nóni


Sem þýðir þá væntanlega að það eru engar reglu- né lagabreytingar sem kosið verður um að þessu sinni?

kv
Björgvin

Jú bara þær sem eru birtar hér á vefnum er það ekki?
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #15 on: February 25, 2007, 18:21:35 »
Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Quote from: "Nóni"
Þannig skil ég það.

Nóni


Sem þýðir þá væntanlega að það eru engar reglu- né lagabreytingar sem kosið verður um að þessu sinni?

kv
Björgvin



Það sem ég setti inn hér á vefinn í gær það hlýtur jú að teljast löglegt þar sem ég vísa í spjallið í aðalfundarboði á forsíðu.

Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #16 on: February 26, 2007, 16:57:28 »
Þakka þér Hálfdán að benda á að American Racer er eins og Framsóknarflokkurinn; gerður úr striga.

Það er um að gera að ræða MC tillögur Hálfdánar vegna þess að upplýst umræða ætti að koma þeim sem greiða atkvæði til góða.

Í fyrsta bréfi þessa þráðar segir Nóni um tillögur Háldánar:  “græna letrið táknar það sem bætt hefur verið við.”  Þegar maður ber svo saman núgildandi reglur (sbr. póst Frikka) við tillögur Hálfdánar þá sýnist mér við fljótlega talningu að 31 grein þeirra hefur verið breytt, fjórar eru nýjar (t.d. verið að sundurliða betur það sem áður var í einni grein) og 12 eru óbreyttar.  Viðbætur, umbætur og útfellingar eru semsagt miklu fleiri en þær grænletruðu.  Spurningin er hvort ætlunin sé að hafa eina atkvæðagreiðslu um þessar tillögur þar sem allar breytingarnar eru lagðar fyrir á einu bretti eða verða greidd atkvæði c.a. 35 sinnum (þ.e.a.s.) einu sinni um hverja tillögu?  Þetta skiptir máli vegna þess að ef að greidd verða atkvæði 35 sinnum og fundarmenn eru ekki vel með á nótunum eða eru að mynda sér skoðun “á staðnum” þá er mögulegt að niðurstaðan verði skringilegar reglur.  Einfaldast væri að sameina atkvæðagreiðslu um líkar tillögur (t.d. allar um ventlakerfið) í eina.

Til upplýsingar fyrir þau sem ætla að greiða atkvæði þá eru þetta helstu breytingartillögur Hálfdánar:

a)    Flokkurinn er ekki lengur takmarkaður við bíla af 1933-1985 árgerð sem framleiddir voru í N-Ameríku. Skv tillögunni er hann fyrir fjöldaframl. 4,6 og 8 strokka bíla (Viper er sem er V-10 er semsagt útlægur úr MC, enda dæmi um Mopar sem gæti dóminerað svona flokk   :o  ).  
b)   Útborun véla má ekki fara yfir 0.060” pr. strokk (núna má auka rúmtak um 100 c.i. pr. vél frá upprunarlegri stærð) .
c)   Engar takmarkanir eru lengur á vinnslu hedda (eru þó nokkrar í núgildandi reglum).
d)   Allar tegundir hljóðkúta leyfðar (núna eru opnir og sérsmíðaðir kútar bannaðir).  
e)   Nota má hvaða converter sem er (núna er lágmarksstærð á c. 10”)
f)   Stillanlegir demparar verða nú leyfðir (núna eru keppnisdemparar og demparar ekki ætlaðir til götuaksturs bannaðir)
g)    Bílar verða að vera með fullri innréttingu (en þar sem “full” innrétting er ekki skilgreind þá sýnist mér að skipta megi níðþungum hurðaspjöldum út fyrir álspjöld). Núna verða keppinstækin að vera með upprunalegri innréttingu eða eins og upprunalega innréttingu.
h)   Dekkjareglan skýrist og tekur af allan vafa um að ekki má nota drag radial og þvílíka hjólbarða.

Persónulega er ég fylgjandi f og h.  Ég být í það súra ef tillögur c,d,e og g verða samþykktar þótt ég sé þeim ekki sammála. En mér lýst illa á ef a og b liðir verða samþykkir.

Ragnar

PS:  Enn og aftur lýsi ég eftir þeim keppendum sem mundu mæta í MC ef að tillögur Hálfdánar ganga eftir. Verði þær allar að veruleika munu margir bílar sem undanfarin ár hafa keppt í MC verða ólöglegir þar.  Þá þarf nýja bíla til að fylla í skörðin og það væri best fyrir þingheim að vita um þá áður en farið er í langar handauppréttingar á aðalfundinum.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Reglur.
« Reply #17 on: February 26, 2007, 17:27:28 »
Sælir félagar. :)

Sæll Ragnar.

Síðustu uppfærðu reglur fyrir MC/Flokk voru settar inn á þennan kork: 20. mars 2004, ásamt öðrum flokkareglum.
Hægt er að sjá þær á: http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7111.
Þetta eru að ég held nýustu reglur sem eru í gildi.
Þær reglur sem bent er á á forsíðunni eru eldri og hafa aldrei verið uppfærðar.

Í þeim reglum sem að ég bendi hér á er búið að breyta grein um hljóðkúta þannig að allir kútar eru leyfðir.
Og svo er búið að leyfa meiri vinnslu á heddum þar á meðal álheddum.

Ég skal setja upp reglupakkan rauðann á grænu fyrir menn til samanburðar. :shock:

Það hefði hinns vegar verið eðlilegt að auglýst hefði verið hér á vefnum hvenær frestur til að skila inn tilllögum, rynni út til að allir þeir sem vildu koma með breytingatilllögur hefðu tíma til að leggja þær inn. :o
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
MC
« Reply #18 on: March 03, 2007, 22:13:25 »
Sæl öll sömul.

Maður skreppur aðeins frá og þegar maður kemur til baka er bara allt orðið galið. 8)

Eftir að ég hef rúllað yfir þetta og ég vona að ég hafi náð að lesa allt fárið,finnst mér þetta vera gert aðeins of flókið,er MC ekki bara í góðum málum ef við förum eftir  þeim reglum sem eru í gildi í dag.

Það eru dekkjamálin sem hafa verið að flækja þennan flokk og það er einfalt að laga það - BARA GÖTU RADÍAL dekk - bara svona venjuleg.Það er ekki flókið bara ef menn vilja skilja og vera ekki með eitthvað lögfræði bull.

Að ætla fara setja inn drag dekk undir nafni sem bönnuð og ári seinna kemur Nokia með drag dekk og sumir sem ekki kunna að fara eftir því sem meint er fara að nota svoleiðis.

Ein spurning Hálfdán , ef þessi reglubreyting verður samþykkt kæmist  Corvetta eins og Ingó Arnars á í MC ?

kv Harry
ps.ég sem skipulagði vetrarfríið þegar aðalfundur átti að vera 24/2.
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Reglur
« Reply #19 on: March 03, 2007, 22:56:32 »
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Já samkvæmt þessu myndi hún komast inn. :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.